Fannst ömurlegt á körfuboltaæfingum og veit ekki hvaðan löngu innköstin komu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. maí 2022 09:00 Sveindís Jane Jónsdóttir tekur eitt af sínum gríðar löngu innköstum. vísir/Hulda Margrét Sveindís Jane Jónsdóttir, nýkrýndur Þýskalandsmeistari, veit ekki hvaðan hæfileiki hennar til að grýta boltanum langt inn í vítateig andstæðinganna kemur. Í yngri flokkunum stundaði hún það að kasta boltanum í mótherja og inn. Hæfileikinn kemur allavega ekki úr körfuboltanum. Þótt Keflavík, heimabær Sveindísar, sé þekktur körfuboltabær fann hún sig ekki á parketinu. „Ég hef bara æft fótbolta. Ég byrjaði þegar ég var níu ára. Ég gerði ótrúlega lítið þegar ég var krakki og var eitthvað löt. Ég fór í fótboltann út af vinkonum mínum úr grunnskólanum. En ég fór á tvær körfuboltaæfingar, fannst það ömurlegt og hélt ekki áfram,“ sagði Sveindís í léttum dúr í samtali við blaðamann Vísis í Tékklandi í síðasta mánuði. Sveindís er þekkt fyrir löngu innköstin sín sem hafa vakið heimsathygli enda hefur hún meðal annars beitt þeim með Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu. Keflvíkingurinn uppgötvaði þennan hæfileika nánast óvart. „Ég veit það í alvöru ekki. Ég hef fengið þessa spurningu áður. Ég held ég hafi uppgötvað þetta í einhverjum leik í 6. flokki. Þá kastaði ég langt, í markmanninn og skoraði þannig. Og ég stundaði þetta á mótum, að negla í markmanninn,“ sagði Sveindís. „Ég man ekki einu sinni eftir augnablikinu þar sem ég fattaði að ég gæti þetta. En ég æfði þetta líka þegar ég fattaði að þetta væri eitthvað sem gæti hjálpað liðinu.“ Klippa: Sveindís um körfubolta og löngu innköstin En hefur Sveindís skorað beint úr innkasti? „Ekki í ellefu manna bolta en ég gerði það nokkuð oft í sjö manna bolta,“ svaraði Sveindís. Hún átti afar sterka innkomu í lið Wolfsburg og skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar liðið tryggði sér þýska meistaratitilinn um þarsíðustu helgi. Sveindís, sem er 21 árs, hefur leikið átján landsleiki og skorað sex mörk. Þá skoraði hún 24 mörk í 41 leik fyrir yngri landsliðin á sínum tíma. Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Tengdar fréttir Bjórbað og söngur þegar Sveindís og stöllur fögnuðu langt fram á kvöld Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg fögnuðu að vonum vel í gær eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistarar í fótbolta þrátt fyrir harða samkeppni við Bayern München. 9. maí 2022 12:30 Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Sjá meira
Hæfileikinn kemur allavega ekki úr körfuboltanum. Þótt Keflavík, heimabær Sveindísar, sé þekktur körfuboltabær fann hún sig ekki á parketinu. „Ég hef bara æft fótbolta. Ég byrjaði þegar ég var níu ára. Ég gerði ótrúlega lítið þegar ég var krakki og var eitthvað löt. Ég fór í fótboltann út af vinkonum mínum úr grunnskólanum. En ég fór á tvær körfuboltaæfingar, fannst það ömurlegt og hélt ekki áfram,“ sagði Sveindís í léttum dúr í samtali við blaðamann Vísis í Tékklandi í síðasta mánuði. Sveindís er þekkt fyrir löngu innköstin sín sem hafa vakið heimsathygli enda hefur hún meðal annars beitt þeim með Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu. Keflvíkingurinn uppgötvaði þennan hæfileika nánast óvart. „Ég veit það í alvöru ekki. Ég hef fengið þessa spurningu áður. Ég held ég hafi uppgötvað þetta í einhverjum leik í 6. flokki. Þá kastaði ég langt, í markmanninn og skoraði þannig. Og ég stundaði þetta á mótum, að negla í markmanninn,“ sagði Sveindís. „Ég man ekki einu sinni eftir augnablikinu þar sem ég fattaði að ég gæti þetta. En ég æfði þetta líka þegar ég fattaði að þetta væri eitthvað sem gæti hjálpað liðinu.“ Klippa: Sveindís um körfubolta og löngu innköstin En hefur Sveindís skorað beint úr innkasti? „Ekki í ellefu manna bolta en ég gerði það nokkuð oft í sjö manna bolta,“ svaraði Sveindís. Hún átti afar sterka innkomu í lið Wolfsburg og skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar liðið tryggði sér þýska meistaratitilinn um þarsíðustu helgi. Sveindís, sem er 21 árs, hefur leikið átján landsleiki og skorað sex mörk. Þá skoraði hún 24 mörk í 41 leik fyrir yngri landsliðin á sínum tíma.
Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Tengdar fréttir Bjórbað og söngur þegar Sveindís og stöllur fögnuðu langt fram á kvöld Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg fögnuðu að vonum vel í gær eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistarar í fótbolta þrátt fyrir harða samkeppni við Bayern München. 9. maí 2022 12:30 Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Sjá meira
Bjórbað og söngur þegar Sveindís og stöllur fögnuðu langt fram á kvöld Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg fögnuðu að vonum vel í gær eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistarar í fótbolta þrátt fyrir harða samkeppni við Bayern München. 9. maí 2022 12:30