David James dáist að innköstum Sveindísar: „Rory Delap væri stoltur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. maí 2022 10:01 Sveindís Jane Jónsdóttir fagnar sigrinum á Barcelona ásamt Alexöndru Popp og Lynn Wilms. getty/Martin Rose Löng innköst Sveindísar Jane Jónsdóttur halda áfram að vekja mikla athygli. Meðal þeirra sem dáist að þeim er fyrrverandi markvörður enska landsliðsins. David James, einn leikjahæsti markvörður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, fylgdist með seinni leik Wolfsburg og Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á föstudaginn. Wolfsburg vann leikinn 2-0 og varð þar með fyrsta liðið til að sigra Barcelona á tímabilinu. Sveindís lék allan leikinn fyrir Wolfsburg og langt innkast hennar skapaði fyrra mark leiksins. Sigurinn dugði þó skammt því Barcelona vann fyrri leikinn, 5-1, og einvígið, 5-3 samanlagt. James var dolfallinn þegar hann sá Sveindísi grýta boltanum langt inn á vítateig Börsunga og deildi myndbandi af einu innkasti hennar á Twitter. Wow! Jonsdottir of @VfL_Frauen with a throw Delap would be proud of #UWCL pic.twitter.com/bt983IO9ZE— David James (@jamosfoundation) April 30, 2022 „Vá! Jónsdóttir í Wolfsburg með innkast sem Rory Delap væri stoltur af,“ skrifaði James og vísaði þar til fyrrverandi leikmanns Stoke City sem var þekktur fyrir rosalega löng innköst sín. Þau voru lengi vel helsta sóknarvopn Stoke og lið vildu frekar gefa hornspyrnur en innköst við vítateig sinn gegn Stoke. Sveindís hefur verið í byrjunarliði Wolfsburg í síðustu átta leikjum liðsins. Wolfsburg er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar og komið í bikarúrslit. Óhætt er að flokka hinn 51 árs James sem Íslandsvin en hann lék með ÍBV sumarið 2013, alls 23 leiki í deild, bikar og Evrópukeppni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira
David James, einn leikjahæsti markvörður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, fylgdist með seinni leik Wolfsburg og Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á föstudaginn. Wolfsburg vann leikinn 2-0 og varð þar með fyrsta liðið til að sigra Barcelona á tímabilinu. Sveindís lék allan leikinn fyrir Wolfsburg og langt innkast hennar skapaði fyrra mark leiksins. Sigurinn dugði þó skammt því Barcelona vann fyrri leikinn, 5-1, og einvígið, 5-3 samanlagt. James var dolfallinn þegar hann sá Sveindísi grýta boltanum langt inn á vítateig Börsunga og deildi myndbandi af einu innkasti hennar á Twitter. Wow! Jonsdottir of @VfL_Frauen with a throw Delap would be proud of #UWCL pic.twitter.com/bt983IO9ZE— David James (@jamosfoundation) April 30, 2022 „Vá! Jónsdóttir í Wolfsburg með innkast sem Rory Delap væri stoltur af,“ skrifaði James og vísaði þar til fyrrverandi leikmanns Stoke City sem var þekktur fyrir rosalega löng innköst sín. Þau voru lengi vel helsta sóknarvopn Stoke og lið vildu frekar gefa hornspyrnur en innköst við vítateig sinn gegn Stoke. Sveindís hefur verið í byrjunarliði Wolfsburg í síðustu átta leikjum liðsins. Wolfsburg er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar og komið í bikarúrslit. Óhætt er að flokka hinn 51 árs James sem Íslandsvin en hann lék með ÍBV sumarið 2013, alls 23 leiki í deild, bikar og Evrópukeppni.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira