Fannst ömurlegt á körfuboltaæfingum og veit ekki hvaðan löngu innköstin komu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. maí 2022 09:00 Sveindís Jane Jónsdóttir tekur eitt af sínum gríðar löngu innköstum. vísir/Hulda Margrét Sveindís Jane Jónsdóttir, nýkrýndur Þýskalandsmeistari, veit ekki hvaðan hæfileiki hennar til að grýta boltanum langt inn í vítateig andstæðinganna kemur. Í yngri flokkunum stundaði hún það að kasta boltanum í mótherja og inn. Hæfileikinn kemur allavega ekki úr körfuboltanum. Þótt Keflavík, heimabær Sveindísar, sé þekktur körfuboltabær fann hún sig ekki á parketinu. „Ég hef bara æft fótbolta. Ég byrjaði þegar ég var níu ára. Ég gerði ótrúlega lítið þegar ég var krakki og var eitthvað löt. Ég fór í fótboltann út af vinkonum mínum úr grunnskólanum. En ég fór á tvær körfuboltaæfingar, fannst það ömurlegt og hélt ekki áfram,“ sagði Sveindís í léttum dúr í samtali við blaðamann Vísis í Tékklandi í síðasta mánuði. Sveindís er þekkt fyrir löngu innköstin sín sem hafa vakið heimsathygli enda hefur hún meðal annars beitt þeim með Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu. Keflvíkingurinn uppgötvaði þennan hæfileika nánast óvart. „Ég veit það í alvöru ekki. Ég hef fengið þessa spurningu áður. Ég held ég hafi uppgötvað þetta í einhverjum leik í 6. flokki. Þá kastaði ég langt, í markmanninn og skoraði þannig. Og ég stundaði þetta á mótum, að negla í markmanninn,“ sagði Sveindís. „Ég man ekki einu sinni eftir augnablikinu þar sem ég fattaði að ég gæti þetta. En ég æfði þetta líka þegar ég fattaði að þetta væri eitthvað sem gæti hjálpað liðinu.“ Klippa: Sveindís um körfubolta og löngu innköstin En hefur Sveindís skorað beint úr innkasti? „Ekki í ellefu manna bolta en ég gerði það nokkuð oft í sjö manna bolta,“ svaraði Sveindís. Hún átti afar sterka innkomu í lið Wolfsburg og skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar liðið tryggði sér þýska meistaratitilinn um þarsíðustu helgi. Sveindís, sem er 21 árs, hefur leikið átján landsleiki og skorað sex mörk. Þá skoraði hún 24 mörk í 41 leik fyrir yngri landsliðin á sínum tíma. Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Tengdar fréttir Bjórbað og söngur þegar Sveindís og stöllur fögnuðu langt fram á kvöld Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg fögnuðu að vonum vel í gær eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistarar í fótbolta þrátt fyrir harða samkeppni við Bayern München. 9. maí 2022 12:30 Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Sjá meira
Hæfileikinn kemur allavega ekki úr körfuboltanum. Þótt Keflavík, heimabær Sveindísar, sé þekktur körfuboltabær fann hún sig ekki á parketinu. „Ég hef bara æft fótbolta. Ég byrjaði þegar ég var níu ára. Ég gerði ótrúlega lítið þegar ég var krakki og var eitthvað löt. Ég fór í fótboltann út af vinkonum mínum úr grunnskólanum. En ég fór á tvær körfuboltaæfingar, fannst það ömurlegt og hélt ekki áfram,“ sagði Sveindís í léttum dúr í samtali við blaðamann Vísis í Tékklandi í síðasta mánuði. Sveindís er þekkt fyrir löngu innköstin sín sem hafa vakið heimsathygli enda hefur hún meðal annars beitt þeim með Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu. Keflvíkingurinn uppgötvaði þennan hæfileika nánast óvart. „Ég veit það í alvöru ekki. Ég hef fengið þessa spurningu áður. Ég held ég hafi uppgötvað þetta í einhverjum leik í 6. flokki. Þá kastaði ég langt, í markmanninn og skoraði þannig. Og ég stundaði þetta á mótum, að negla í markmanninn,“ sagði Sveindís. „Ég man ekki einu sinni eftir augnablikinu þar sem ég fattaði að ég gæti þetta. En ég æfði þetta líka þegar ég fattaði að þetta væri eitthvað sem gæti hjálpað liðinu.“ Klippa: Sveindís um körfubolta og löngu innköstin En hefur Sveindís skorað beint úr innkasti? „Ekki í ellefu manna bolta en ég gerði það nokkuð oft í sjö manna bolta,“ svaraði Sveindís. Hún átti afar sterka innkomu í lið Wolfsburg og skoraði eitt mark og lagði upp annað þegar liðið tryggði sér þýska meistaratitilinn um þarsíðustu helgi. Sveindís, sem er 21 árs, hefur leikið átján landsleiki og skorað sex mörk. Þá skoraði hún 24 mörk í 41 leik fyrir yngri landsliðin á sínum tíma.
Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn Tengdar fréttir Bjórbað og söngur þegar Sveindís og stöllur fögnuðu langt fram á kvöld Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg fögnuðu að vonum vel í gær eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistarar í fótbolta þrátt fyrir harða samkeppni við Bayern München. 9. maí 2022 12:30 Mest lesið Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Sjá meira
Bjórbað og söngur þegar Sveindís og stöllur fögnuðu langt fram á kvöld Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg fögnuðu að vonum vel í gær eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistarar í fótbolta þrátt fyrir harða samkeppni við Bayern München. 9. maí 2022 12:30
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti