Sveindís Jane skoraði og lagði upp er Wolfsburg tryggði sér þýska meistaratitilinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. maí 2022 15:50 Sveindís Jane Jónsdóttir fagnar marki sínu. Christian Modla/Getty Images Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg sem vann 10-1 stórsigur á botnliði Jena í þýsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Sigurinn þýðir að Wolfsburg er Þýskalandsmeistari. Fyrir leik var ljóst að með sigri myndi Wolfsburg tryggja sér meistaratitilinn þegar ein umferð væri eftir. Botnliðið reyndist engin fyrirstaða og Wolfsburg tryggði sér titilinn með stæl. Eftir aðeins sjö mínútur lagði Sveindís Jane upp mark fyrir Ewu Pajor. Sveindís Jane bætti svo sjálf öðru marki liðsins við áður en heimaliðið skoraði þriðja markið sjálft, sjálfsmark. Sveindis Jane Alexandra Popp fagna saman.Karina Hessland-Wissel/Getty Images Staðan orðin 3-0 gestunum í vil eftir aðeins 18 mínútur en Sveindís Jane og stöllur voru hvergi nærri hættar. Felicitas Rauch skoraði fjórða markið og Lena Lattwein það fimmta áur en fyrri hálfleik var lokið, staðan 0-5 í hálfleik. Jill Roord skoraði á fyrstu mínútu síðari hálfleiks og Alexandra Popp bætti við sjöunda markinu þegar tæp klukkustund var liðin. Skömmu síðar fór Sveindís Jane af velli en mörkun hélt áfram að rigna. Botnliðinu tókst að minnka muninn tæpar tíu mínútur lifðu leiks. Leikmenn Wolfsburg tóku það ekki í mál og bættu við þremur mörkum áður en leiknum lauk. Tabea Waßmuth, Pauline Bremer og Svenja Huth með mörkin. Staðan þar með orðin 1-10 og reyndust það lokatölur leiksins. Wolfsburg þar af leiðandi Þýskalandsmeistari árið 2022. DAS IST DIE EINDEUTIGE ENTSCHEIDUNG!!! DAS IST DIE MEISTERSCHAFT!!! #FCCWOB #VfLWolfsburg pic.twitter.com/kiX7XrH5ww— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) May 8, 2022 Þýskalandsmeistarinn Sveindís Jane í baráttunni.Karina Hessland/Getty Images Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Fleiri fréttir Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Sjá meira
Fyrir leik var ljóst að með sigri myndi Wolfsburg tryggja sér meistaratitilinn þegar ein umferð væri eftir. Botnliðið reyndist engin fyrirstaða og Wolfsburg tryggði sér titilinn með stæl. Eftir aðeins sjö mínútur lagði Sveindís Jane upp mark fyrir Ewu Pajor. Sveindís Jane bætti svo sjálf öðru marki liðsins við áður en heimaliðið skoraði þriðja markið sjálft, sjálfsmark. Sveindis Jane Alexandra Popp fagna saman.Karina Hessland-Wissel/Getty Images Staðan orðin 3-0 gestunum í vil eftir aðeins 18 mínútur en Sveindís Jane og stöllur voru hvergi nærri hættar. Felicitas Rauch skoraði fjórða markið og Lena Lattwein það fimmta áur en fyrri hálfleik var lokið, staðan 0-5 í hálfleik. Jill Roord skoraði á fyrstu mínútu síðari hálfleiks og Alexandra Popp bætti við sjöunda markinu þegar tæp klukkustund var liðin. Skömmu síðar fór Sveindís Jane af velli en mörkun hélt áfram að rigna. Botnliðinu tókst að minnka muninn tæpar tíu mínútur lifðu leiks. Leikmenn Wolfsburg tóku það ekki í mál og bættu við þremur mörkum áður en leiknum lauk. Tabea Waßmuth, Pauline Bremer og Svenja Huth með mörkin. Staðan þar með orðin 1-10 og reyndust það lokatölur leiksins. Wolfsburg þar af leiðandi Þýskalandsmeistari árið 2022. DAS IST DIE EINDEUTIGE ENTSCHEIDUNG!!! DAS IST DIE MEISTERSCHAFT!!! #FCCWOB #VfLWolfsburg pic.twitter.com/kiX7XrH5ww— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) May 8, 2022 Þýskalandsmeistarinn Sveindís Jane í baráttunni.Karina Hessland/Getty Images
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Fleiri fréttir Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Sjá meira