Eignarhaldsfélag Todd Boehly, Clearlake Capital, Mark Walter og Hansjoerg Wyss hefur náð samkomulagi við Chelsea og var það staðfest í yfirlýsingu á vef félagsins rétt eftir miðnætti.
Club Statement.
— Chelsea FC (@ChelseaFC) May 7, 2022
Enska úrvalsdeildin og breska ríkið þarf að samþykkja yfirtökuna en í yfirlýsingu Chelsea er sagt að vonir standi til að gengið verði frá henni í lok mánaðarins.
Nýir eigendur Chelsea hyggjast leggja 1,75 milljarða punda til uppbyggingar á innviðum félagsins, meðal annars við leikvang félagsins, Stamford Bridge.