Rangnick segir að United þurfi að styrkja allar stöður nema markið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. maí 2022 08:31 Ralf Rangnick er sáttur með David de Gea og hina markverði Manchester United. GETTY/Robbie Jay Barratt Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, segir að styrkja þurfi allar stöður í liðinu nema markvarðastöðuna. Rangnick stýrði United í síðasta sinn á heimavelli þegar liðið vann öruggan sigur á Brentford, 3-0, í gær. United er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og spilar að öllum líkindum í Evrópudeildinni á næsta tímabili. Rangnick hættir sem stjóri United eftir tímabilið og við starfi hans tekur Erik ten Hag. Sá þýski verður United þó áfram innan handar í einhvers konar ráðgjafarhlutverki. Hann telur að bæta þurfi leikmannahóp United svo liðið geti aftur barist á toppnum. „Fyrir utan markvarðastöðuna, við erum með þrjá frábæra markverði í David de Gea, Dean Henderson og Tom Heaton, eru leikmenn í öllum öðrum stöðum á förum. Ég vil ekki einblína á sérstakar stöður en þetta þarf að gerast við allt liðið,“ sagði Rangnick eftir leikinn í gær. „Það er augljóst að nokkrir leikmenn munu fara og því þarf topp leikmenn í þeirra stað. Ef ég fulla trú á því að ef allir vinna saman getum við komið United aftur þangað sem liðið á að vera. Önnur lið þurftu bara tvo til þrjá félagaskiptaglugga til að komast í baráttuna en við þurfum topp leikmenn sem bæta liðið. Ef það gerist ætti ekki að taka svo langan tíma.“ Cristiano Ronaldo skoraði í gær og hefur verið heitur upp á síðkastið. Rangnick segir að Ten Hag ætti að halda Portúgalanum en hann þurfi meiri hjálp í framlínunni. „Cristiano er ekki framherji. Hann vill ekki spila í þeirri stöðu og til að spila miðsvæðis þarftu tvo framherja. Þegar þú horfir á fótbolta á hæsta getustigi eru ekki mörg lið sem spila með tvo framherja. Þú ert annað hvort með platframherja [e. false nine] eða þrjá framherja. Þetta snýst ekki um stöðu. Liðið þarf tvo framherja sem gera það betra,“ sagði Rangnick. United mætir Brighton og Crystal Palace á útivelli í síðustu tveimur leikjum sínum á tímabilinu. Enski boltinn Tengdar fréttir Viljum enda eins vel og mögulegt er Bruno Fernandes skoraði eitt marka Manchester United í 3-0 sigri kvöldsins á Brentford. Hann segir leikmenn liðsins vilja enda tímabilið eins vel og mögulegt er. 2. maí 2022 23:00 Ten Hag ekki enn haft samband við Rangnick: „Nokkuð viss um að hann sé með númerið mitt“ Erik ten Hag, verðandi knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ekki enn heyrt í manninum sem hann tekur við starfinu af, Ralf Rangnick. 2. maí 2022 08:00 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Sjá meira
Rangnick stýrði United í síðasta sinn á heimavelli þegar liðið vann öruggan sigur á Brentford, 3-0, í gær. United er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og spilar að öllum líkindum í Evrópudeildinni á næsta tímabili. Rangnick hættir sem stjóri United eftir tímabilið og við starfi hans tekur Erik ten Hag. Sá þýski verður United þó áfram innan handar í einhvers konar ráðgjafarhlutverki. Hann telur að bæta þurfi leikmannahóp United svo liðið geti aftur barist á toppnum. „Fyrir utan markvarðastöðuna, við erum með þrjá frábæra markverði í David de Gea, Dean Henderson og Tom Heaton, eru leikmenn í öllum öðrum stöðum á förum. Ég vil ekki einblína á sérstakar stöður en þetta þarf að gerast við allt liðið,“ sagði Rangnick eftir leikinn í gær. „Það er augljóst að nokkrir leikmenn munu fara og því þarf topp leikmenn í þeirra stað. Ef ég fulla trú á því að ef allir vinna saman getum við komið United aftur þangað sem liðið á að vera. Önnur lið þurftu bara tvo til þrjá félagaskiptaglugga til að komast í baráttuna en við þurfum topp leikmenn sem bæta liðið. Ef það gerist ætti ekki að taka svo langan tíma.“ Cristiano Ronaldo skoraði í gær og hefur verið heitur upp á síðkastið. Rangnick segir að Ten Hag ætti að halda Portúgalanum en hann þurfi meiri hjálp í framlínunni. „Cristiano er ekki framherji. Hann vill ekki spila í þeirri stöðu og til að spila miðsvæðis þarftu tvo framherja. Þegar þú horfir á fótbolta á hæsta getustigi eru ekki mörg lið sem spila með tvo framherja. Þú ert annað hvort með platframherja [e. false nine] eða þrjá framherja. Þetta snýst ekki um stöðu. Liðið þarf tvo framherja sem gera það betra,“ sagði Rangnick. United mætir Brighton og Crystal Palace á útivelli í síðustu tveimur leikjum sínum á tímabilinu.
Enski boltinn Tengdar fréttir Viljum enda eins vel og mögulegt er Bruno Fernandes skoraði eitt marka Manchester United í 3-0 sigri kvöldsins á Brentford. Hann segir leikmenn liðsins vilja enda tímabilið eins vel og mögulegt er. 2. maí 2022 23:00 Ten Hag ekki enn haft samband við Rangnick: „Nokkuð viss um að hann sé með númerið mitt“ Erik ten Hag, verðandi knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ekki enn heyrt í manninum sem hann tekur við starfinu af, Ralf Rangnick. 2. maí 2022 08:00 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Sjá meira
Viljum enda eins vel og mögulegt er Bruno Fernandes skoraði eitt marka Manchester United í 3-0 sigri kvöldsins á Brentford. Hann segir leikmenn liðsins vilja enda tímabilið eins vel og mögulegt er. 2. maí 2022 23:00
Ten Hag ekki enn haft samband við Rangnick: „Nokkuð viss um að hann sé með númerið mitt“ Erik ten Hag, verðandi knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ekki enn heyrt í manninum sem hann tekur við starfinu af, Ralf Rangnick. 2. maí 2022 08:00