Enski boltinn

Viljum enda eins vel og mögulegt er

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bruno Fernandes skoraði fyrsta mark Man United í kvöld.
Bruno Fernandes skoraði fyrsta mark Man United í kvöld. EPA-EFE/PETER POWELL

Bruno Fernandes skoraði eitt marka Manchester United í 3-0 sigri kvöldsins á Brentford. Hann segir leikmenn liðsins vilja enda tímabilið eins vel og mögulegt er.

„Síðasti heimaleikur tímabilsins, við vildum gefa stuðningsfólki okkar góð úrslit og góða frammistöðu. Við vitum að við höfum ekki verið að spila jafn vel og við ættum að gera en við náðum að enda vel á heimavelli. Við eigum tvo leiki til viðbótar sem við þurfum að einblína á þá nú,“ sagði Bruno eftir leik.

„Við vitum að við verðum að gefa stuðningsfólki okkar eitthvað, það hefur verið magnað á leiktíðinni. Við vitum að tímabilið hefur ekki verið nægilega gott en það er ekkert sem við getum gert núna nema reynt að enda það eins vel og mögulegt er. Við viljum vinna leiki og eftir það förum við að hugsa um næsta tímabil.“

„Það er komið nokkuð langt síðan ég skoraði síðast. Ég er augljóslega mjög ánægður en sú tölfræði skiptir mig litlu máli, ég vil vinna titla,“ sagði Bruno að endingu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.