Vaktin: Rússar sóttu ekkert fram í dag Hólmfríður Gísladóttir, Tryggvi Páll Tryggvason og Samúel Karl Ólason skrifa 2. maí 2022 06:51 Lík rússnesks hermanns nærri braki þyrlu sem skotin var niður nærri Makariv í norðurhluta Úkraínu. Getty/Wolfgang Schwan Um hundrað almennum borgurum var bjargað frá Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól í gær. „Tveir mánuðir af myrkri. Þegar við vorum komin í rútuna sagði ég við eiginmann minn: „Vasya, þurfum við ekki lengur að nota vasaljós til að fara á klósettið?“ segir ein þeirra sem var bjargað. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar virðiast ekki hafa reynt að sækja fram á neinni víglínu í Úkraínu í dag. Úkraínumenn eru hins vegar sagðir hafa gert vel heppnaðar gagnárásir í bæði norðri og suðri. Bandaríkjamenn segjast hafa ábyrgar heimildir fyrir því að Rússar ætli sér að reyna að innlima Donetsk og Luhansk um miðjan maí. Einnig standi til að reyna að innlima Kherson-hérað í suðurhluta Úkraínu. Brottflutningur þeirra borgara sem hafst hafa við í stálverksmiðju í Maríupol gengur hægt. Þau sem hafa verið fluttir á brott þaðan eru afar fegin að vera laus úr byrginu. Oleg Y. Tinkov, stofnandi eins stærsta banka Rússlands, segir líf sitt í hættu eftir að hann gagnrýndi innrás Rússa í Úkraínu í febrúar. Tinkov, sem var þá metinn á 9 milljarða dollara, vill ekki gefa upp hvar hann dvelur en segist hafa verið tilneyddur til að selja hlut sinn í Tinkoff eftir að stjórnvöld í Moskvu hótuðu að þjóðnýta bankann í kjölfar gagnrýninnar. Breska varnarmálaráðuneytið segir fjórðung þeirra 120 hersveita sem Rússar sendu til Úkraínu nú óbardagahæfar. Rússar hefðu sent um það bil 65 prósent landhersins til að taka þátt í innrásinni og það muni taka mörg ár að endurnýja liðsaflann. Evrópusambandið er að skoða að hætta olíuviðskiptum við Rússa fyrir árslok. Yfirhershöfðinginn Valery Gerasimov er sagður hafa heimsótt framlínu Rússa í austurhluta Úkraínu í gær. Fregnir herma að skömmu eftir að hann yfirgaf svæðið hafi Úkraínumenn gert árás á skóla í Izium, sem Rússar voru að nota sem bækistöð. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, mun funda með Andrzej Duda, forseta Póllands, í dag. Pelosi heimsótti Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar neðri deildar Bandaríkjaþings, segir aðeins tímaspursmál hvenær Joe Biden Bandaríkjaforseti ferðast til Úkraínu. Selenskí segir árásir Rússa á íbúðahverfi og vöruhús þar sem matvæli eru geymd sönnun þess að stríði snúist um útrýmingu Úkraínumanna. Rússar segjast hafa ráðist á flugvöll nærri Odesu á laugardag. Þar hafi þeir eyðilagt flugbraut og flugskýli þar sem Úkraínumenn geymdu vopn frá Evrópu og Bandaríkjunum. Vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar virðiast ekki hafa reynt að sækja fram á neinni víglínu í Úkraínu í dag. Úkraínumenn eru hins vegar sagðir hafa gert vel heppnaðar gagnárásir í bæði norðri og suðri. Bandaríkjamenn segjast hafa ábyrgar heimildir fyrir því að Rússar ætli sér að reyna að innlima Donetsk og Luhansk um miðjan maí. Einnig standi til að reyna að innlima Kherson-hérað í suðurhluta Úkraínu. Brottflutningur þeirra borgara sem hafst hafa við í stálverksmiðju í Maríupol gengur hægt. Þau sem hafa verið fluttir á brott þaðan eru afar fegin að vera laus úr byrginu. Oleg Y. Tinkov, stofnandi eins stærsta banka Rússlands, segir líf sitt í hættu eftir að hann gagnrýndi innrás Rússa í Úkraínu í febrúar. Tinkov, sem var þá metinn á 9 milljarða dollara, vill ekki gefa upp hvar hann dvelur en segist hafa verið tilneyddur til að selja hlut sinn í Tinkoff eftir að stjórnvöld í Moskvu hótuðu að þjóðnýta bankann í kjölfar gagnrýninnar. Breska varnarmálaráðuneytið segir fjórðung þeirra 120 hersveita sem Rússar sendu til Úkraínu nú óbardagahæfar. Rússar hefðu sent um það bil 65 prósent landhersins til að taka þátt í innrásinni og það muni taka mörg ár að endurnýja liðsaflann. Evrópusambandið er að skoða að hætta olíuviðskiptum við Rússa fyrir árslok. Yfirhershöfðinginn Valery Gerasimov er sagður hafa heimsótt framlínu Rússa í austurhluta Úkraínu í gær. Fregnir herma að skömmu eftir að hann yfirgaf svæðið hafi Úkraínumenn gert árás á skóla í Izium, sem Rússar voru að nota sem bækistöð. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, mun funda með Andrzej Duda, forseta Póllands, í dag. Pelosi heimsótti Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta í Kænugarði í gær. Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar neðri deildar Bandaríkjaþings, segir aðeins tímaspursmál hvenær Joe Biden Bandaríkjaforseti ferðast til Úkraínu. Selenskí segir árásir Rússa á íbúðahverfi og vöruhús þar sem matvæli eru geymd sönnun þess að stríði snúist um útrýmingu Úkraínumanna. Rússar segjast hafa ráðist á flugvöll nærri Odesu á laugardag. Þar hafi þeir eyðilagt flugbraut og flugskýli þar sem Úkraínumenn geymdu vopn frá Evrópu og Bandaríkjunum. Vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira