Enski boltinn

Burnl­ey sendi Wat­ford svo gott sem niður | Norwich fallið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Josh Brownhill skoraði sigurmark Burnley
Josh Brownhill skoraði sigurmark Burnley Julian Finney/Getty Images

Fjórum leikjum í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka. Burnley vann lífsnauðsynlegan sigur á Watford sem svo gott sem sendir Watford niður um deild. Þá er Norwich City fallið úr ensku úrvalsdeildinni.

James Tarkowski varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í upphafi leiks og var Watford 1-0 yfir allt þangað til á 83. mínútu leiksins. Jack Cork jafnaði metin og Josh Brownhill tryggði Burnley svo dýrmætan sigur örskömmu síðar.

Lokatölur 2-1 og Burnley með lífsnauðsynlegan sigur í fallbaráttunni. Á sama tíma er Watford svo gott sem fallið.

Aston Villa vann 2-0 sigur á Norwcich sem þýðir að Kanarífuglarnir eru fallnir. Ollie Watkins og Danny Ings með mörkin.

Wilf Zaha tryggði Crystal Palace dramatískan 2-1 útisigur á Southampton eftir að Oriol Romeu kom heimamönnum yfir snemma leiks. Eberchi Eze jafnaði metin eftir klukkutíma og Zaha skorai þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Að lokum vann Brighton & Hove Albion 3-0 útisigur á Wolves. Alexis Mac Allister kom Brighton yfir með marki úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks eftir að hafa brennt af einni slíkri fyrr í leiknum. Leandro Trossard bætti við öðru markinu og Yves Bissouma því þriðja.

Norwich er á botninum með 21 stig og Watford sæti ofar með stigi meira. Watford á tölfræðilegan möguleika en þá þurfa bæði Everton og Leeds United að tapa rest.

Everton er með 29 stig og tvo leiki til góðaá Watford á meðan Leeds er með 34 líkt og Burnley en leik til góða á bæði Burnley og Everton.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.