Richarli­s­on hetja E­ver­ton

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hetja Everton-manna í dag.
Hetja Everton-manna í dag. James Gill/Getty Images

Everton vann óvæntan 1-0 sigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Brasilíumaðurinn Richarlison með sigurmarkið.

Bæði lið eru í brekku, á meðan Everton er í bullandi fallbaráttu þá virðast möguleg eigendaskipti hafa áhrif á Chelsea sem hefur hvorki verið fugl né fiskur að undanförnu.

Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað en alls fór gult spjald á loft fimm sinnum, staðan hins vegar markalaus er liðin gengu til búningsherbergja.

Í upphafi síðari hálfleiks fengu heimamenn gjöf sem Richarlison gat ekki neitað, hann fékk dauðafæri á silfurfati og brást ekki bogalistin. Staðan orðin 1-0 heimamönnum í vil og reyndust það lokatölur leiksins.

Everton er enn í fallsæti en liðið er nú aðeins tveimur stigum á eftir Leeds United og Burnley þegar það á leik til góða. Chelsea er í 3. sæti með fimm stigum meira en Tottenham Hotspur.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira