Meirihluti vændismála felldur niður Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. apríl 2022 19:10 Sjötíu og sex prósent vændismála voru felld niður fyrir tveimur árum og yfir helmingur í fyrra. vísir/Rúnar Meirihluti vændiskaupamála sem hafa ratað á borð lögreglu á liðnum árum hefur verið felldur niður og á síðustu tveimur árum endaði einungis fjórðungur með sekt eða ákæru. Ríkislögreglustjóri segir forgangsraðað í þágu mála þar sem grunur er um mansal. Vændiskaupamálum á borði lögreglu hefur fjölgað á liðnum árum þrátt fyrir að teljast enn ekki ýkja mörg. Fjöldinn var í lágmarki árin 2016 til 2017 en fjölgaði verulega árið 2019 vegna átaks gegn vændis. Málin voru 33 fyrir tveimur árum og 39 í fyrra. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri segir málafjöldann velta á önnum hjá lögreglu. „Þetta eru frumkvæðisverkefni og síðastliðin ár hafa verið þannig að við höfum verið með talsvert mörg verkefni. Covid, eldgos og ýmsilegt fleira.“ Enn færri mál enda með sekt eða ákæru. Fyrir tveimur árum voru 76 prósent þeirra felld niður og í fyrra rúmur helmingur. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.vísir Myndirðu vilja að það væri hægt að leggja meiri áherslu á þessi mál? „Við erum alltaf með forgangsröðun ogþað er þetta mansal sem við höfum áhyggjur af. Það er þessi hagnýting á líkama annarrar manneskju sem á ekki að eiga sér stað. Síðan er bara allt önnur staða þegar fólk af fúsum og frjálsum vilja fær fjármagnið til sín.“ Í Kompás var rætt við meðlimi Rauðu regnhlífarinnar sem eru hagsmunasamtök fólks í kynlífsvinnu og berjast fyrir afglæpavæðingu á vændi með vísan til sjónarmiða um skaðaminnkun. Þau segja fólk sem í kynlífsþjónustu oft hika við að leita til lögreglu - og sé þá jafnvel hrætt um að missa lífsviðurværið. „Við höfum fengið sögur um að fólk segir ekki frá ofbeldi sem það verður fyrir af því það er hrætt við að vera vaktað hjá lögreglu eða hrætt við hræðilegt viðmót,“ sagði Logn, meðlimur Rauðu regnhlífarinnar í Kompás. Sigríður segir lögreglu eiga að fylgja ákveðnum ferlum þegar leitað sé til þeirra vegna ofbeldis - sama hver það sé. „Hins vegar get ég ekki útilokað að upplýsingar séu nýttar í þeim tilgangi að ná í ólöglega kaupendur. Við getum ekki útilokað það. En það á ekki að tengja þetta tvennt saman. Ofbeldi er ofbeldi. Hvort sem þú ert að selja kynlífsþjónustu eða vinnur í bakarí. Það á ekki að breyta neinu.“ Kompás Vændi Lögreglumál Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Vændiskaupamálum á borði lögreglu hefur fjölgað á liðnum árum þrátt fyrir að teljast enn ekki ýkja mörg. Fjöldinn var í lágmarki árin 2016 til 2017 en fjölgaði verulega árið 2019 vegna átaks gegn vændis. Málin voru 33 fyrir tveimur árum og 39 í fyrra. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri segir málafjöldann velta á önnum hjá lögreglu. „Þetta eru frumkvæðisverkefni og síðastliðin ár hafa verið þannig að við höfum verið með talsvert mörg verkefni. Covid, eldgos og ýmsilegt fleira.“ Enn færri mál enda með sekt eða ákæru. Fyrir tveimur árum voru 76 prósent þeirra felld niður og í fyrra rúmur helmingur. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.vísir Myndirðu vilja að það væri hægt að leggja meiri áherslu á þessi mál? „Við erum alltaf með forgangsröðun ogþað er þetta mansal sem við höfum áhyggjur af. Það er þessi hagnýting á líkama annarrar manneskju sem á ekki að eiga sér stað. Síðan er bara allt önnur staða þegar fólk af fúsum og frjálsum vilja fær fjármagnið til sín.“ Í Kompás var rætt við meðlimi Rauðu regnhlífarinnar sem eru hagsmunasamtök fólks í kynlífsvinnu og berjast fyrir afglæpavæðingu á vændi með vísan til sjónarmiða um skaðaminnkun. Þau segja fólk sem í kynlífsþjónustu oft hika við að leita til lögreglu - og sé þá jafnvel hrætt um að missa lífsviðurværið. „Við höfum fengið sögur um að fólk segir ekki frá ofbeldi sem það verður fyrir af því það er hrætt við að vera vaktað hjá lögreglu eða hrætt við hræðilegt viðmót,“ sagði Logn, meðlimur Rauðu regnhlífarinnar í Kompás. Sigríður segir lögreglu eiga að fylgja ákveðnum ferlum þegar leitað sé til þeirra vegna ofbeldis - sama hver það sé. „Hins vegar get ég ekki útilokað að upplýsingar séu nýttar í þeim tilgangi að ná í ólöglega kaupendur. Við getum ekki útilokað það. En það á ekki að tengja þetta tvennt saman. Ofbeldi er ofbeldi. Hvort sem þú ert að selja kynlífsþjónustu eða vinnur í bakarí. Það á ekki að breyta neinu.“
Kompás Vændi Lögreglumál Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira