Meirihluti vændismála felldur niður Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. apríl 2022 19:10 Sjötíu og sex prósent vændismála voru felld niður fyrir tveimur árum og yfir helmingur í fyrra. vísir/Rúnar Meirihluti vændiskaupamála sem hafa ratað á borð lögreglu á liðnum árum hefur verið felldur niður og á síðustu tveimur árum endaði einungis fjórðungur með sekt eða ákæru. Ríkislögreglustjóri segir forgangsraðað í þágu mála þar sem grunur er um mansal. Vændiskaupamálum á borði lögreglu hefur fjölgað á liðnum árum þrátt fyrir að teljast enn ekki ýkja mörg. Fjöldinn var í lágmarki árin 2016 til 2017 en fjölgaði verulega árið 2019 vegna átaks gegn vændis. Málin voru 33 fyrir tveimur árum og 39 í fyrra. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri segir málafjöldann velta á önnum hjá lögreglu. „Þetta eru frumkvæðisverkefni og síðastliðin ár hafa verið þannig að við höfum verið með talsvert mörg verkefni. Covid, eldgos og ýmsilegt fleira.“ Enn færri mál enda með sekt eða ákæru. Fyrir tveimur árum voru 76 prósent þeirra felld niður og í fyrra rúmur helmingur. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.vísir Myndirðu vilja að það væri hægt að leggja meiri áherslu á þessi mál? „Við erum alltaf með forgangsröðun ogþað er þetta mansal sem við höfum áhyggjur af. Það er þessi hagnýting á líkama annarrar manneskju sem á ekki að eiga sér stað. Síðan er bara allt önnur staða þegar fólk af fúsum og frjálsum vilja fær fjármagnið til sín.“ Í Kompás var rætt við meðlimi Rauðu regnhlífarinnar sem eru hagsmunasamtök fólks í kynlífsvinnu og berjast fyrir afglæpavæðingu á vændi með vísan til sjónarmiða um skaðaminnkun. Þau segja fólk sem í kynlífsþjónustu oft hika við að leita til lögreglu - og sé þá jafnvel hrætt um að missa lífsviðurværið. „Við höfum fengið sögur um að fólk segir ekki frá ofbeldi sem það verður fyrir af því það er hrætt við að vera vaktað hjá lögreglu eða hrætt við hræðilegt viðmót,“ sagði Logn, meðlimur Rauðu regnhlífarinnar í Kompás. Sigríður segir lögreglu eiga að fylgja ákveðnum ferlum þegar leitað sé til þeirra vegna ofbeldis - sama hver það sé. „Hins vegar get ég ekki útilokað að upplýsingar séu nýttar í þeim tilgangi að ná í ólöglega kaupendur. Við getum ekki útilokað það. En það á ekki að tengja þetta tvennt saman. Ofbeldi er ofbeldi. Hvort sem þú ert að selja kynlífsþjónustu eða vinnur í bakarí. Það á ekki að breyta neinu.“ Kompás Vændi Lögreglumál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Vændiskaupamálum á borði lögreglu hefur fjölgað á liðnum árum þrátt fyrir að teljast enn ekki ýkja mörg. Fjöldinn var í lágmarki árin 2016 til 2017 en fjölgaði verulega árið 2019 vegna átaks gegn vændis. Málin voru 33 fyrir tveimur árum og 39 í fyrra. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri segir málafjöldann velta á önnum hjá lögreglu. „Þetta eru frumkvæðisverkefni og síðastliðin ár hafa verið þannig að við höfum verið með talsvert mörg verkefni. Covid, eldgos og ýmsilegt fleira.“ Enn færri mál enda með sekt eða ákæru. Fyrir tveimur árum voru 76 prósent þeirra felld niður og í fyrra rúmur helmingur. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.vísir Myndirðu vilja að það væri hægt að leggja meiri áherslu á þessi mál? „Við erum alltaf með forgangsröðun ogþað er þetta mansal sem við höfum áhyggjur af. Það er þessi hagnýting á líkama annarrar manneskju sem á ekki að eiga sér stað. Síðan er bara allt önnur staða þegar fólk af fúsum og frjálsum vilja fær fjármagnið til sín.“ Í Kompás var rætt við meðlimi Rauðu regnhlífarinnar sem eru hagsmunasamtök fólks í kynlífsvinnu og berjast fyrir afglæpavæðingu á vændi með vísan til sjónarmiða um skaðaminnkun. Þau segja fólk sem í kynlífsþjónustu oft hika við að leita til lögreglu - og sé þá jafnvel hrætt um að missa lífsviðurværið. „Við höfum fengið sögur um að fólk segir ekki frá ofbeldi sem það verður fyrir af því það er hrætt við að vera vaktað hjá lögreglu eða hrætt við hræðilegt viðmót,“ sagði Logn, meðlimur Rauðu regnhlífarinnar í Kompás. Sigríður segir lögreglu eiga að fylgja ákveðnum ferlum þegar leitað sé til þeirra vegna ofbeldis - sama hver það sé. „Hins vegar get ég ekki útilokað að upplýsingar séu nýttar í þeim tilgangi að ná í ólöglega kaupendur. Við getum ekki útilokað það. En það á ekki að tengja þetta tvennt saman. Ofbeldi er ofbeldi. Hvort sem þú ert að selja kynlífsþjónustu eða vinnur í bakarí. Það á ekki að breyta neinu.“
Kompás Vændi Lögreglumál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent