Meirihluti vændismála felldur niður Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. apríl 2022 19:10 Sjötíu og sex prósent vændismála voru felld niður fyrir tveimur árum og yfir helmingur í fyrra. vísir/Rúnar Meirihluti vændiskaupamála sem hafa ratað á borð lögreglu á liðnum árum hefur verið felldur niður og á síðustu tveimur árum endaði einungis fjórðungur með sekt eða ákæru. Ríkislögreglustjóri segir forgangsraðað í þágu mála þar sem grunur er um mansal. Vændiskaupamálum á borði lögreglu hefur fjölgað á liðnum árum þrátt fyrir að teljast enn ekki ýkja mörg. Fjöldinn var í lágmarki árin 2016 til 2017 en fjölgaði verulega árið 2019 vegna átaks gegn vændis. Málin voru 33 fyrir tveimur árum og 39 í fyrra. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri segir málafjöldann velta á önnum hjá lögreglu. „Þetta eru frumkvæðisverkefni og síðastliðin ár hafa verið þannig að við höfum verið með talsvert mörg verkefni. Covid, eldgos og ýmsilegt fleira.“ Enn færri mál enda með sekt eða ákæru. Fyrir tveimur árum voru 76 prósent þeirra felld niður og í fyrra rúmur helmingur. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.vísir Myndirðu vilja að það væri hægt að leggja meiri áherslu á þessi mál? „Við erum alltaf með forgangsröðun ogþað er þetta mansal sem við höfum áhyggjur af. Það er þessi hagnýting á líkama annarrar manneskju sem á ekki að eiga sér stað. Síðan er bara allt önnur staða þegar fólk af fúsum og frjálsum vilja fær fjármagnið til sín.“ Í Kompás var rætt við meðlimi Rauðu regnhlífarinnar sem eru hagsmunasamtök fólks í kynlífsvinnu og berjast fyrir afglæpavæðingu á vændi með vísan til sjónarmiða um skaðaminnkun. Þau segja fólk sem í kynlífsþjónustu oft hika við að leita til lögreglu - og sé þá jafnvel hrætt um að missa lífsviðurværið. „Við höfum fengið sögur um að fólk segir ekki frá ofbeldi sem það verður fyrir af því það er hrætt við að vera vaktað hjá lögreglu eða hrætt við hræðilegt viðmót,“ sagði Logn, meðlimur Rauðu regnhlífarinnar í Kompás. Sigríður segir lögreglu eiga að fylgja ákveðnum ferlum þegar leitað sé til þeirra vegna ofbeldis - sama hver það sé. „Hins vegar get ég ekki útilokað að upplýsingar séu nýttar í þeim tilgangi að ná í ólöglega kaupendur. Við getum ekki útilokað það. En það á ekki að tengja þetta tvennt saman. Ofbeldi er ofbeldi. Hvort sem þú ert að selja kynlífsþjónustu eða vinnur í bakarí. Það á ekki að breyta neinu.“ Kompás Vændi Lögreglumál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Vændiskaupamálum á borði lögreglu hefur fjölgað á liðnum árum þrátt fyrir að teljast enn ekki ýkja mörg. Fjöldinn var í lágmarki árin 2016 til 2017 en fjölgaði verulega árið 2019 vegna átaks gegn vændis. Málin voru 33 fyrir tveimur árum og 39 í fyrra. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri segir málafjöldann velta á önnum hjá lögreglu. „Þetta eru frumkvæðisverkefni og síðastliðin ár hafa verið þannig að við höfum verið með talsvert mörg verkefni. Covid, eldgos og ýmsilegt fleira.“ Enn færri mál enda með sekt eða ákæru. Fyrir tveimur árum voru 76 prósent þeirra felld niður og í fyrra rúmur helmingur. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.vísir Myndirðu vilja að það væri hægt að leggja meiri áherslu á þessi mál? „Við erum alltaf með forgangsröðun ogþað er þetta mansal sem við höfum áhyggjur af. Það er þessi hagnýting á líkama annarrar manneskju sem á ekki að eiga sér stað. Síðan er bara allt önnur staða þegar fólk af fúsum og frjálsum vilja fær fjármagnið til sín.“ Í Kompás var rætt við meðlimi Rauðu regnhlífarinnar sem eru hagsmunasamtök fólks í kynlífsvinnu og berjast fyrir afglæpavæðingu á vændi með vísan til sjónarmiða um skaðaminnkun. Þau segja fólk sem í kynlífsþjónustu oft hika við að leita til lögreglu - og sé þá jafnvel hrætt um að missa lífsviðurværið. „Við höfum fengið sögur um að fólk segir ekki frá ofbeldi sem það verður fyrir af því það er hrætt við að vera vaktað hjá lögreglu eða hrætt við hræðilegt viðmót,“ sagði Logn, meðlimur Rauðu regnhlífarinnar í Kompás. Sigríður segir lögreglu eiga að fylgja ákveðnum ferlum þegar leitað sé til þeirra vegna ofbeldis - sama hver það sé. „Hins vegar get ég ekki útilokað að upplýsingar séu nýttar í þeim tilgangi að ná í ólöglega kaupendur. Við getum ekki útilokað það. En það á ekki að tengja þetta tvennt saman. Ofbeldi er ofbeldi. Hvort sem þú ert að selja kynlífsþjónustu eða vinnur í bakarí. Það á ekki að breyta neinu.“
Kompás Vændi Lögreglumál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira