Þjóðverjum ekki hlátur í hug yfir lestarsögu Glódísar Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2022 15:01 Gleðin var við völd í spjalli Íslendingatríósins við fulltrúa Bayern München. skjáskot/fcbayern.com Íslendingarnir þrír í liði Bayern München voru í stórskemmtilegu viðtali við heimasíðu félagsins þar sem þær ræddu um lífið í þýsku stórborginni, þá merkilegu staðreynd að í liðinu séu þrír Íslendingar, og hvers þær söknuðu frá Íslandi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru allar leikmenn Bayern sem er eitt af bestu félagsliðum Evrópu. Þær mættu saman í viðtal hjá Bayern sem sjá má hér, og höfðu húmorinn í lagi þegar þær svöruðu spurningunum. Þær voru meðal annars spurðar um muninn á Íslendingum og Þjóðverjum. Cecilía útskýrði að Þjóðverjar væru talsvert „rúðustrikaðri“ en Íslendingar og Karólína bætti við að Þjóðverjar færu meira eftir leiðbeiningum á meðan að Íslendingar lifðu eftir „þetta reddast“-mottóinu. Glódís tók svo dæmi um muninn á þjóðunum: „Við vorum að keyra í mat með liðinu. Ég var við stýrið og stundum fer maður ranga leið, og fyrir slysni ók ég bílnum út á lestarteina. Við Íslendingarnir hlógum að þessu og fannst þetta þvílíkt fyndið en Mala [Grohs, þýskur leikmaður Bayern] var svo að segja stelpunum í liðinu frá þessu og þær voru bara: „Ha? Ókuð þið út á lestarteina?!“ Grafalvarlegar. Við reyndum að útskýra að þetta væri bara fyndið. Lestin þurfti að stoppa og hann [lestarstjórinn] var að segja okkur að snúa við og fara til baka,“ sagði Glódís skellihlæjandi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var fyrst af Íslendingunum þremur til að koma til Bayern, í janúar í fyrra, og nýverið framlengdi hún samning sinn við félagið til 2025.Getty/Daniel Kopatsch Bayern til umræðu í landsliðsferðum Það vekur óneitanlega athygli að í frábærum leikmannahópi Bayern séu þrír leikmenn frá 360.000 manna þjóð á borð við Ísland: „Ég held að þeir hafi verið að reyna að halda mér lengur hérna og þess vegna fá þeir alltaf fleiri og fleiri Íslendinga,“ sagði Karólína létt í bragði. „Já og núna erum við þrjár svo að 10 prósent Íslendinga eru hérna,“ bætti Glódís við hlæjandi. Þær segjast vissulega fá spurningar um Bayern í landsliðsferðum: „Já, enda er Bayern eitt af stóru liðunum. Glódís spurði mig hvernig allt væri hérna og ég sagði mína skoðun og núna er hún hérna. Svo erum við núna með Cecilíu í markinu. Þær spyrja alveg spurninga en ég er ekki bara að segja öllum að koma,“ sagði Karólína létt. „Þjálfararnir ráða þessu,“ bætti hún við. Glódís Perla Viggósdóttir hefur fest sig í sessi í vörn Bayern á sinni fyrstu leiktíð hjá félaginu.Getty/Roland Krivec Sagði að jafnvel Bieber fengi að vera í friði á Íslandi Þá voru þær spurðar hvort að þær fyndu fyrir því að vera frægar á Íslandi en svöruðu því neitandi. „Íslendingar eru svo afslappaðir að það skiptir ekki máli hver þú ert. Jafnvel ef að Justin Bieber kemur þá láta hann allir í friði bara,“ sagði Karólína. „Það er lítið um það á Íslandi að verið sé að gera mikið úr frægu fólki. Ég held að við séum bara þannig, róleg og afslöppuð yfir þessu. Það er mjög algengt að frægt fólk komi til Íslands því það veit að það fær að vera í friði. Þess vegna veit maður lítið um það hvort að fólk veit hver maður er eða ekki,“ sagði Glódís. Viðtalið má sjá í heild sinni með því að smella hér. Þýski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi Sjá meira
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru allar leikmenn Bayern sem er eitt af bestu félagsliðum Evrópu. Þær mættu saman í viðtal hjá Bayern sem sjá má hér, og höfðu húmorinn í lagi þegar þær svöruðu spurningunum. Þær voru meðal annars spurðar um muninn á Íslendingum og Þjóðverjum. Cecilía útskýrði að Þjóðverjar væru talsvert „rúðustrikaðri“ en Íslendingar og Karólína bætti við að Þjóðverjar færu meira eftir leiðbeiningum á meðan að Íslendingar lifðu eftir „þetta reddast“-mottóinu. Glódís tók svo dæmi um muninn á þjóðunum: „Við vorum að keyra í mat með liðinu. Ég var við stýrið og stundum fer maður ranga leið, og fyrir slysni ók ég bílnum út á lestarteina. Við Íslendingarnir hlógum að þessu og fannst þetta þvílíkt fyndið en Mala [Grohs, þýskur leikmaður Bayern] var svo að segja stelpunum í liðinu frá þessu og þær voru bara: „Ha? Ókuð þið út á lestarteina?!“ Grafalvarlegar. Við reyndum að útskýra að þetta væri bara fyndið. Lestin þurfti að stoppa og hann [lestarstjórinn] var að segja okkur að snúa við og fara til baka,“ sagði Glódís skellihlæjandi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var fyrst af Íslendingunum þremur til að koma til Bayern, í janúar í fyrra, og nýverið framlengdi hún samning sinn við félagið til 2025.Getty/Daniel Kopatsch Bayern til umræðu í landsliðsferðum Það vekur óneitanlega athygli að í frábærum leikmannahópi Bayern séu þrír leikmenn frá 360.000 manna þjóð á borð við Ísland: „Ég held að þeir hafi verið að reyna að halda mér lengur hérna og þess vegna fá þeir alltaf fleiri og fleiri Íslendinga,“ sagði Karólína létt í bragði. „Já og núna erum við þrjár svo að 10 prósent Íslendinga eru hérna,“ bætti Glódís við hlæjandi. Þær segjast vissulega fá spurningar um Bayern í landsliðsferðum: „Já, enda er Bayern eitt af stóru liðunum. Glódís spurði mig hvernig allt væri hérna og ég sagði mína skoðun og núna er hún hérna. Svo erum við núna með Cecilíu í markinu. Þær spyrja alveg spurninga en ég er ekki bara að segja öllum að koma,“ sagði Karólína létt. „Þjálfararnir ráða þessu,“ bætti hún við. Glódís Perla Viggósdóttir hefur fest sig í sessi í vörn Bayern á sinni fyrstu leiktíð hjá félaginu.Getty/Roland Krivec Sagði að jafnvel Bieber fengi að vera í friði á Íslandi Þá voru þær spurðar hvort að þær fyndu fyrir því að vera frægar á Íslandi en svöruðu því neitandi. „Íslendingar eru svo afslappaðir að það skiptir ekki máli hver þú ert. Jafnvel ef að Justin Bieber kemur þá láta hann allir í friði bara,“ sagði Karólína. „Það er lítið um það á Íslandi að verið sé að gera mikið úr frægu fólki. Ég held að við séum bara þannig, róleg og afslöppuð yfir þessu. Það er mjög algengt að frægt fólk komi til Íslands því það veit að það fær að vera í friði. Þess vegna veit maður lítið um það hvort að fólk veit hver maður er eða ekki,“ sagði Glódís. Viðtalið má sjá í heild sinni með því að smella hér.
Þýski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi Sjá meira