Vaktin: Segir raunverulega hættu á kjarnorkustríði Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 25. apríl 2022 06:52 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. AP/Alexander Zemlianichenko Fulltrúar Bandaríkjanna og Úkraínu ræddu meðal annars leiðir fyrir Úkraínu til að vinna stríðið við Rússa og tilhögun öryggismála til framtíðar, þegar þeir funduðu í Kænugarði í gær. Í bandarísku sendinefndinni voru meðal annarra Antony Blinken utanríkisráðherra og Lloyd Austin varnarmálaráðherra. Austin ræddi við blaðamenn við landamæri Úkraínu og Póllands í morgun en á morgun heldur hann til Þýskalands, þar sem fleiri fundir eru á dagskrá. Fréttastofa Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, segir að hættan á kjarnorkustyrjöld brjótist út vegna átakana í Úkraínu sé bæði raunveruleg og alvarleg. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun útnefna sendiherra sinn í Úkraínu á næstunni en Bandaríkjamenn greindu frá því gær að sendifulltrúar þeirra í landinu myndu snúa aftur þangað í þessari viku. Sendiráð Bandaríkjanna í Kænugarði verður áfram lokað en Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, greindi frá því að sendiráð Bretlands í borginni yrði opnað á ný í þessari viku. Breska varnarmálaráðuneytið segir að sú staðreynd að rússnesk hermálayfirvöld munu sjá um bótagreiðslur til handa fjölskyldum sem hafa misst ástvini í stríðinu frekar en borgaraleg stofnun, benda til þess að hylma eigi yfir raunverulegan fjölda þeirra sem hafa fallið. Eldur logar í olíubirgðastöð í Bryansk í Rússlandi, sem er um hundrað kílómetra norður af landamærunum að Úkraínu. Engar upplýsingar liggja fyrir um orsök eldsins. Borgaryfirvöld í Zaporizhzhia undirbúa sig nú undir mögulegar árásir en borgin er eina stórborgin í suðausturhluta Úkraínu sem er enn undir stjórn Úkraínumanna. Um 70 prósent hérðsins er á valdi Rússa. Igor Zhovkva, einn ráðgjafa Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, hefur gagnrýnt boðaðan fund Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og utanríkisráðherranum Sergei Lavrov og segir Guterres ekki hafa umboð til að tala fyrir úkraínsku þjóðina. Varnarmálaráðherra Bretar áætlar að fimmtán þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum og hátt í 600 brynvörð farartæki eyðilagst. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Í bandarísku sendinefndinni voru meðal annarra Antony Blinken utanríkisráðherra og Lloyd Austin varnarmálaráðherra. Austin ræddi við blaðamenn við landamæri Úkraínu og Póllands í morgun en á morgun heldur hann til Þýskalands, þar sem fleiri fundir eru á dagskrá. Fréttastofa Vísis, Bylgjunnar og Stöðvar 2 fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, segir að hættan á kjarnorkustyrjöld brjótist út vegna átakana í Úkraínu sé bæði raunveruleg og alvarleg. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun útnefna sendiherra sinn í Úkraínu á næstunni en Bandaríkjamenn greindu frá því gær að sendifulltrúar þeirra í landinu myndu snúa aftur þangað í þessari viku. Sendiráð Bandaríkjanna í Kænugarði verður áfram lokað en Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, greindi frá því að sendiráð Bretlands í borginni yrði opnað á ný í þessari viku. Breska varnarmálaráðuneytið segir að sú staðreynd að rússnesk hermálayfirvöld munu sjá um bótagreiðslur til handa fjölskyldum sem hafa misst ástvini í stríðinu frekar en borgaraleg stofnun, benda til þess að hylma eigi yfir raunverulegan fjölda þeirra sem hafa fallið. Eldur logar í olíubirgðastöð í Bryansk í Rússlandi, sem er um hundrað kílómetra norður af landamærunum að Úkraínu. Engar upplýsingar liggja fyrir um orsök eldsins. Borgaryfirvöld í Zaporizhzhia undirbúa sig nú undir mögulegar árásir en borgin er eina stórborgin í suðausturhluta Úkraínu sem er enn undir stjórn Úkraínumanna. Um 70 prósent hérðsins er á valdi Rússa. Igor Zhovkva, einn ráðgjafa Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, hefur gagnrýnt boðaðan fund Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, með Vladimir Pútín Rússlandsforseta og utanríkisráðherranum Sergei Lavrov og segir Guterres ekki hafa umboð til að tala fyrir úkraínsku þjóðina. Varnarmálaráðherra Bretar áætlar að fimmtán þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í átökunum og hátt í 600 brynvörð farartæki eyðilagst. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Rússland Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira