Erlent

Macron sigurvegari samkvæmt fyrstu tölum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Macron eftir að hafa kosið í dag.
Macron eftir að hafa kosið í dag. Vísir/AP

Í dag fór fram seinni umferð kosninga um Frakklandsforseta. Fyrstu tölur benda til þess að Macron nái endurkjöri. 

Kosið var á milli Emmanuel Macron, sitjandi forseta, og Marine Le Pen sem er formaður öfga-hægri flokksins National Rally. Þau mættust einnig í seinni umferð kosninganna árið 2017 og sigraði Macron þá með um 66% atkvæða.

Kjörstöðum var lokað nú klukkan 18 og hafa fyrstu tölur verið kynntar. Samkvæmt þeim mun Macron sigra kosningarnar en sem stendur er hann með 58% talinna atkvæða. BBC greinir frá þessu.

Talið er að Le Penn vilji ganga úr Evrópusambandinu á meðan Macron vill styrkja stöðu Frakklands innan sambandsins. Fylgi forsetans fór niður á leið fyrir nokkru síðan, meðal annars þar sem hann vill hækka eftirlaunaaldur í 65 ár, en hann hefur sótt í sig veðrið upp á síðkastið. 

„Ég held að stað­reynd málsins sé sú að Marine Le Pen hafi aldrei búist við því að geta sigrað for­seta­kjörið. Hennar mark­mið er í rauninni annað en það. Það er að róta svona að­eins í stjórn­málum í Frakk­landi, koma sér í á­kjósan­lega stöðu því að svo eru þing­kosningar fram undan í júní. Þannig að niður­staðan í dag gefur mikil fyrir­heit um hvernig þær kosningar eigi eftir að fara,“ segir Ei­ríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, í samtali við fréttastofu í dag. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.