Enski boltinn

Tuchel: Rudiger mun yfirgefa Chelsea

Atli Arason skrifar
Antonio Rudiger mun klæðast nýrri treyju á næsta tímabili.
Antonio Rudiger mun klæðast nýrri treyju á næsta tímabili. Getty Images

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur staðfest þá orðróma sem fjölmiðlar hafa tönglast á undanfarna mánuði um framtíð Antonio Rudiger. Leiðir þýska miðvarðarins og Chelsea munu skilja í loka tímabils.

„Við reyndum allt sem við gátum en við getum ekki barist fyrir honum lengur vegna þeirra takmarkanna sem félagið er undir og því mun hann yfirgefa félagið,“ sagði Tuchel í viðtali við Sky Sports.

Vegna þeirra takmarkanna sem Chelsea er undir eftir að allar eigur Roman Abramovich voru frystar af breska ríkinu og þ.m.t. Chelsea, þá getur liðið ekki hvorki keypt nýja leikmenn né samið upp á nýtt við núverandi leikmenn.

„Hendur okkar eru bundnar. Ég veit ekki hver niðurstaðan hefði verið án takmarkanna, það hefði verið undir Rudiger komið. Niðurstaðan er ekki skemmtileg en við tökum þessu ekki persónulega.“

Rudiger kom fyrir 29 milljónir punda frá Roma sumarið 2017 mun því yfirgefa Chelsea á frjálsri sölu. Real Madrid er talin líklegasti áfangastaður Þjóðverjans.

„Hann hefur verið algjör lykilleikmaður hjá okkur og við munum sakna hans mikið. Hann gefur fólki í kringum hann auka hugreki, það eru margir sem eru hræddir við hann. Hann spilar 55 leiki á tímabili í 90 mínútur með ótrúlegum gæðum,“ sagði Thoams Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.