Erlent

Rússar líti fram hjá nauðgunum á al­mennum borgurum

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Lögmaðurinn Baroness Kennedy of The Shaws rannsakar stríðsglæpi í Úkraínu.
Lögmaðurinn Baroness Kennedy of The Shaws rannsakar stríðsglæpi í Úkraínu. Getty/Furman

Breskur lögmaður segir að Rússar virðist „samþykkja nauðganir hljóðalaust.“ Hún segir að rússneskir hermenn njóti ákveðinnar friðhelgi, enda virðast yfirvöld í Rússlandi ekki hafa kippt sér upp við kynferðisofbeldi gegn almennum borgurum í Úkraínu.

Helena Kennedy, breskur lögmaður sem er hluti af starfshóp sem rannsakar meinta stríðsglæpi í Úkraínu, segir að sönnunargögn fyrir stríðsglæpum rússneska hersveita hafi hrannast upp.

„Nauðganir eru þekkt vopn í stríði. Hér þýðir þetta ekki að yfirmenn í hernum skipi hermönnum sínum að fara út og nauðga, heldur snýst þetta um þessa þegjandi þögn sem virðist ráðandi,“ segir Kennedy.

Fregnir hafa ítrekað borist af því að rússneskir hermenn hafi nauðgað almennum borgurum í Úkraínu. Því hafa Rússar ítrekað vísað á bug.

Kennedy segir að sönnunargögn sýni að rússneskir hermenn hafi framið mjög alvarleg brot gegn almennum borgurum síðan innrásin hófst þann 24. febrúar, fyrir tveimur mánuðum síðan. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×