Willum Þór allt í öllu hjá BATE, Glódís Perla lagði upp og Häcken vann Íslendingaslaginn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. apríl 2022 19:30 Willum Þór Willumsson í leik með U-21 árs landsliði Íslands. EPA-EFE/Tamas Vasvari Það var nóg um að vera hjá íslensku fótboltafólki í kvöld. Willum Þór Þórsson skoraði og lagði upp í Hvíta-Rússlandi. Íslendingalið Bayern München vann stórsigur og Häcken vann Íslendingaslaginn gegn Kristianstad í Svíþjóð. Willum Þór var vægast sagt allt í öllu er BATE Borisov vann 2-1 sigur á FC Gomel í úrvalsdeildinni í Hvíta-Rússlandi. Hann kom BATE yfir eftir tæpan hálftíma leik með marki úr vítaspyrnu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Hann lagði svo upp annað mark BATE svo ekki kom að sök þegar gestirnir minnkuðu muninn í uppbótartíma, lokatölur 2-1. BATE er því áfram á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir 5 leiki. Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn er Bayern München vann mikilvægan 4-0 útisigur á Jerva í von um að skáka Wolfsburg í baráttunni um þýska meistaraskjöldinn. Glódís Perla lagði upp síðasta mark Bæjara í leiknum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn af bekk Bæjara á 68. mínútu en markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir var utan hóps þar sem hún er handarbrotin. Bayern er sem stendur í 2. sæti með 49 stig, stigi minna en Wolfsburg sem trónir á toppnum með leik til góða þegar Bæjarar eiga aðeins tvo leiki eftir. Sigurinn þýðir að Bayern hefur nú þegar tryggt sér þátttöku í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Í Svíþjóð mættust Íslendingaliðin Häcken og Kristianstad. Enginn Íslendingur byrjaði leikinn en alls komur þrír inn á er Häcken vann nokkuð sannfærandi 3-1 sigur. Agla María Albertsdóttir kom inn af bekk Häcken í hálfleik og Diljá Ýr Zomers gerði slíkt hið sama eftir klukkustundarleik. Amanda Andradóttir kom inn af bekk Kristianstad skömmu síðar en þá var staðan enn 3-0. Gestirnir klóruðu í bakkann undir lok leiks en það dugði ekki til. Heimaliðið hefði getað aukið muninn enn frekar en brenndi af vítaspyrnu í uppbótartíma og lauk leiknum því með 3-1 sigri Häcken. Þegar fjórar umferðir eru búnar i sænsku úrvalsdeildinni eru Agla María og Diljá Ýr á toppnum með 10 stig á meðan lið Elísabetar Gunnarsdóttur er í 7. sæti með 5 stig. Agla María (til vinstri) og stöllur hennar fögnuðu góðum sigri í kvöld.Twitter@@bkhackenofcl Fótbolti Þýski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Fleiri fréttir Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Sjá meira
Willum Þór var vægast sagt allt í öllu er BATE Borisov vann 2-1 sigur á FC Gomel í úrvalsdeildinni í Hvíta-Rússlandi. Hann kom BATE yfir eftir tæpan hálftíma leik með marki úr vítaspyrnu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Hann lagði svo upp annað mark BATE svo ekki kom að sök þegar gestirnir minnkuðu muninn í uppbótartíma, lokatölur 2-1. BATE er því áfram á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir 5 leiki. Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn er Bayern München vann mikilvægan 4-0 útisigur á Jerva í von um að skáka Wolfsburg í baráttunni um þýska meistaraskjöldinn. Glódís Perla lagði upp síðasta mark Bæjara í leiknum. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn af bekk Bæjara á 68. mínútu en markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir var utan hóps þar sem hún er handarbrotin. Bayern er sem stendur í 2. sæti með 49 stig, stigi minna en Wolfsburg sem trónir á toppnum með leik til góða þegar Bæjarar eiga aðeins tvo leiki eftir. Sigurinn þýðir að Bayern hefur nú þegar tryggt sér þátttöku í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Í Svíþjóð mættust Íslendingaliðin Häcken og Kristianstad. Enginn Íslendingur byrjaði leikinn en alls komur þrír inn á er Häcken vann nokkuð sannfærandi 3-1 sigur. Agla María Albertsdóttir kom inn af bekk Häcken í hálfleik og Diljá Ýr Zomers gerði slíkt hið sama eftir klukkustundarleik. Amanda Andradóttir kom inn af bekk Kristianstad skömmu síðar en þá var staðan enn 3-0. Gestirnir klóruðu í bakkann undir lok leiks en það dugði ekki til. Heimaliðið hefði getað aukið muninn enn frekar en brenndi af vítaspyrnu í uppbótartíma og lauk leiknum því með 3-1 sigri Häcken. Þegar fjórar umferðir eru búnar i sænsku úrvalsdeildinni eru Agla María og Diljá Ýr á toppnum með 10 stig á meðan lið Elísabetar Gunnarsdóttur er í 7. sæti með 5 stig. Agla María (til vinstri) og stöllur hennar fögnuðu góðum sigri í kvöld.Twitter@@bkhackenofcl
Fótbolti Þýski boltinn Sænski boltinn Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Fleiri fréttir Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Sjá meira