Nýi miðbærinn á Selfossi Svansvottaður Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. apríl 2022 21:05 Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, ásamt Leó Árnasyni (fyrir miðju) og Gylfa Gíslasyni þega Svansvottunin var formlega afhent með merkjunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýi miðbærinn á Selfossi er fyrsti miðbærinn á Norðurlöndunum, sem fær Svansvottun og er það mjög mikil viðurkenning fyrir þá starfsemi, sem fer þar fram í dag. Miðbærinn er í dag á fimm þúsund og fimm hundruð fermetra svæði en nú fara framkvæmdir að hefjast við annan áfanga, sem verður um átján þúsund fermetrar. Það var hátíðleg stund í nýja miðbænum þegar Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun mætti nýlega með nokkur merki, sem staðfesta það að miðbærinn er nú með Svansvottun. Við merkjunum tóku þeir Gylfi Gíslason, forstjóri JÁVERKS en fyrirtækið hefur byggt öll húsin í miðbænum og Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtún Þróunarfélags, sem er framkvæmdaaðili nýja miðbæjarins. Svansvottun þýðir að það er búið að draga úr helstu umhverfisáhrifum af byggingum og að efnakröfur til hráefnis tryggja aukið heilnæmi fyrir bæði íbúa og iðnaðarmenn. Notuð er sérstök steypa með lægra kolefnisspori, timbur er fengið úr sjálfbærri skógrækt og gerðar eru kröfur um orkunýtni, úrgangsflokkun og endurvinnslu. Þar að auki þarf byggingin af vera af ákveðnum gæðum sem tryggir rakavarnir, loftgæði, birtuskilyrði og svo framvegis. „Já, svanurinn er alþjóðlegt umhverfismerki og hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Ég vona að þetta hafi þýðingu, bæði inn á við og út á við og ég vona að þetta smiti umhverfismiðvitund út í samfélagið, sem er mikilvæg. Þetta er mikil viðurkenning og hvatning fyrir okkur að halda áfram á þeirri braut, sem við höfum verið á,“ segir Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns Þróunarfélags. Nýi miðbærinn er fyrsti miðbærinn á Norðurlöndunum, sem fær Svansvottun og þykir það mjög mikil viðurkenning.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er nýi miðbærinn að ganga betur en Leó og forsvarsmenn verkefnisins áttu von á? „Já, þetta er að ganga mjög vel og þrátt fyrir þau áföll, sem hafa verið í samfélaginu undanfarin tvö ár þá hefur þetta gengið vonum framar og það verður mikil stemming á Selfossi í sumar. Seinni áfangi fer af stað á þessu ári og hann er tæplega 18 þúsund fermetrar og áfram munum við halda samstarfi við JÁVERK og Umhverfisstofnun um að þau hús verði einnig Svansvottuð,“ segir Leó. Framkvæmdir við annan hluta miðbæjarins fara að hefjast en það verður á um átján þúsund fermetra svæði. Bærinn, sem nú er risinn er á fimm þúsund og fimm hundruð fermetrum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Verslun Menning Umhverfismál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira
Það var hátíðleg stund í nýja miðbænum þegar Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun mætti nýlega með nokkur merki, sem staðfesta það að miðbærinn er nú með Svansvottun. Við merkjunum tóku þeir Gylfi Gíslason, forstjóri JÁVERKS en fyrirtækið hefur byggt öll húsin í miðbænum og Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtún Þróunarfélags, sem er framkvæmdaaðili nýja miðbæjarins. Svansvottun þýðir að það er búið að draga úr helstu umhverfisáhrifum af byggingum og að efnakröfur til hráefnis tryggja aukið heilnæmi fyrir bæði íbúa og iðnaðarmenn. Notuð er sérstök steypa með lægra kolefnisspori, timbur er fengið úr sjálfbærri skógrækt og gerðar eru kröfur um orkunýtni, úrgangsflokkun og endurvinnslu. Þar að auki þarf byggingin af vera af ákveðnum gæðum sem tryggir rakavarnir, loftgæði, birtuskilyrði og svo framvegis. „Já, svanurinn er alþjóðlegt umhverfismerki og hefur mikla þýðingu fyrir okkur. Ég vona að þetta hafi þýðingu, bæði inn á við og út á við og ég vona að þetta smiti umhverfismiðvitund út í samfélagið, sem er mikilvæg. Þetta er mikil viðurkenning og hvatning fyrir okkur að halda áfram á þeirri braut, sem við höfum verið á,“ segir Leó Árnason, framkvæmdastjóri Sigtúns Þróunarfélags. Nýi miðbærinn er fyrsti miðbærinn á Norðurlöndunum, sem fær Svansvottun og þykir það mjög mikil viðurkenning.Magnús Hlynur Hreiðarsson En er nýi miðbærinn að ganga betur en Leó og forsvarsmenn verkefnisins áttu von á? „Já, þetta er að ganga mjög vel og þrátt fyrir þau áföll, sem hafa verið í samfélaginu undanfarin tvö ár þá hefur þetta gengið vonum framar og það verður mikil stemming á Selfossi í sumar. Seinni áfangi fer af stað á þessu ári og hann er tæplega 18 þúsund fermetrar og áfram munum við halda samstarfi við JÁVERK og Umhverfisstofnun um að þau hús verði einnig Svansvottuð,“ segir Leó. Framkvæmdir við annan hluta miðbæjarins fara að hefjast en það verður á um átján þúsund fermetra svæði. Bærinn, sem nú er risinn er á fimm þúsund og fimm hundruð fermetrum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Verslun Menning Umhverfismál Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira