Kvika leggur til að tekið verði á máli Eggerts Gunnþórs með „viðeigandi hætti“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. apríl 2022 14:31 Eggert Gunnþór í leik með FH. Vísir/Bára Dröfn Kvika, aðalstyrktaraðili fótboltaliðs FH, hefur óskað eftir upplýsingum frá stjórn félagsins um mál Eggerts Gunnþórs Jónssonar, leikmanns liðsins, sem er sakaður um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug síðan. Frá þessu er greint á vef Fréttablaðsins. Þar segir að Kvika hafi sett sig í samband við FH en vörumerki félagsins – Auður dóttir Kviku banka – er helsti styrktaraðili Hafnarfjarðarliðsins. Fréttablaðið sendi fyrirspurn á Kviku sem Hilmar Kristinsson, verkefnastjóra rekstrar og þróunar hjá bankanum, svaraði. Þar kemur fram að Kvika hafi óskað eftir upplýsingum um stöðu mála og mögulega framvindu þess. Hilmar sagði einnig að fyrirtækið vildi að tekið yrði á málinu með „viðeigandi hætti.“ Ekki hefur þó komið til tals að rifta samningnum við knattspyrnudeild FH. Mál Eggerts Gunnþórs, og Arons Einars Gunnarssonar, hefur verið í sviðsljósinu síðan Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, velti því upp á Twitter-síðu sinni hvort það væri eðlilegt að leikmenn sem væru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis væru að byrja leiki í Bestu deildinni. Er eðlilegt að menn sem eru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis séu í byrjunarliði í @bestadeildin ?— Martin Hermannsson (@hermannsson15) April 18, 2022 Sjá einnig: Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér Eggert Gunnþór byrjaði opnunarleik deildarinnar þar sem FH tapaði 2-1 gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings. Eftir leik vildi Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, ekki tjá sig um stöðu mála og þegar Vísir reyndi að hafa samband við félagið þá var fátt um svör. FH mætir Fram á mánudag, 25. apríl, og verður áhugavert að sjá hvort Eggert Gunnþór haldi sæti sínu í liðinu eður ei. Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi FH Besta deild karla Hafnarfjörður Íslenskir bankar Tengdar fréttir „Þeir héldu bara áfram með lífið eins og ekkert hefði gerst, dauðfegnir að þurfa ekki að taka neina ábyrgð“ Fyrrverandi vinkona Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar sér eftir því að hafa tekið afstöðu með þeim og hafa logið fyrir þá. 8. desember 2021 11:00 Eggert Gunnþór hafnar alfarið ásökunum um kynferðisbrot Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, hafnar því alfarið að hafa brotið kynferðislega á konu eftir landsleik Íslendinga í Danmörku árið 2010. 22. október 2021 16:26 Guðni reyndi að koma á sáttafundi Arons og meints þolanda Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, reyndi að leiða landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og meintan þolanda hópnauðgunar í Danmörku árið 2010, saman til sáttafundar í sumar. 8. desember 2021 12:36 Hafa rætt við fjölda fólks við rannsókn málsins Ný gögn hafa komið fram í máli Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Frá þessu er greint í ítarlegri grein The Athletic um kynferðis- og ofbeldisbrot landsliðsmanna Íslands. 27. október 2021 11:44 Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Fleiri fréttir „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Fréttablaðsins. Þar segir að Kvika hafi sett sig í samband við FH en vörumerki félagsins – Auður dóttir Kviku banka – er helsti styrktaraðili Hafnarfjarðarliðsins. Fréttablaðið sendi fyrirspurn á Kviku sem Hilmar Kristinsson, verkefnastjóra rekstrar og þróunar hjá bankanum, svaraði. Þar kemur fram að Kvika hafi óskað eftir upplýsingum um stöðu mála og mögulega framvindu þess. Hilmar sagði einnig að fyrirtækið vildi að tekið yrði á málinu með „viðeigandi hætti.“ Ekki hefur þó komið til tals að rifta samningnum við knattspyrnudeild FH. Mál Eggerts Gunnþórs, og Arons Einars Gunnarssonar, hefur verið í sviðsljósinu síðan Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, velti því upp á Twitter-síðu sinni hvort það væri eðlilegt að leikmenn sem væru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis væru að byrja leiki í Bestu deildinni. Er eðlilegt að menn sem eru undir lögreglurannsókn vegna grófs kynferðisofbeldis séu í byrjunarliði í @bestadeildin ?— Martin Hermannsson (@hermannsson15) April 18, 2022 Sjá einnig: Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér Eggert Gunnþór byrjaði opnunarleik deildarinnar þar sem FH tapaði 2-1 gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings. Eftir leik vildi Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, ekki tjá sig um stöðu mála og þegar Vísir reyndi að hafa samband við félagið þá var fátt um svör. FH mætir Fram á mánudag, 25. apríl, og verður áhugavert að sjá hvort Eggert Gunnþór haldi sæti sínu í liðinu eður ei.
Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi FH Besta deild karla Hafnarfjörður Íslenskir bankar Tengdar fréttir „Þeir héldu bara áfram með lífið eins og ekkert hefði gerst, dauðfegnir að þurfa ekki að taka neina ábyrgð“ Fyrrverandi vinkona Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar sér eftir því að hafa tekið afstöðu með þeim og hafa logið fyrir þá. 8. desember 2021 11:00 Eggert Gunnþór hafnar alfarið ásökunum um kynferðisbrot Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, hafnar því alfarið að hafa brotið kynferðislega á konu eftir landsleik Íslendinga í Danmörku árið 2010. 22. október 2021 16:26 Guðni reyndi að koma á sáttafundi Arons og meints þolanda Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, reyndi að leiða landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og meintan þolanda hópnauðgunar í Danmörku árið 2010, saman til sáttafundar í sumar. 8. desember 2021 12:36 Hafa rætt við fjölda fólks við rannsókn málsins Ný gögn hafa komið fram í máli Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Frá þessu er greint í ítarlegri grein The Athletic um kynferðis- og ofbeldisbrot landsliðsmanna Íslands. 27. október 2021 11:44 Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Fleiri fréttir „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Sjá meira
„Þeir héldu bara áfram með lífið eins og ekkert hefði gerst, dauðfegnir að þurfa ekki að taka neina ábyrgð“ Fyrrverandi vinkona Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar sér eftir því að hafa tekið afstöðu með þeim og hafa logið fyrir þá. 8. desember 2021 11:00
Eggert Gunnþór hafnar alfarið ásökunum um kynferðisbrot Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður FH og fyrrverandi landsliðsmaður, hafnar því alfarið að hafa brotið kynferðislega á konu eftir landsleik Íslendinga í Danmörku árið 2010. 22. október 2021 16:26
Guðni reyndi að koma á sáttafundi Arons og meints þolanda Guðni Bergsson, þáverandi formaður KSÍ, reyndi að leiða landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og meintan þolanda hópnauðgunar í Danmörku árið 2010, saman til sáttafundar í sumar. 8. desember 2021 12:36
Hafa rætt við fjölda fólks við rannsókn málsins Ný gögn hafa komið fram í máli Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Frá þessu er greint í ítarlegri grein The Athletic um kynferðis- og ofbeldisbrot landsliðsmanna Íslands. 27. október 2021 11:44