Fótbolti

Þjálfari FH tjáir sig ekki um mál Eggerts: „Ég svara því ekki“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, vildi ekki tjá sig um þá umræðu sem skapaðist um það að Eggert Gunnþór skildi vera í byrjunarliði í kvöld.
Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, vildi ekki tjá sig um þá umræðu sem skapaðist um það að Eggert Gunnþór skildi vera í byrjunarliði í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, vildi ekki tjá sig um þá umræðu sem skapaðist í kringum leik liðsins gegn Víkingum í Bestu-deild karla í kvöld um þá staðreynd að Eggert Gunnþór Jónsson hafi verið í byrjunarliði FH-inga.

Eins og greint var frá hér á Vísi fyrr í kvöld setti Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, stórt spurningamerki við veru Eggerts á vellinum. 

Ástæða þess að Martin gagnrýndi ákvörðun Ólafs um að hafa Eggert í byrjunarliðinu er sú að Eggert var á dögunum ásakaður um gróft kynferðibrot í landsliðsferð í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug.

Ólafur var eðlilega svekktur í viðtali eftir leik, enda máttu FH-ingar þola 2-1 tap gegn ríkjandi Íslands- og bikarmeisturum Víkings.

Hann var þó að lokum spurður út í þetta mál, enda hafði skapast mikil umræða um málið á meðan að leik stóð. Ólafur var þó fljótur að svara og sagðist einfaldlega ekki svara þessu.

„Ég svara því ekki,“ sagði Ólafur áður en viðtalinu lauk.


Tengdar fréttir

Leik lokið: Víkingur - FH 2-1 | Íslandsmeistararnir hefja titilvörnina á sigri

Besta deild karla í knattspyrnu hófst í dag með opnunarleik milli Íslands- og bikarmeistara Víkinga og FH-inga úr Hafnarfirði en liðin mættust á heimavelli Víkinga í Fossvogi. Leikurinn fór fjörlega af stað og átti eftir að vera frábær skemmtun allt til lokaflautu. Víkingar fóru með sigur af hólmi, 2-1, og halda þar með sigurgöngu sinni frá síðasta tímabili áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×