Hafa rætt við fjölda fólks við rannsókn málsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2021 11:44 Aron Einar Gunnarsson og Eggert Gunnþór Jónsson voru nýbyrjaðir að spila fyrir A-landslið karla árið 2010. Vísir Ný gögn hafa komið fram í máli Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jónssonar. Frá þessu er greint í ítarlegri grein The Athletic um kynferðis- og ofbeldisbrot landsliðsmanna Íslands. Greinin birtist í morgun og er afar vegleg. Stuart James, sem skrifaði greinina ásamt Stefáni Snæ, gerði sér ferð til Íslands fyrir leikinn gegn Armeníu í undankeppni HM og ræddi við fjölda fólks um storminn sem hefur geysað um KSÍ og karlalandsliðið vegna meintra brota leikmanna þess. Meðal þeirra sem rætt er við í greininni er Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Hann staðfestir að ný gögn hafi komið fram í máli Arons Einars og Eggerts. Þeir hafa verið sakaðir um að hafa nauðgað konu eftir landsleik Íslands og Danmerkur í Kaupmannahöfn haustið 2010. Konan sagði sögu sína á samfélagsmiðlum í vor en nafngreindi ekki leikmennina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók nýverið aftur upp rannsókn á meintum brotum Arons Einars og Eggerts. Í grein The Athletic staðfestir Ævar Pálmi að lögreglan fari nú yfir nýjar upplýsingar sem fram hafi komið. „Við höfum opnað málið að nýju. Okkur hafa borist nýjar upplýsingar. Lögin heimila að mál verði tekin upp að nýju vegna sérstakra ástæðna. Við þurfum góðar ástæður og höfum þær. Nýjar upplýsingar hafa komið fram í dagsljósið. Við höfum rætt við fjölda fólks,“ sagði Ævar Pálmi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var viðtalið tekið fyrir tæpum tveimur vikum. Ævar Pálmi sagði í samtali við fréttastofu í gær að lögregla myndi ekkert tjá sig um gang mála í rannsókninni. Aron Einar og Eggert hafa báðir sent frá sér yfirlýsingar þar sem þeir hafna því að hafa brotið á konunni. Lögmaður Arons Einars vísaði í þá yfirlýsingu þegar The Athletic setti sig í samband við hann. Þar fordæmdi Aron Einar ákvörðunina um að velja hann ekki í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Armeníu og Liechtenstein í þessum mánuði. Hann sagðist hafa verið settur til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“. Aron Einar sagðist jafnframt vera saklaust fórnarlamb nýrrar útilokunarmenningar innan KSÍ. Í yfirlýsingu sinni, sem birtist á föstudaginn, sagðist Eggert þvertaka fyrir það að hafa brotið á konunni. Hann sagði það „hrikalegt áfall að vera ásakaður um hræðilegt ofbeldisbrot vegna atviks sem var svo sannarlega ekki með þeim hætti sem lýst er í fjölmiðlum.“ KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Greinin birtist í morgun og er afar vegleg. Stuart James, sem skrifaði greinina ásamt Stefáni Snæ, gerði sér ferð til Íslands fyrir leikinn gegn Armeníu í undankeppni HM og ræddi við fjölda fólks um storminn sem hefur geysað um KSÍ og karlalandsliðið vegna meintra brota leikmanna þess. Meðal þeirra sem rætt er við í greininni er Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Hann staðfestir að ný gögn hafi komið fram í máli Arons Einars og Eggerts. Þeir hafa verið sakaðir um að hafa nauðgað konu eftir landsleik Íslands og Danmerkur í Kaupmannahöfn haustið 2010. Konan sagði sögu sína á samfélagsmiðlum í vor en nafngreindi ekki leikmennina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók nýverið aftur upp rannsókn á meintum brotum Arons Einars og Eggerts. Í grein The Athletic staðfestir Ævar Pálmi að lögreglan fari nú yfir nýjar upplýsingar sem fram hafi komið. „Við höfum opnað málið að nýju. Okkur hafa borist nýjar upplýsingar. Lögin heimila að mál verði tekin upp að nýju vegna sérstakra ástæðna. Við þurfum góðar ástæður og höfum þær. Nýjar upplýsingar hafa komið fram í dagsljósið. Við höfum rætt við fjölda fólks,“ sagði Ævar Pálmi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var viðtalið tekið fyrir tæpum tveimur vikum. Ævar Pálmi sagði í samtali við fréttastofu í gær að lögregla myndi ekkert tjá sig um gang mála í rannsókninni. Aron Einar og Eggert hafa báðir sent frá sér yfirlýsingar þar sem þeir hafna því að hafa brotið á konunni. Lögmaður Arons Einars vísaði í þá yfirlýsingu þegar The Athletic setti sig í samband við hann. Þar fordæmdi Aron Einar ákvörðunina um að velja hann ekki í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Armeníu og Liechtenstein í þessum mánuði. Hann sagðist hafa verið settur til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“. Aron Einar sagðist jafnframt vera saklaust fórnarlamb nýrrar útilokunarmenningar innan KSÍ. Í yfirlýsingu sinni, sem birtist á föstudaginn, sagðist Eggert þvertaka fyrir það að hafa brotið á konunni. Hann sagði það „hrikalegt áfall að vera ásakaður um hræðilegt ofbeldisbrot vegna atviks sem var svo sannarlega ekki með þeim hætti sem lýst er í fjölmiðlum.“
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira