Serena og Lewis Hamilton hluti af hópi fjárfesta sem vill kaupa Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. apríl 2022 13:01 Lewis Hamilton og Serena Williams gætu átt lítinn hlut í Chelsea þegar félagið verður loksins selt. Eurosport Enska fótboltafélagið Chelsea er til sölu og virðist vera töluverður fjöldi fólks sem er tilbúið að festa kaup á félaginu. Það kostar hins vegar morðfjár og ekki margir sem geta keypt það án þess að fá utanaðkomandi aðstoð. Þar koma tennisdrottningin Serena Williams og eitt albesti ökumaður allra tíma, Lewis Hamilton, inn í. Samkvæmt heimildum Reuters eru Serena Williams og Lewis Hamilton hluti af teymi Martins Broughton en þessi fyrrum formaður fótboltafélagsins Liverpool og flugfélagsins British Airways vill ólmur kaupa Chelsea. Bæði Serena og Hamilton munu leggja til tíu milljónir punda hvort til að aðstoða Broughton -og þann hóp fjárfesta sem hann hefur með sér – við kaupin á Chelsea. Sir Lewis Hamilton and Serena Williams are committing an estimated £10 million EACH to a takeover bid for Chelsea Football Club.Full story: https://t.co/qLjK7EG7mV pic.twitter.com/GYp67TeJMj— ESPN F1 (@ESPNF1) April 21, 2022 Serena hefur unnið 23 risamót á tennisferli sínum en hefur einnig fjárfest ríkulega í hinum ýmsu hlutum að undanförnu. Til að mynda er hún hluti af glæstu teymi sem setti Angel City – kvennafótboltalið í Bandaríkjunum – á laggirnar. Sömu sögu er að segja af Hamilton sem hefur sjö sinnum orðið heimsmeistari í Formúlu 1nkappakstri. Það sem kemur ef til vill helst á óvart við þessar fréttir er að Hamilton er Arsenal stuðningsmaður. Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem stórstjörnur íþróttaheimsins myndu fjárfesta í enskum fótboltaliðum en körfuboltakappinn LeBron James hefur verið lítill hluthafi í Liverpool í meira en áratug. Roman Abramovich keypti Chelsea í upphafi aldarinnar og hefur verið eigandi félagsins allar götur síðan. Hann er nú að reyna selja félagið og koma eingöngu fjárfestingarhópar til greina. Það verður forvitnilegt að fylgjast með hver kaupir á endanum Evrópumeistarana og hvort svo fjölmenn stjórn muni geta fylgt eftir árangri Abramovich en Rússinn hefur dælt eigin fé inn í félagið allt síðan hann keypti það. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Sjá meira
Þar koma tennisdrottningin Serena Williams og eitt albesti ökumaður allra tíma, Lewis Hamilton, inn í. Samkvæmt heimildum Reuters eru Serena Williams og Lewis Hamilton hluti af teymi Martins Broughton en þessi fyrrum formaður fótboltafélagsins Liverpool og flugfélagsins British Airways vill ólmur kaupa Chelsea. Bæði Serena og Hamilton munu leggja til tíu milljónir punda hvort til að aðstoða Broughton -og þann hóp fjárfesta sem hann hefur með sér – við kaupin á Chelsea. Sir Lewis Hamilton and Serena Williams are committing an estimated £10 million EACH to a takeover bid for Chelsea Football Club.Full story: https://t.co/qLjK7EG7mV pic.twitter.com/GYp67TeJMj— ESPN F1 (@ESPNF1) April 21, 2022 Serena hefur unnið 23 risamót á tennisferli sínum en hefur einnig fjárfest ríkulega í hinum ýmsu hlutum að undanförnu. Til að mynda er hún hluti af glæstu teymi sem setti Angel City – kvennafótboltalið í Bandaríkjunum – á laggirnar. Sömu sögu er að segja af Hamilton sem hefur sjö sinnum orðið heimsmeistari í Formúlu 1nkappakstri. Það sem kemur ef til vill helst á óvart við þessar fréttir er að Hamilton er Arsenal stuðningsmaður. Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem stórstjörnur íþróttaheimsins myndu fjárfesta í enskum fótboltaliðum en körfuboltakappinn LeBron James hefur verið lítill hluthafi í Liverpool í meira en áratug. Roman Abramovich keypti Chelsea í upphafi aldarinnar og hefur verið eigandi félagsins allar götur síðan. Hann er nú að reyna selja félagið og koma eingöngu fjárfestingarhópar til greina. Það verður forvitnilegt að fylgjast með hver kaupir á endanum Evrópumeistarana og hvort svo fjölmenn stjórn muni geta fylgt eftir árangri Abramovich en Rússinn hefur dælt eigin fé inn í félagið allt síðan hann keypti það.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Sjá meira