Innlent

Einar, Þórdís og Líf mætast í Pallborðinu

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar, Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar og Líf Magneudóttir oddviti Vinstri Grænna.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar, Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar og Líf Magneudóttir oddviti Vinstri Grænna. vísir

Tæpur mánuður er til kosninga og niðurtalningin er hafin í Pallborðinu. Á þriðjudögum og fimmtudögum fram að kosningum mæta frambjóðendur og kryfja helstu málefnin.

Í fyrsta þættinum í dag verða oddvitar flokka sem bjóða fram í Reykjavík. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar mæta í beina útsendingu til Sunnu Sæmundsdóttur fréttamanns klukkan 14:00.

Spennandi vikur eru fram undan en samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup sem birtst í síðustu viku héldi meirihlutinn velli ef gengið væri nú til kosninga. Viðreisn héldi tveimur fulltrúum og Vinstri Græn héldu einum borgarfulltrúa.

Framsókn er aftur á móti á mikilli siglingu og fengi samkvæmt könnuninni þrjá fulltrúa kjörna. Þetta er mikil breyting þar sem flokkurinn hefur ekki átt góðu gengi að fagna í síðustu kosningum og á engan fulltrúa í núverandi borgarstjórn.

Pallborðið verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14.

Uppfært: Pallborðinu er lokið en upptöku af því má sjá hér að neðan:

Klippa: Pallborðið - Einar, Þórdís Lóa og Líf


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×