Kollegar Dyche gapandi hissa yfir brottrekstrinum | Á skilið styttu Arnar Geir Halldórsson skrifar 15. apríl 2022 23:01 Sean Dyche er mikils metinn innan ensku úrvalsdeildarinnar. Getty/Clive Brunskill Það kom mörgum í opna skjöldu í morgun þegar enska úrvalsdeildarliðið Burnley gaf út tilkynningu þess efnis að félagið hefði ákveðið að reka Sean Dyche úr starfi knattspyrnustjóra. Dyche hefur verið við stjórnvölin hjá Burnley í tæp tíu ár og var sá stjóri sem hafði verið lengst í starfi af öllum stjórum deildarinnar þar til hann var látinn taka pokann sinn í morgun. Leikið verður í ensku úrvalsdeildinni um helgina og knattspyrnustjórar flestra liðanna voru spurðir út í fréttirnar frá Burnley á vikulegum blaðamannafundum sínum í dag og voru flestir þeirra á einu máli. Brottreksturinn kom mönnum í opna skjöldu. „Af öllum stjórum deildarinnar hefði ég haldið að hann væri líklegastur til að halda starfi sínu. Ég veit auðvitað ekki hvað hefur gerst en það hlýtur að hafa verið eitthvað því þú lætur ekki mann eins og Sean Dyche fara eftir alla stórkostlegu hlutina sem hann hefur gert fyrir félagið undanfarin tíu ár. Hann hefur búið til þetta félag.“ sagði elsti stjóri deildarinnar, Roy Hodgson. „Þetta var óvænt. Ég finn til með kollega mínum sem ég ber mikla virðingu fyrir. Ég held að hann verði ekki lengi án starfs því það sem hann hefur gert hjá Burnley er stórkostlegt. Sean er stór maður og hann veit hvernig þetta virkar. Stundum er þetta sanngjarnt og stundum ósanngjarnt,“ sagði Graham Potter, þjálfari Brighton. Burnley have sacked Sean Dyche with 8 games left of the season. What a brilliant job he did for so many years. Feels like a really shitty thing to do.— Gary Lineker (@GaryLineker) April 15, 2022 Á fyrstu þremur árum sínum hjá Burnley kom Dyche liðinu í tvígang upp úr B-deildinni og hefur svo haldið liðinu meðal þeirra bestu frá árinu 2016. „Sean Dyche á allt lof skilið fyrir sitt starf og þeir ættu að byggja styttu af honum fyrir utan Turf Moor. Hann hefur náð ótrúlegum árangri. Á hverju tímabili fer hann inn í ensku úrvalsdeildina með eitt minnsta fjármagnið í deildinni en hefur alltaf náð mögnuðum árangri. Ég hefði haldið að það hefði verið vænlegra til árangurs að halda honum en auðvitað veit ég ekki alla söguna,“ sagði Thomas Frank, þjálfari nýliða Brentford og Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var á sömu nótum. „Ég get bara hrósað honum. Það sem hann hefur gert fyrir þetta félag undanfarin tíu ár er stórkostlegt. Hann hefur skapað þetta félag og tekist að halda því í deildinni með miklu minna fjármagn en flest önnur lið deildarinnar,“ sagði Arteta. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp og Guardiola þeir langlífustu eftir brottrekstur Dyche Starfsöryggi knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er ekki ýkja mikið eins og Sean Dyche fékk að kynnast í morgun þegar hann var rekinn frá Burnley. 15. apríl 2022 14:01 Sean Dyche rekinn frá Burnley Óvænt tíðindi berast frá Turf Moor í Burnley þar sem enski knattspyrnustjórinn Sean Dyche hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá enska úrvalsdeildarliðinu Burnley. 15. apríl 2022 10:30 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira
Dyche hefur verið við stjórnvölin hjá Burnley í tæp tíu ár og var sá stjóri sem hafði verið lengst í starfi af öllum stjórum deildarinnar þar til hann var látinn taka pokann sinn í morgun. Leikið verður í ensku úrvalsdeildinni um helgina og knattspyrnustjórar flestra liðanna voru spurðir út í fréttirnar frá Burnley á vikulegum blaðamannafundum sínum í dag og voru flestir þeirra á einu máli. Brottreksturinn kom mönnum í opna skjöldu. „Af öllum stjórum deildarinnar hefði ég haldið að hann væri líklegastur til að halda starfi sínu. Ég veit auðvitað ekki hvað hefur gerst en það hlýtur að hafa verið eitthvað því þú lætur ekki mann eins og Sean Dyche fara eftir alla stórkostlegu hlutina sem hann hefur gert fyrir félagið undanfarin tíu ár. Hann hefur búið til þetta félag.“ sagði elsti stjóri deildarinnar, Roy Hodgson. „Þetta var óvænt. Ég finn til með kollega mínum sem ég ber mikla virðingu fyrir. Ég held að hann verði ekki lengi án starfs því það sem hann hefur gert hjá Burnley er stórkostlegt. Sean er stór maður og hann veit hvernig þetta virkar. Stundum er þetta sanngjarnt og stundum ósanngjarnt,“ sagði Graham Potter, þjálfari Brighton. Burnley have sacked Sean Dyche with 8 games left of the season. What a brilliant job he did for so many years. Feels like a really shitty thing to do.— Gary Lineker (@GaryLineker) April 15, 2022 Á fyrstu þremur árum sínum hjá Burnley kom Dyche liðinu í tvígang upp úr B-deildinni og hefur svo haldið liðinu meðal þeirra bestu frá árinu 2016. „Sean Dyche á allt lof skilið fyrir sitt starf og þeir ættu að byggja styttu af honum fyrir utan Turf Moor. Hann hefur náð ótrúlegum árangri. Á hverju tímabili fer hann inn í ensku úrvalsdeildina með eitt minnsta fjármagnið í deildinni en hefur alltaf náð mögnuðum árangri. Ég hefði haldið að það hefði verið vænlegra til árangurs að halda honum en auðvitað veit ég ekki alla söguna,“ sagði Thomas Frank, þjálfari nýliða Brentford og Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var á sömu nótum. „Ég get bara hrósað honum. Það sem hann hefur gert fyrir þetta félag undanfarin tíu ár er stórkostlegt. Hann hefur skapað þetta félag og tekist að halda því í deildinni með miklu minna fjármagn en flest önnur lið deildarinnar,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp og Guardiola þeir langlífustu eftir brottrekstur Dyche Starfsöryggi knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er ekki ýkja mikið eins og Sean Dyche fékk að kynnast í morgun þegar hann var rekinn frá Burnley. 15. apríl 2022 14:01 Sean Dyche rekinn frá Burnley Óvænt tíðindi berast frá Turf Moor í Burnley þar sem enski knattspyrnustjórinn Sean Dyche hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá enska úrvalsdeildarliðinu Burnley. 15. apríl 2022 10:30 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira
Klopp og Guardiola þeir langlífustu eftir brottrekstur Dyche Starfsöryggi knattspyrnustjóra í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er ekki ýkja mikið eins og Sean Dyche fékk að kynnast í morgun þegar hann var rekinn frá Burnley. 15. apríl 2022 14:01
Sean Dyche rekinn frá Burnley Óvænt tíðindi berast frá Turf Moor í Burnley þar sem enski knattspyrnustjórinn Sean Dyche hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá enska úrvalsdeildarliðinu Burnley. 15. apríl 2022 10:30