Enski boltinn

Fabio Carvalho semur við Liverpool

Atli Arason skrifar
Fabio Carvalho, leikmaður Fulham og nýjasta viðbót Liverpool samkvæmt fregnum frá Englandi.
Fabio Carvalho, leikmaður Fulham og nýjasta viðbót Liverpool samkvæmt fregnum frá Englandi. Getty Images

Fréttir frá Englandi herma að Liverpool sé búið að ná samkomulagi við Fulham um kaup á enska vængmanninum Fabio Carvalho.

Samkomulagið milli félagana hljómar upp á fimm milljónir punda ásamt árangurstengdum greiðslum upp á tæpar þrjár milljónir punda. Fulham mun einnig frá 20% af söluandvirði Carvalho, komi hann til að vera seldur áfram frá Liverpool.

Carvalho mun ganga til liðs við Liverpool í sumar en liðið var einnig á eftir honum í janúar félagaskipta glugganum síðastliðnum áður en tíminn rann út. Samningur Carvalho rennur út í sumar en Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vildi tryggja sér þjónustu leikmannsins áður en önnur lið myndu bjóða honum samning.

Talið er að Liverpool muni formlega tilkynna Carvalho sem nýjan leikmann liðsins í næsta mánuði.

Carvalho er fæddur í Portúgal en hefur búið á Englandi um langt skeið. Hann kom upp í gegnum unglingastarf Fulham og spilar í dag með enska U21 landsliðinu. Carvalho hefur spilað 31 leik með Fulham í vetur og skorað í þeim átta mörk ásamt því að leggja upp önnur sjö. Talið er að leikmaðurinn fái fimm ára samning hjá Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×