Heyrði ekki í móður sinni í 37 daga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. apríl 2022 23:00 Mayya Pigida er fædd og uppalin í borginni Mariupol í Úkraínu. Hún býr nú og starfar í Hafnarfirði og segir erfitt að vita af ættingjum sínum innikróuðum í borginni eftir að stríðið braust út Vísir/Arnar Úkraínsk kona sem er fædd og uppalin í Mariupol en býr nú á Íslandi segir hræðilegt að fylgjast með framgöngu Rússa í borginni. Öldruð móðir hennar, systir og systurdóttir eru fastar í borginni en þar til fyrir helgi hafði hún ekki heyrt frá þeim í meira en fimm vikur. Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar hafa hörð átök geisað í borginni Mariupol í austurhluta landsins. Íbúar þar einangruðust hratt og hafa verið án rafmagns og rennandi vatns svo vikum skiptir. Borgin er nú nærri rústir einar og eyðilegging blasir víða við. Barátta Úkraínumanna við rússneska herinn hefur farið harðnandi og nú þykir aðeins tímaspursmál hvenær Rússar ná fullri stjórn á borginni. Mayya Pigida er fædd og uppalin í Mariupol en býr nú í Hafnarfirði og hefur gert um árabil. „Öll fjölskylda mín er úti. Mamma, systir mín, frænka og það er mjög stór fjölskylda þar úti.“ Fljótlega eftir að stríðið hófst rofnaði samband við borgina. „Ég heyri ekki neitt. Nákvæmlega í þrjátíu og sjö daga. Bara vissi ekki neitt um fjölskyldu mína. Veit bara að húsið mitt, íbúðin mín, var sprengd í tætlur.“ Hún segist hafa beðið milli vonar og ótta eftir að fá fréttir af fjölskyldu sinni. Fyrir helgina heyrði hún svo loks frá frænku sinni sem er í Donesk-héraði sem hafði fengið örstutt símtal frá systur hennar. Þar var henni sagt að mamma hennar, systir og systurdóttur væru á lífi og hefðu leitað skjóls á sjúkrahúsi í bænum. Mayya segist þakklát fyrir að vita það en hún óttist enn um þær. Ríkisstjóri Doneskt-héraðs sagði í viðtali við fréttastofu CNN í dag að hann telji að yfir tuttugu þúsund íbúar hafi látið lífið í Maríupol. Mayya segir hræðilegt að fylgjast með framgöngu Rússa í stríðinu. „Mjög erfitt að horfa á borgina sem var mjög falleg en núna er þetta bara rústir.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Aldrei fleiri sótt um hæli Ríflega ellefu hundruð manns hafa sótt um hæli Íslandi það sem af er ári en aldrei hafa fleiri sótt um hæli hér á landi. Af þeim sem sótt hafa um eru sjö hundruð þrjátíu og fimm frá Úkraínu. 12. apríl 2022 12:03 Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. 11. apríl 2022 22:55 Rússar gerðu hjálpargögn á leið til Mariupol upptæk Rússneskar hersveitir hafa komið í veg fyrir að hóferðabilalest sem nálgaðist hafnarborgina Mariupol í gær geti flutt stríðshrjáða íbúa á brott og lagt hald á hjálpargögn sem ætluð voru borgarbúum, að sögn aðstoðarforsætisráðherra landsins. Rússar krefjast þess að evrópuríki greiði fyrir gas frá Rússum með rúblum frá og með deginum í dag. 1. apríl 2022 13:39 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar hafa hörð átök geisað í borginni Mariupol í austurhluta landsins. Íbúar þar einangruðust hratt og hafa verið án rafmagns og rennandi vatns svo vikum skiptir. Borgin er nú nærri rústir einar og eyðilegging blasir víða við. Barátta Úkraínumanna við rússneska herinn hefur farið harðnandi og nú þykir aðeins tímaspursmál hvenær Rússar ná fullri stjórn á borginni. Mayya Pigida er fædd og uppalin í Mariupol en býr nú í Hafnarfirði og hefur gert um árabil. „Öll fjölskylda mín er úti. Mamma, systir mín, frænka og það er mjög stór fjölskylda þar úti.“ Fljótlega eftir að stríðið hófst rofnaði samband við borgina. „Ég heyri ekki neitt. Nákvæmlega í þrjátíu og sjö daga. Bara vissi ekki neitt um fjölskyldu mína. Veit bara að húsið mitt, íbúðin mín, var sprengd í tætlur.“ Hún segist hafa beðið milli vonar og ótta eftir að fá fréttir af fjölskyldu sinni. Fyrir helgina heyrði hún svo loks frá frænku sinni sem er í Donesk-héraði sem hafði fengið örstutt símtal frá systur hennar. Þar var henni sagt að mamma hennar, systir og systurdóttur væru á lífi og hefðu leitað skjóls á sjúkrahúsi í bænum. Mayya segist þakklát fyrir að vita það en hún óttist enn um þær. Ríkisstjóri Doneskt-héraðs sagði í viðtali við fréttastofu CNN í dag að hann telji að yfir tuttugu þúsund íbúar hafi látið lífið í Maríupol. Mayya segir hræðilegt að fylgjast með framgöngu Rússa í stríðinu. „Mjög erfitt að horfa á borgina sem var mjög falleg en núna er þetta bara rústir.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Aldrei fleiri sótt um hæli Ríflega ellefu hundruð manns hafa sótt um hæli Íslandi það sem af er ári en aldrei hafa fleiri sótt um hæli hér á landi. Af þeim sem sótt hafa um eru sjö hundruð þrjátíu og fimm frá Úkraínu. 12. apríl 2022 12:03 Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. 11. apríl 2022 22:55 Rússar gerðu hjálpargögn á leið til Mariupol upptæk Rússneskar hersveitir hafa komið í veg fyrir að hóferðabilalest sem nálgaðist hafnarborgina Mariupol í gær geti flutt stríðshrjáða íbúa á brott og lagt hald á hjálpargögn sem ætluð voru borgarbúum, að sögn aðstoðarforsætisráðherra landsins. Rússar krefjast þess að evrópuríki greiði fyrir gas frá Rússum með rúblum frá og með deginum í dag. 1. apríl 2022 13:39 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Aldrei fleiri sótt um hæli Ríflega ellefu hundruð manns hafa sótt um hæli Íslandi það sem af er ári en aldrei hafa fleiri sótt um hæli hér á landi. Af þeim sem sótt hafa um eru sjö hundruð þrjátíu og fimm frá Úkraínu. 12. apríl 2022 12:03
Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. 11. apríl 2022 22:55
Rússar gerðu hjálpargögn á leið til Mariupol upptæk Rússneskar hersveitir hafa komið í veg fyrir að hóferðabilalest sem nálgaðist hafnarborgina Mariupol í gær geti flutt stríðshrjáða íbúa á brott og lagt hald á hjálpargögn sem ætluð voru borgarbúum, að sögn aðstoðarforsætisráðherra landsins. Rússar krefjast þess að evrópuríki greiði fyrir gas frá Rússum með rúblum frá og með deginum í dag. 1. apríl 2022 13:39