Heyrði ekki í móður sinni í 37 daga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. apríl 2022 23:00 Mayya Pigida er fædd og uppalin í borginni Mariupol í Úkraínu. Hún býr nú og starfar í Hafnarfirði og segir erfitt að vita af ættingjum sínum innikróuðum í borginni eftir að stríðið braust út Vísir/Arnar Úkraínsk kona sem er fædd og uppalin í Mariupol en býr nú á Íslandi segir hræðilegt að fylgjast með framgöngu Rússa í borginni. Öldruð móðir hennar, systir og systurdóttir eru fastar í borginni en þar til fyrir helgi hafði hún ekki heyrt frá þeim í meira en fimm vikur. Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar hafa hörð átök geisað í borginni Mariupol í austurhluta landsins. Íbúar þar einangruðust hratt og hafa verið án rafmagns og rennandi vatns svo vikum skiptir. Borgin er nú nærri rústir einar og eyðilegging blasir víða við. Barátta Úkraínumanna við rússneska herinn hefur farið harðnandi og nú þykir aðeins tímaspursmál hvenær Rússar ná fullri stjórn á borginni. Mayya Pigida er fædd og uppalin í Mariupol en býr nú í Hafnarfirði og hefur gert um árabil. „Öll fjölskylda mín er úti. Mamma, systir mín, frænka og það er mjög stór fjölskylda þar úti.“ Fljótlega eftir að stríðið hófst rofnaði samband við borgina. „Ég heyri ekki neitt. Nákvæmlega í þrjátíu og sjö daga. Bara vissi ekki neitt um fjölskyldu mína. Veit bara að húsið mitt, íbúðin mín, var sprengd í tætlur.“ Hún segist hafa beðið milli vonar og ótta eftir að fá fréttir af fjölskyldu sinni. Fyrir helgina heyrði hún svo loks frá frænku sinni sem er í Donesk-héraði sem hafði fengið örstutt símtal frá systur hennar. Þar var henni sagt að mamma hennar, systir og systurdóttur væru á lífi og hefðu leitað skjóls á sjúkrahúsi í bænum. Mayya segist þakklát fyrir að vita það en hún óttist enn um þær. Ríkisstjóri Doneskt-héraðs sagði í viðtali við fréttastofu CNN í dag að hann telji að yfir tuttugu þúsund íbúar hafi látið lífið í Maríupol. Mayya segir hræðilegt að fylgjast með framgöngu Rússa í stríðinu. „Mjög erfitt að horfa á borgina sem var mjög falleg en núna er þetta bara rústir.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Aldrei fleiri sótt um hæli Ríflega ellefu hundruð manns hafa sótt um hæli Íslandi það sem af er ári en aldrei hafa fleiri sótt um hæli hér á landi. Af þeim sem sótt hafa um eru sjö hundruð þrjátíu og fimm frá Úkraínu. 12. apríl 2022 12:03 Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. 11. apríl 2022 22:55 Rússar gerðu hjálpargögn á leið til Mariupol upptæk Rússneskar hersveitir hafa komið í veg fyrir að hóferðabilalest sem nálgaðist hafnarborgina Mariupol í gær geti flutt stríðshrjáða íbúa á brott og lagt hald á hjálpargögn sem ætluð voru borgarbúum, að sögn aðstoðarforsætisráðherra landsins. Rússar krefjast þess að evrópuríki greiði fyrir gas frá Rússum með rúblum frá og með deginum í dag. 1. apríl 2022 13:39 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Frá því Rússar réðust inn í Úkraínu þann 24. febrúar hafa hörð átök geisað í borginni Mariupol í austurhluta landsins. Íbúar þar einangruðust hratt og hafa verið án rafmagns og rennandi vatns svo vikum skiptir. Borgin er nú nærri rústir einar og eyðilegging blasir víða við. Barátta Úkraínumanna við rússneska herinn hefur farið harðnandi og nú þykir aðeins tímaspursmál hvenær Rússar ná fullri stjórn á borginni. Mayya Pigida er fædd og uppalin í Mariupol en býr nú í Hafnarfirði og hefur gert um árabil. „Öll fjölskylda mín er úti. Mamma, systir mín, frænka og það er mjög stór fjölskylda þar úti.“ Fljótlega eftir að stríðið hófst rofnaði samband við borgina. „Ég heyri ekki neitt. Nákvæmlega í þrjátíu og sjö daga. Bara vissi ekki neitt um fjölskyldu mína. Veit bara að húsið mitt, íbúðin mín, var sprengd í tætlur.“ Hún segist hafa beðið milli vonar og ótta eftir að fá fréttir af fjölskyldu sinni. Fyrir helgina heyrði hún svo loks frá frænku sinni sem er í Donesk-héraði sem hafði fengið örstutt símtal frá systur hennar. Þar var henni sagt að mamma hennar, systir og systurdóttur væru á lífi og hefðu leitað skjóls á sjúkrahúsi í bænum. Mayya segist þakklát fyrir að vita það en hún óttist enn um þær. Ríkisstjóri Doneskt-héraðs sagði í viðtali við fréttastofu CNN í dag að hann telji að yfir tuttugu þúsund íbúar hafi látið lífið í Maríupol. Mayya segir hræðilegt að fylgjast með framgöngu Rússa í stríðinu. „Mjög erfitt að horfa á borgina sem var mjög falleg en núna er þetta bara rústir.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Aldrei fleiri sótt um hæli Ríflega ellefu hundruð manns hafa sótt um hæli Íslandi það sem af er ári en aldrei hafa fleiri sótt um hæli hér á landi. Af þeim sem sótt hafa um eru sjö hundruð þrjátíu og fimm frá Úkraínu. 12. apríl 2022 12:03 Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. 11. apríl 2022 22:55 Rússar gerðu hjálpargögn á leið til Mariupol upptæk Rússneskar hersveitir hafa komið í veg fyrir að hóferðabilalest sem nálgaðist hafnarborgina Mariupol í gær geti flutt stríðshrjáða íbúa á brott og lagt hald á hjálpargögn sem ætluð voru borgarbúum, að sögn aðstoðarforsætisráðherra landsins. Rússar krefjast þess að evrópuríki greiði fyrir gas frá Rússum með rúblum frá og með deginum í dag. 1. apríl 2022 13:39 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Aldrei fleiri sótt um hæli Ríflega ellefu hundruð manns hafa sótt um hæli Íslandi það sem af er ári en aldrei hafa fleiri sótt um hæli hér á landi. Af þeim sem sótt hafa um eru sjö hundruð þrjátíu og fimm frá Úkraínu. 12. apríl 2022 12:03
Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. 11. apríl 2022 22:55
Rússar gerðu hjálpargögn á leið til Mariupol upptæk Rússneskar hersveitir hafa komið í veg fyrir að hóferðabilalest sem nálgaðist hafnarborgina Mariupol í gær geti flutt stríðshrjáða íbúa á brott og lagt hald á hjálpargögn sem ætluð voru borgarbúum, að sögn aðstoðarforsætisráðherra landsins. Rússar krefjast þess að evrópuríki greiði fyrir gas frá Rússum með rúblum frá og með deginum í dag. 1. apríl 2022 13:39