Engar fregnir af máli Gylfa fyrr en eftir páska Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. apríl 2022 13:59 Gylfi Þór Sigurðsson er í farbanni á Englandi þar til á sunnudag. Ekki má búast við fregnum af máli hans fyrr en eftir páska. Vísir/Vilhelm Lögreglan í Manchester á Englandi mun ekki upplýsa um framgang rannsóknar í máli knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar fyrr en eftir páska. Gylfi er í farbanni, sem rennur út á páskadag. Þetta segir upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Manchester í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Gylfi Þór er til rannsóknar hjá lögreglunni í borginni grunaður um kynferðisbrot gegn ungmenni. Hann var handtekinn á heimili sínu í Manchester 16. júlí síðastliðinn og var færður til yfirheyrslu en síðar sleppt. Hann hefur þó verið í farbanni síðan hann var handtekinn. Farbannið yfir honum hefur nú verið framlengt í fjórgang, síðast í janúar, en það rennur út á páskadag, 17. apríl. Fram kemur í svari lögreglunnar við fyrirspurn fréttastofu, um hvort einhver ákvörðun verði tekin um næstu skref fyrir páska, að ekki eigi að búast við neinum fréttum af máli hans fyrr en á sunnudag. Gera má þó ráð fyrir að engin svör fáist um málið fyrr en eftir viku, að loknum páskum. Gylfi hefur undanfarin misseri spilað með enska knattspyrnuliðinu Everton í bresku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann hefur þó ekki leikið einn einasta leik með liðinu á þessu keppnistímabili en Everton gaf það út að leikmaðurinn, sem væri til rannsóknar, myndi ekki spila með liðinu á meðan rannsókn stæði yfir. Greint var frá því fyrr í dag að Gylfi er meðal þeirra leikmanna sem taldir eru líklegir til að vera á leið frá Everton um leið og samningur hans rennur út í lok leiktíðar. Gylfi hefur þá ekki heldur spilað með íslenska landsliðinu í knattspyrnu á þessum vetri. Fótbolti Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi England Íslendingar erlendis Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Gylfi á meðal leikmanna sem Everton ætlar að losa af launaskrá vegna fjárhagskrísu Gylfi Þór Sigurðsson, Fabian Delph og Cenk Tosun eru allir taldir líklegir að vera á leið frá Everton um leið og samningar þeirra renna út í lok leiktíðar. 12. apríl 2022 13:00 Ekki verður af uppboði á sumarbústað Gylfa Þórs Sumarbústaður í Grímsnes- og Grafningshreppi í eigu knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar verður ekki boðinn upp á nauðungarsölu Sýslumannsins á Suðurlandi á fimmtudaginn. Telja má líklegt að knattspyrnukappinn hafi náð sáttum við Skattinn sem hafði farið fram á söluna. 28. mars 2022 16:31 Sumarbústaður Gylfa Þórs seldur á uppboði að beiðni Skattsins Sumarbústaður í eigu knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar hefur verið settur á uppboð hjá Sýslumanninum á Suðurlandi að beiðni Skattsins. 26. mars 2022 13:01 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Sjá meira
Þetta segir upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Manchester í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Gylfi Þór er til rannsóknar hjá lögreglunni í borginni grunaður um kynferðisbrot gegn ungmenni. Hann var handtekinn á heimili sínu í Manchester 16. júlí síðastliðinn og var færður til yfirheyrslu en síðar sleppt. Hann hefur þó verið í farbanni síðan hann var handtekinn. Farbannið yfir honum hefur nú verið framlengt í fjórgang, síðast í janúar, en það rennur út á páskadag, 17. apríl. Fram kemur í svari lögreglunnar við fyrirspurn fréttastofu, um hvort einhver ákvörðun verði tekin um næstu skref fyrir páska, að ekki eigi að búast við neinum fréttum af máli hans fyrr en á sunnudag. Gera má þó ráð fyrir að engin svör fáist um málið fyrr en eftir viku, að loknum páskum. Gylfi hefur undanfarin misseri spilað með enska knattspyrnuliðinu Everton í bresku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann hefur þó ekki leikið einn einasta leik með liðinu á þessu keppnistímabili en Everton gaf það út að leikmaðurinn, sem væri til rannsóknar, myndi ekki spila með liðinu á meðan rannsókn stæði yfir. Greint var frá því fyrr í dag að Gylfi er meðal þeirra leikmanna sem taldir eru líklegir til að vera á leið frá Everton um leið og samningur hans rennur út í lok leiktíðar. Gylfi hefur þá ekki heldur spilað með íslenska landsliðinu í knattspyrnu á þessum vetri.
Fótbolti Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi England Íslendingar erlendis Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Gylfi á meðal leikmanna sem Everton ætlar að losa af launaskrá vegna fjárhagskrísu Gylfi Þór Sigurðsson, Fabian Delph og Cenk Tosun eru allir taldir líklegir að vera á leið frá Everton um leið og samningar þeirra renna út í lok leiktíðar. 12. apríl 2022 13:00 Ekki verður af uppboði á sumarbústað Gylfa Þórs Sumarbústaður í Grímsnes- og Grafningshreppi í eigu knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar verður ekki boðinn upp á nauðungarsölu Sýslumannsins á Suðurlandi á fimmtudaginn. Telja má líklegt að knattspyrnukappinn hafi náð sáttum við Skattinn sem hafði farið fram á söluna. 28. mars 2022 16:31 Sumarbústaður Gylfa Þórs seldur á uppboði að beiðni Skattsins Sumarbústaður í eigu knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar hefur verið settur á uppboð hjá Sýslumanninum á Suðurlandi að beiðni Skattsins. 26. mars 2022 13:01 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Sjá meira
Gylfi á meðal leikmanna sem Everton ætlar að losa af launaskrá vegna fjárhagskrísu Gylfi Þór Sigurðsson, Fabian Delph og Cenk Tosun eru allir taldir líklegir að vera á leið frá Everton um leið og samningar þeirra renna út í lok leiktíðar. 12. apríl 2022 13:00
Ekki verður af uppboði á sumarbústað Gylfa Þórs Sumarbústaður í Grímsnes- og Grafningshreppi í eigu knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar verður ekki boðinn upp á nauðungarsölu Sýslumannsins á Suðurlandi á fimmtudaginn. Telja má líklegt að knattspyrnukappinn hafi náð sáttum við Skattinn sem hafði farið fram á söluna. 28. mars 2022 16:31
Sumarbústaður Gylfa Þórs seldur á uppboði að beiðni Skattsins Sumarbústaður í eigu knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar hefur verið settur á uppboð hjá Sýslumanninum á Suðurlandi að beiðni Skattsins. 26. mars 2022 13:01