Jón Ársæll dæmdur til að greiða viðmælanda í Paradísarheimt bætur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2022 14:34 Jón Ársæll Þórðarson hefur starfað í fjölmiðlum í áratugi. Þættirnir Paradísarheimt vöktu mikla athygli en þar ræddi hann við fanga og fyrrverandi fanga. Aðsend mynd Jón Ársæll Þórðarson hefur verið dæmdur til að greiða konu, sem hann tók viðtal við í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt sem sýndir voru á RÚV, 800 þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir króna í málskostnað. Konan höfðaði einkamál gegn Jóni Ársæli, Steingrími Jóni Þórðarsyni og Ríkisútvarpinu vegna viðtala við hana sem hún sagði hafa verið birt án samþykkis hennar. Dómur Landsréttar í málinu féll á föstudag en konan hafði áfrýjað til hans dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem sýknaði Jón , Steingrím og Ríkisútvarpið. Konan er öryrki og á bótum. Hún segist vera greind með kvíðaröskun, fá ofsakvíðaköst og háð harða baráttu vegna áfengisvanda. Undir áhrifum sé hún stelgjörn og það hafi leitt til refsidóma fyrir léttvæg þjófnaðarbrot. Sjónvarpsþættirnir Paradísarheimt voru unnir af Jóni Ársæli og Steingrími en sýndir á RÚV. Þar var fjallað um fanga og fyrrverandi fanga, fólk sem fái sjaldan eða aldrei að heyrast í fjölmiðlum. Jón Ársæll hafi einn vitað af afturköllun samþykkisins Jón Ársæll og Steingrímur höfðu tekið þrjú viðtöl við konuna og byggði hún mál sitt á því að hún hafi veitt samþykki fyrir tveimur þeirra en ekki fyrir því þriðja og að birting viðtalanna væiri skilyrt því að hún fengi að sjá efnið áður en það yrði birt. Þá byggir konan mál sitt á því að hún hafi vegna ástands síns ekki verið hæf til að veita samþykki fyrir birtingu viðtalanna, en hún hafði veitt skriflegt samþykki fyrir því í tölvupóstsamskiptum í ágúst 2017. Þá vísaði konan sömuleiðis til þess að hún hafi afturkallað samþykki sitt fyrir birtingu viðtalanna með tölvupósti til Jóns Ársæls í febrúar 2018. Vísaði hún þar til þess að fjölskylda hennar væri ósátt við að hún kæmi fram í Paradísarheimt. Segir í tölvupóstinum: Er hægt að taka mig út úr þessu? Hvenær átti þetta annars að koma? Fram kemur í dómi héraðsdóms að Jón Ársæll hafi fengið tölvupóstinn en hann hafi ekki skilið hann þannig að í honum fælist ósk um að vera tekin úr þættinum. Hvorki Steingrímur né dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins könnuðust við póstinn. Paradísarheimt var sýnd á RÚV. Vísir/Vilhelm Fram kemur í dómnum að af framburði Jóns Ársæls, Steingríms og dagskrárstjórans að dæma hafi Jón Ársæll einn haft vitneskju um tölvupóstinn þar sem konan spurðist fyrir um hvort taka mætti hana úr Paradísarheimt. „Samkvæmt efni tölvupóstsins mátti [Jóni Ársæli] vera ljóst að ekki lægi lengur fyrir skýrt og ótvírætt samþykki áfrýjanda fyrir þátttöku í sjónvarpsþáttunum. Verður því að meta það honum til stórfellds gáleysis að hafa ekki í framhaldi af móttöku tölvupóstsins stöðvað birtingu efnis sem varðað áfrýjanda.“ Fram kemur í dómnum að með birtingu þáttarins hafi ýmsar persónuupplýsingar konunnar verið gerðar opinberar og með því að birta þær án samþykkis konunnar hafi Jón Ársæll gerst sekur um ólögmæta meingerð gegn friði hennar og persónu. Brotið hafi verið til þess fallið að valda konunni miskatjóni. Í ljósi efnistaka umfjöllunarefnisins verði ekki talið að þátturinn hafi einvörðungu verið unnið í þágu fréttamennsku eða bókmenntalegrar eða listrænnar starfsemi. Þá komi fram í vottorði sálfræðings, sem lagt var fyrir dóminn, að konan hafi ítrekað rætt vanlíðan sína vegna birtingar þáttanna og því ljóst að hún hafi orðið fyrir miskatjóni. Eva B. Helgadóttir, lögmaður Jóns Ársæls og Steingríms, segir í samtali við fréttastofu að það sé í vinnslu hjá þeim að óska eftir áfrýjunarleyfi hjá Hæstarétti. Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Dómsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Konan höfðaði einkamál gegn Jóni Ársæli, Steingrími Jóni Þórðarsyni og Ríkisútvarpinu vegna viðtala við hana sem hún sagði hafa verið birt án samþykkis hennar. Dómur Landsréttar í málinu féll á föstudag en konan hafði áfrýjað til hans dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem sýknaði Jón , Steingrím og Ríkisútvarpið. Konan er öryrki og á bótum. Hún segist vera greind með kvíðaröskun, fá ofsakvíðaköst og háð harða baráttu vegna áfengisvanda. Undir áhrifum sé hún stelgjörn og það hafi leitt til refsidóma fyrir léttvæg þjófnaðarbrot. Sjónvarpsþættirnir Paradísarheimt voru unnir af Jóni Ársæli og Steingrími en sýndir á RÚV. Þar var fjallað um fanga og fyrrverandi fanga, fólk sem fái sjaldan eða aldrei að heyrast í fjölmiðlum. Jón Ársæll hafi einn vitað af afturköllun samþykkisins Jón Ársæll og Steingrímur höfðu tekið þrjú viðtöl við konuna og byggði hún mál sitt á því að hún hafi veitt samþykki fyrir tveimur þeirra en ekki fyrir því þriðja og að birting viðtalanna væiri skilyrt því að hún fengi að sjá efnið áður en það yrði birt. Þá byggir konan mál sitt á því að hún hafi vegna ástands síns ekki verið hæf til að veita samþykki fyrir birtingu viðtalanna, en hún hafði veitt skriflegt samþykki fyrir því í tölvupóstsamskiptum í ágúst 2017. Þá vísaði konan sömuleiðis til þess að hún hafi afturkallað samþykki sitt fyrir birtingu viðtalanna með tölvupósti til Jóns Ársæls í febrúar 2018. Vísaði hún þar til þess að fjölskylda hennar væri ósátt við að hún kæmi fram í Paradísarheimt. Segir í tölvupóstinum: Er hægt að taka mig út úr þessu? Hvenær átti þetta annars að koma? Fram kemur í dómi héraðsdóms að Jón Ársæll hafi fengið tölvupóstinn en hann hafi ekki skilið hann þannig að í honum fælist ósk um að vera tekin úr þættinum. Hvorki Steingrímur né dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins könnuðust við póstinn. Paradísarheimt var sýnd á RÚV. Vísir/Vilhelm Fram kemur í dómnum að af framburði Jóns Ársæls, Steingríms og dagskrárstjórans að dæma hafi Jón Ársæll einn haft vitneskju um tölvupóstinn þar sem konan spurðist fyrir um hvort taka mætti hana úr Paradísarheimt. „Samkvæmt efni tölvupóstsins mátti [Jóni Ársæli] vera ljóst að ekki lægi lengur fyrir skýrt og ótvírætt samþykki áfrýjanda fyrir þátttöku í sjónvarpsþáttunum. Verður því að meta það honum til stórfellds gáleysis að hafa ekki í framhaldi af móttöku tölvupóstsins stöðvað birtingu efnis sem varðað áfrýjanda.“ Fram kemur í dómnum að með birtingu þáttarins hafi ýmsar persónuupplýsingar konunnar verið gerðar opinberar og með því að birta þær án samþykkis konunnar hafi Jón Ársæll gerst sekur um ólögmæta meingerð gegn friði hennar og persónu. Brotið hafi verið til þess fallið að valda konunni miskatjóni. Í ljósi efnistaka umfjöllunarefnisins verði ekki talið að þátturinn hafi einvörðungu verið unnið í þágu fréttamennsku eða bókmenntalegrar eða listrænnar starfsemi. Þá komi fram í vottorði sálfræðings, sem lagt var fyrir dóminn, að konan hafi ítrekað rætt vanlíðan sína vegna birtingar þáttanna og því ljóst að hún hafi orðið fyrir miskatjóni. Eva B. Helgadóttir, lögmaður Jóns Ársæls og Steingríms, segir í samtali við fréttastofu að það sé í vinnslu hjá þeim að óska eftir áfrýjunarleyfi hjá Hæstarétti.
Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Dómsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira