Erlent

„Þreytt og þreklaus“ eftir Covid

Samúel Karl Ólason skrifar
Elísabet Bretadrottning.
Elísabet Bretadrottning. AP/Richard Pohle

Elísabet Bretadrottning segist þreytt og þreklaus eftir að hún smitaðist af Covid-19 í febrúar. Drottningin, sem verður 96 ára gömul í þessum mánuði, sýndi væg einkenni og hafði þeim verið líkt við flensu.

Eftir að hún smitaðist hefur hún aftur byrjað að sinna hluta skyldna sinna.

Í myndbandssamtali við heilbrigðisstarfsmenn í gær ræddi drottningin opnun nýrrar gjörgæsludeildar á konunglega sjúkrahúsinu í London. Deild þessi er skírð í höfuðið á drottningunni.

Í samtalinu, sem birt var á Facebook í gær, ræddi Elísabet við Asef Hussain, mann sem hafði smitast af Covid-19 og orðið alvarlega veikur. Reuters segir fjölskyldumeðlimi hans hafa dáið vegna Covid-19.

Drottningin spurði hvort hann væri búinn að jafna sig en hann svaraði á þá leið að hann hefði ekki náð sér að fullu.

„Hann skilur mann eftir, þreyttan og þreklausan, er það ekki? Þessi faraldur,“ sagði drottningin þá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×