Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Lífeyrissjóðir fengu úthlutað um 40% af því sem þeir voru tilbúnir að kaupa í Íslandsbanka í síðasta útboði. Við ræðum við framkvæmdastjóra Brúar lífeyrissjóðs sem segist hafa viljað fá stærri úthlutun því fjárfesting eins og þessi sé alltaf til langs tíma. Óheppilegt sé ef minni fjárfestar hafi selt skömmu eftir útboð.

Þá förum við yfir nýjustu vendingar í Úkraínu. Úkraínumenn undirbúa sig nú undir hörð átök gegn rússneskum hersveitum í austurhluta landsins.

Við ræðum við slökkviliðsmann sem segir okkur frá brunanum í Reykjanesbæ. Enn er unnið að því að slökkva eld sem kom upp í flokkunarhúsi í Helguvík í gær. Húsið brann til grunna en nú logar í timburhrúgu sem var við hlið þess.

Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Búist er við því að Emmanuel Macron, sitjandi forseti, og Marine Le Pen, muni kljást um embættið í seinni umferðinni, líkt og þau gerðu árið 2017.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu klukkan 12.00.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×