Vaktin: „Sannleikurinn mun sigra“ Fanndís Birna Logadóttir, Vésteinn Örn Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 10. apríl 2022 22:34 Forseti Úkraínu segir að rússneskur áróður muni ekki sigra. Anadolu Agency via Getty Image Ríkissaksóknari Úkraínu segir að rúmlega tólf hundruð lík hafi fundist í nágrenni við Kænugarð eftir að Rússar drógu herlið sitt til baka. Þá eru Rússar grunaðir um að hafa framið rúmlega 5.600 stríðsglæpi í Úkraínu frá því að innrásin hófst. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í dag og í kvöld. Helstu vendingar: Aukinn þungi hefur færst í innrás Rússa í Donetsk-héraði og yfirvöld hafa hvatt íbúa til að yfirgefa héraðið, áður en það verður of seint. Úkraínski herinn segir bílalest á vegum rússneskra hersveita vera á ferðinni við Kharkív. Úkraínsk yfirvöld segja Rússa stefna á að ná Mariupol alfarið á sitt vald. Skotið var á skóla og íbúðir í Luhansk og Dnipro héruðum í morgun þar sem einn særðist. Yfirvöld í Luhansk segja níu lestir tilbúnar til að flytja fólk af svæðinu. Flugvöllur í Dnipro er gjöreyðilagður eftir flugskeytaárás Rússa. Ákveðið hefur verið að opna öruggar flóttaleiðir á níu stöðum í Úkraínu í dag, einna helst í austurhluta landsins. Rúmlega 4500 manns flúðu borgir Úkraínu í gær þegar tíu flóttaleiðir voru opnaðar. Boris Johnson forseti Bretlands og Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti funduðu í Kænugarði í gær. Selenskí er staðráðinn í því að beita diplómatískum lausnum og eiga friðarviðræður við Rússa, þrátt fyrir árásir á óbreytta borgara. Varnamálaráðuneyti Bretlands segir vísbendingar um að Rússar hafi notað óbreytta borgara sem mennska skildi og vísvitandi ráðist á þá. Enn ein fjöldagröfin hefur fundist í bænum Buzova við Kænugarð. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að yfir 10 milljarðar evra hafi safnast fyrir úkraínska flóttamenn sem hluta af viðburðinum Stand Up for Ukraine. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Helstu vendingar: Aukinn þungi hefur færst í innrás Rússa í Donetsk-héraði og yfirvöld hafa hvatt íbúa til að yfirgefa héraðið, áður en það verður of seint. Úkraínski herinn segir bílalest á vegum rússneskra hersveita vera á ferðinni við Kharkív. Úkraínsk yfirvöld segja Rússa stefna á að ná Mariupol alfarið á sitt vald. Skotið var á skóla og íbúðir í Luhansk og Dnipro héruðum í morgun þar sem einn særðist. Yfirvöld í Luhansk segja níu lestir tilbúnar til að flytja fólk af svæðinu. Flugvöllur í Dnipro er gjöreyðilagður eftir flugskeytaárás Rússa. Ákveðið hefur verið að opna öruggar flóttaleiðir á níu stöðum í Úkraínu í dag, einna helst í austurhluta landsins. Rúmlega 4500 manns flúðu borgir Úkraínu í gær þegar tíu flóttaleiðir voru opnaðar. Boris Johnson forseti Bretlands og Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti funduðu í Kænugarði í gær. Selenskí er staðráðinn í því að beita diplómatískum lausnum og eiga friðarviðræður við Rússa, þrátt fyrir árásir á óbreytta borgara. Varnamálaráðuneyti Bretlands segir vísbendingar um að Rússar hafi notað óbreytta borgara sem mennska skildi og vísvitandi ráðist á þá. Enn ein fjöldagröfin hefur fundist í bænum Buzova við Kænugarð. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að yfir 10 milljarðar evra hafi safnast fyrir úkraínska flóttamenn sem hluta af viðburðinum Stand Up for Ukraine. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira