Vaktin: „Sannleikurinn mun sigra“ Fanndís Birna Logadóttir, Vésteinn Örn Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 10. apríl 2022 22:34 Forseti Úkraínu segir að rússneskur áróður muni ekki sigra. Anadolu Agency via Getty Image Ríkissaksóknari Úkraínu segir að rúmlega tólf hundruð lík hafi fundist í nágrenni við Kænugarð eftir að Rússar drógu herlið sitt til baka. Þá eru Rússar grunaðir um að hafa framið rúmlega 5.600 stríðsglæpi í Úkraínu frá því að innrásin hófst. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í dag og í kvöld. Helstu vendingar: Aukinn þungi hefur færst í innrás Rússa í Donetsk-héraði og yfirvöld hafa hvatt íbúa til að yfirgefa héraðið, áður en það verður of seint. Úkraínski herinn segir bílalest á vegum rússneskra hersveita vera á ferðinni við Kharkív. Úkraínsk yfirvöld segja Rússa stefna á að ná Mariupol alfarið á sitt vald. Skotið var á skóla og íbúðir í Luhansk og Dnipro héruðum í morgun þar sem einn særðist. Yfirvöld í Luhansk segja níu lestir tilbúnar til að flytja fólk af svæðinu. Flugvöllur í Dnipro er gjöreyðilagður eftir flugskeytaárás Rússa. Ákveðið hefur verið að opna öruggar flóttaleiðir á níu stöðum í Úkraínu í dag, einna helst í austurhluta landsins. Rúmlega 4500 manns flúðu borgir Úkraínu í gær þegar tíu flóttaleiðir voru opnaðar. Boris Johnson forseti Bretlands og Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti funduðu í Kænugarði í gær. Selenskí er staðráðinn í því að beita diplómatískum lausnum og eiga friðarviðræður við Rússa, þrátt fyrir árásir á óbreytta borgara. Varnamálaráðuneyti Bretlands segir vísbendingar um að Rússar hafi notað óbreytta borgara sem mennska skildi og vísvitandi ráðist á þá. Enn ein fjöldagröfin hefur fundist í bænum Buzova við Kænugarð. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að yfir 10 milljarðar evra hafi safnast fyrir úkraínska flóttamenn sem hluta af viðburðinum Stand Up for Ukraine. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Helstu vendingar: Aukinn þungi hefur færst í innrás Rússa í Donetsk-héraði og yfirvöld hafa hvatt íbúa til að yfirgefa héraðið, áður en það verður of seint. Úkraínski herinn segir bílalest á vegum rússneskra hersveita vera á ferðinni við Kharkív. Úkraínsk yfirvöld segja Rússa stefna á að ná Mariupol alfarið á sitt vald. Skotið var á skóla og íbúðir í Luhansk og Dnipro héruðum í morgun þar sem einn særðist. Yfirvöld í Luhansk segja níu lestir tilbúnar til að flytja fólk af svæðinu. Flugvöllur í Dnipro er gjöreyðilagður eftir flugskeytaárás Rússa. Ákveðið hefur verið að opna öruggar flóttaleiðir á níu stöðum í Úkraínu í dag, einna helst í austurhluta landsins. Rúmlega 4500 manns flúðu borgir Úkraínu í gær þegar tíu flóttaleiðir voru opnaðar. Boris Johnson forseti Bretlands og Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti funduðu í Kænugarði í gær. Selenskí er staðráðinn í því að beita diplómatískum lausnum og eiga friðarviðræður við Rússa, þrátt fyrir árásir á óbreytta borgara. Varnamálaráðuneyti Bretlands segir vísbendingar um að Rússar hafi notað óbreytta borgara sem mennska skildi og vísvitandi ráðist á þá. Enn ein fjöldagröfin hefur fundist í bænum Buzova við Kænugarð. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að yfir 10 milljarðar evra hafi safnast fyrir úkraínska flóttamenn sem hluta af viðburðinum Stand Up for Ukraine. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira