Fleiri lík finnast og Lúkasjenkó vill aðkomu að viðræðunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. apríl 2022 12:35 Myndir af konunni sem liggur hér á jörðinni hafa farið eins og eldur í sinu, enda aðkoman ein sú hryllilegasta í Bucha. Konan sat í bifreið sinni þegar skotið var á hana, með þeim afleiðingum að höfuð hennar splundraðist. epa/Roman Pilipey Washington Post hefur birt sláandi frétt frá Bucha, þar sem fleiri lík finnast á hverjum degi. Ein verstu hroðaverkin sem Rússar frömdu í bænum áttu sér stað í glerverksmiðju við jaðar bæjarins. Rannsakendur lýsa því hvernig lík Dmytro Chaplyhin, 21 árs, fannst liggjandi á möl, kviður hans marinn og hendur hans þaktar brunasárum eftir sígarettur. Banamein hans virðist hafa verið skot í brjóstið en líkamsleifum hans var síðan breytt í vopn, þegar þær voru tengdar jarðsprengju. „Við fáum tíu til tuttugu símtöl á dag vegna líka á borð við þetta,“ segir Ruslan Kravchenko, sem fer fyrir teymi á vegum saksóknaraembættisins á svæðinu. Lengra í burtu fundust tvö lík til viðbótar; tveir menn en annar annar þeirra hafði verið afhöfðaður. Enn lengra; fjórða líkið. Einhver hafði reynt að skera höfuðið af því en ekki tekist ætlunarverk sitt. Vitni að nafni Alexei segir fyrri mennina tvo hafa verið öryggisverði í verksmiðjunni. Hann segir Rússana hafa komið á heimili hans þrisvar, ölvaðir, og talað um að pynta Úkraínumenn. Út um allt í borginni hefur líkum verið safnað saman. Það gengur hægt að bera kennsl á þau og þeir sem sjá um að jarða þau hafa ekki undan. Hér má lesa umfjöllun Washington Post. Stórvinirnir Alexander Lúkasjenkó og Vladimir Pútín. Lúkasjenkó kennir Vesturlöndum um að hafa dregið sig inn í átökun, jafnvel þótt það séu Rússar sem séu að nota landið sem herstöð innrásarhersins.epa/Sputnik/Mikhail Klimentyev Lúkasjenkó vill aðkomu að friðarviðræðunum Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur nú stigið fram og sagt að Úkraínumenn og Rússar geti ekki undirritað friðarsamkomulag án aðkomu Hvítrússa. Fréttaveitan Belta hefur eftir forsetanum að hann muni funda með Vladimir Pútín Rússlandsforseta á næstu dögum. „Það er ekki hægt að hægt að gera samninga á bak við Hvíta-Rússland. Þar sem þið dróguð okkur inn í þetta, þá aðallega Vesturlönd, þá þurfa sjónarmið Hvíta-Rússlands að heyrast í þessum samningaviðræðum,“ er haft eftir forsetanum. Vladimir Makei, utanríkisráðherra Hvíta-Rússlands, hefur enn fremur sagt að Lúkasjenkó „verði að vera viðstaddur síðasta fundinn“. Lúkasjenkó segir Hvíta-Rússland að ósekju hafa verið úrskurðað „vitorðsmaður“ en Hvítrússar séu þeir sem kunna að gjalda átökin hæsta verðinu. Samningaviðræður Úkraínumanna og Rússa hafa gengið hægt hingað til og ef stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi hyggjast grípa inn í með eigin kröfum og skilmálum má gera ráð fyrir að þær flækist enn. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Rannsakendur lýsa því hvernig lík Dmytro Chaplyhin, 21 árs, fannst liggjandi á möl, kviður hans marinn og hendur hans þaktar brunasárum eftir sígarettur. Banamein hans virðist hafa verið skot í brjóstið en líkamsleifum hans var síðan breytt í vopn, þegar þær voru tengdar jarðsprengju. „Við fáum tíu til tuttugu símtöl á dag vegna líka á borð við þetta,“ segir Ruslan Kravchenko, sem fer fyrir teymi á vegum saksóknaraembættisins á svæðinu. Lengra í burtu fundust tvö lík til viðbótar; tveir menn en annar annar þeirra hafði verið afhöfðaður. Enn lengra; fjórða líkið. Einhver hafði reynt að skera höfuðið af því en ekki tekist ætlunarverk sitt. Vitni að nafni Alexei segir fyrri mennina tvo hafa verið öryggisverði í verksmiðjunni. Hann segir Rússana hafa komið á heimili hans þrisvar, ölvaðir, og talað um að pynta Úkraínumenn. Út um allt í borginni hefur líkum verið safnað saman. Það gengur hægt að bera kennsl á þau og þeir sem sjá um að jarða þau hafa ekki undan. Hér má lesa umfjöllun Washington Post. Stórvinirnir Alexander Lúkasjenkó og Vladimir Pútín. Lúkasjenkó kennir Vesturlöndum um að hafa dregið sig inn í átökun, jafnvel þótt það séu Rússar sem séu að nota landið sem herstöð innrásarhersins.epa/Sputnik/Mikhail Klimentyev Lúkasjenkó vill aðkomu að friðarviðræðunum Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur nú stigið fram og sagt að Úkraínumenn og Rússar geti ekki undirritað friðarsamkomulag án aðkomu Hvítrússa. Fréttaveitan Belta hefur eftir forsetanum að hann muni funda með Vladimir Pútín Rússlandsforseta á næstu dögum. „Það er ekki hægt að hægt að gera samninga á bak við Hvíta-Rússland. Þar sem þið dróguð okkur inn í þetta, þá aðallega Vesturlönd, þá þurfa sjónarmið Hvíta-Rússlands að heyrast í þessum samningaviðræðum,“ er haft eftir forsetanum. Vladimir Makei, utanríkisráðherra Hvíta-Rússlands, hefur enn fremur sagt að Lúkasjenkó „verði að vera viðstaddur síðasta fundinn“. Lúkasjenkó segir Hvíta-Rússland að ósekju hafa verið úrskurðað „vitorðsmaður“ en Hvítrússar séu þeir sem kunna að gjalda átökin hæsta verðinu. Samningaviðræður Úkraínumanna og Rússa hafa gengið hægt hingað til og ef stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi hyggjast grípa inn í með eigin kröfum og skilmálum má gera ráð fyrir að þær flækist enn.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira