Atvinnuflugmenn fordæma viðskipti ríkisstjórnarinnar við Bláfugl Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2022 16:18 Jón Þór Þorvaldsson formaður FIA. Vísir/Arnar Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) fordæmir að íslenska utanríkisráðuneytið hafi ráðið flugfélagið Bláfugl, Bluebird Nordic, til þess að annast flutning á varningi, þ.á.m. hergögnum, til Póllands til aðstoðar Úkraínu vegna innrásar Rússlands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu í dag. Kjarninn greindi frá því á mánudag að Bláfugl hefði tekið að sér flug með hergögn fyrir ráðuneytið. Í svörum utanríkisráðuneytisins til fréttastofu í vikunni kom fram að alls hefðu verið farin þrettán flug á vegum utanríkisráðuneytisins. Annars vegar er um að ræða vélar Atlanta og hins vegar Bláfugls. Athugasemdir FÍA snúa ekki að því að flugfélagið fljúgi með hergögn, þar með talið vopn, heldur að deilum sem félagið hefur átt við Bláfugl. FÍA segir Bláfugl, sem starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis, hafi brotið gegn íslenskri vinnulöggjöf með félagslegum undirboðum og gerviverktöku, og sniðgengið kjarasamning sinn við FÍA. Vél Blue Bird Nordic. Flugfélagið hefur farið nokkrar ferðir fyrir utanríkisráðuneytið með hergögn til Póllands.Bluebird Nordic „Bláfugl hefur auk þess alfarið hundsað niðurstöðu Félagsdóms sem féll þann 16. september síðastliðinn og með því gert alvarlega atlögu að stjórnarskrárvörðum rétti stéttarfélaga og réttindum íslensks launafólks sem vinnur samkvæmt kjarasamningi. Það hlýtur að vera krafa okkar allra að íslensk fyrirtæki virði gildandi lög, kjarasamninga og niðurstöður dómstóla.“ Það sé því með öllu óásættanlegt að það fái að viðgangast að íslenska ríkið, í umboði skattgreiðenda, eigi viðskipti við slíkt félag. „FÍA hefur áður skorað á viðeigandi eftirlitsaðila, yfirvöld og ráðherra að láta sig málið varða og tryggja að Bláfugl fylgi íslenskum lögum og fari eftir niðurstöðum dómstóla.“ Sigurður Örn Ágústsson, stjórnarformaður Bláfugls, sem lét af störfum sem forstjóri félagsins á dögunum.bláfugl Starfsemi Bláfugls fer nánast eingöngu fram erlendis en félagið er í eigu Avia Solutions, fyrirtækis sem gerir út frá Kýpur. Stærsti eigandi félagsins er Litháinn Gediminas Ziemelis. Stjórnarformaður félagsins er Sigurður Örn Ágústsson en hann var einnig forstjóri þar til nýlega. Hann sagði í samtali við fréttastofu fyrr í vikunni að brotthvarf hans úr stól forstjóra hefði legið fyrir í nokkurn tíma og tengdist með engum hætti verkefnum Bláfugls fyrir utanríkisráðuneytið. Fréttir af flugi Hernaður Utanríkismál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Sjá meira
Kjarninn greindi frá því á mánudag að Bláfugl hefði tekið að sér flug með hergögn fyrir ráðuneytið. Í svörum utanríkisráðuneytisins til fréttastofu í vikunni kom fram að alls hefðu verið farin þrettán flug á vegum utanríkisráðuneytisins. Annars vegar er um að ræða vélar Atlanta og hins vegar Bláfugls. Athugasemdir FÍA snúa ekki að því að flugfélagið fljúgi með hergögn, þar með talið vopn, heldur að deilum sem félagið hefur átt við Bláfugl. FÍA segir Bláfugl, sem starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis, hafi brotið gegn íslenskri vinnulöggjöf með félagslegum undirboðum og gerviverktöku, og sniðgengið kjarasamning sinn við FÍA. Vél Blue Bird Nordic. Flugfélagið hefur farið nokkrar ferðir fyrir utanríkisráðuneytið með hergögn til Póllands.Bluebird Nordic „Bláfugl hefur auk þess alfarið hundsað niðurstöðu Félagsdóms sem féll þann 16. september síðastliðinn og með því gert alvarlega atlögu að stjórnarskrárvörðum rétti stéttarfélaga og réttindum íslensks launafólks sem vinnur samkvæmt kjarasamningi. Það hlýtur að vera krafa okkar allra að íslensk fyrirtæki virði gildandi lög, kjarasamninga og niðurstöður dómstóla.“ Það sé því með öllu óásættanlegt að það fái að viðgangast að íslenska ríkið, í umboði skattgreiðenda, eigi viðskipti við slíkt félag. „FÍA hefur áður skorað á viðeigandi eftirlitsaðila, yfirvöld og ráðherra að láta sig málið varða og tryggja að Bláfugl fylgi íslenskum lögum og fari eftir niðurstöðum dómstóla.“ Sigurður Örn Ágústsson, stjórnarformaður Bláfugls, sem lét af störfum sem forstjóri félagsins á dögunum.bláfugl Starfsemi Bláfugls fer nánast eingöngu fram erlendis en félagið er í eigu Avia Solutions, fyrirtækis sem gerir út frá Kýpur. Stærsti eigandi félagsins er Litháinn Gediminas Ziemelis. Stjórnarformaður félagsins er Sigurður Örn Ágústsson en hann var einnig forstjóri þar til nýlega. Hann sagði í samtali við fréttastofu fyrr í vikunni að brotthvarf hans úr stól forstjóra hefði legið fyrir í nokkurn tíma og tengdist með engum hætti verkefnum Bláfugls fyrir utanríkisráðuneytið.
Fréttir af flugi Hernaður Utanríkismál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Sjá meira