„Þegar það er tekið frá þeim er ekkert annað í stöðunni en að taka þátt í baráttunni“ Sindri Sverrisson skrifar 7. apríl 2022 08:31 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir krýpur á hné ásamt liðsfélögum sínum í Orlando Pride á meðan að þjóðsöngur Bandaríkjanna ómar, fyrir leik gegn Washington Spirit 19. mars. Landsliðskonunni Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur rann blóðið til skyldunnar að taka þátt í baráttunni gegn nýsamþykktri lagasetningu í Flórída sem gagnrýnendur hafa kallað „Don‘t say gay“. Nýju lögin fela meðal annars í sér að foreldrum sé gert kleift að höfða mál á hendur skólastjórnendum ef fjallað er um samkynhneigð í kennslu 5 til 11 ára barna. Joe Biden Bandaríkjaforseti er meðal þeirra sem gagnrýndu frumvarpið. Gunnhildur Yrsa og liðsfélagar hennar í liði Orlando Pride hafa einnig tekið þátt í að berjast gegn ákvörðun stjórnvalda í Flórída. Gunnhildur, sem er sjálf samkynhneigð og í sambandi með markverði Pride, Erin McLeod, segist munu halda þeirri baráttu áfram þar til að hún skili árangri. View this post on Instagram A post shared by Gunny Jonsdottir (@gunnhilduryrsa) „Það hvernig þetta er í Flórída finnst mér bara vera mannréttindabrot. Ég mun alltaf taka þátt í baráttunni fyrir því að allir fái að lifa sínu lífi eins og þeir vilja, til að vera hamingjusamir. Þegar það er tekið frá þeim er ekkert annað í stöðunni en að taka þátt í baráttunni,“ sagði Gunnhildur á blaðamannafundi í Belgrad í gær, fyrir landsleik Íslands við Hvíta-Rússland sem fram fer í dag. Leikmenn Orlando Pride mættu til að mynda í bolum með áletruninni GAY í leik gegn North Carolina Courage í síðasta mánuði, og sendu frá sér yfirlýsingu ásamt karlaliðinu Orlando City þar sem frumvarpinu var mótmælt. Arrived. With a purpose. #AdAstra pic.twitter.com/1rjXvdq2eU— Orlando Pride (@ORLPride) March 26, 2022 „Við erum með ákveðið „platform“ til að geta sagt okkar skoðun og ég vil nota það til að tala um það sem ég hef trú á. Ég trúi því að allir eigi að fá að lifa sínu lífi og það er ekki þannig í Flórída. Ég mun taka þátt í þeirri baráttu þangað til ég get það ekki lengur, eða þar til að eitthvað er breytt, því þetta ástand er því miður ekki í lagi,“ sagði Gunnhildur. Orlando Pride hefur lengi tengst baráttunni fyrir réttindum LGBTQ+ fólks og á heimaleikvangi liðsins eru 49 regnbogalituð sæti til að heiðra minningu þeirra sem létust í skotárás á Pulse-skemmtistaðnum árið 2016. „Það er gaman að spila fyrir lið sem stendur fyrir ákveðna hluti eins og þessa. Orlando Pride hefur alltaf verið mjög mikið í baráttunni í þeim málum sem eru í gangi í heiminum og mér finnst mjög gaman að taka þátt í því. Þetta snýst um meira en fótboltann. Við getum gefið fólki rödd sem að getur ekki notað sína rödd,“ sagði Gunnhildur sem mun leiða íslenska landsliðið inn á völlinn í Belgrad sem fyrirliði í dag klukkan 16. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Bandaríkin Hinsegin Íslendingar erlendis Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Sjá meira
Nýju lögin fela meðal annars í sér að foreldrum sé gert kleift að höfða mál á hendur skólastjórnendum ef fjallað er um samkynhneigð í kennslu 5 til 11 ára barna. Joe Biden Bandaríkjaforseti er meðal þeirra sem gagnrýndu frumvarpið. Gunnhildur Yrsa og liðsfélagar hennar í liði Orlando Pride hafa einnig tekið þátt í að berjast gegn ákvörðun stjórnvalda í Flórída. Gunnhildur, sem er sjálf samkynhneigð og í sambandi með markverði Pride, Erin McLeod, segist munu halda þeirri baráttu áfram þar til að hún skili árangri. View this post on Instagram A post shared by Gunny Jonsdottir (@gunnhilduryrsa) „Það hvernig þetta er í Flórída finnst mér bara vera mannréttindabrot. Ég mun alltaf taka þátt í baráttunni fyrir því að allir fái að lifa sínu lífi eins og þeir vilja, til að vera hamingjusamir. Þegar það er tekið frá þeim er ekkert annað í stöðunni en að taka þátt í baráttunni,“ sagði Gunnhildur á blaðamannafundi í Belgrad í gær, fyrir landsleik Íslands við Hvíta-Rússland sem fram fer í dag. Leikmenn Orlando Pride mættu til að mynda í bolum með áletruninni GAY í leik gegn North Carolina Courage í síðasta mánuði, og sendu frá sér yfirlýsingu ásamt karlaliðinu Orlando City þar sem frumvarpinu var mótmælt. Arrived. With a purpose. #AdAstra pic.twitter.com/1rjXvdq2eU— Orlando Pride (@ORLPride) March 26, 2022 „Við erum með ákveðið „platform“ til að geta sagt okkar skoðun og ég vil nota það til að tala um það sem ég hef trú á. Ég trúi því að allir eigi að fá að lifa sínu lífi og það er ekki þannig í Flórída. Ég mun taka þátt í þeirri baráttu þangað til ég get það ekki lengur, eða þar til að eitthvað er breytt, því þetta ástand er því miður ekki í lagi,“ sagði Gunnhildur. Orlando Pride hefur lengi tengst baráttunni fyrir réttindum LGBTQ+ fólks og á heimaleikvangi liðsins eru 49 regnbogalituð sæti til að heiðra minningu þeirra sem létust í skotárás á Pulse-skemmtistaðnum árið 2016. „Það er gaman að spila fyrir lið sem stendur fyrir ákveðna hluti eins og þessa. Orlando Pride hefur alltaf verið mjög mikið í baráttunni í þeim málum sem eru í gangi í heiminum og mér finnst mjög gaman að taka þátt í því. Þetta snýst um meira en fótboltann. Við getum gefið fólki rödd sem að getur ekki notað sína rödd,“ sagði Gunnhildur sem mun leiða íslenska landsliðið inn á völlinn í Belgrad sem fyrirliði í dag klukkan 16.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Bandaríkin Hinsegin Íslendingar erlendis Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Sport Fleiri fréttir „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Sjá meira