Biden fordæmir „hatursfulla“ löggjöf gegn hinsegin fræðslu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2022 08:29 Andstæðingar frumvarpsins hafa meðal annars áhyggjur af því hvaða áhrif lögin muni hafa á sjálfsmynd hinsegin barna og ungmenna. epa/Cristobal Herrera Joe Biden Bandaríkjaforseti gagnrýnir harðlega frumvarp sem liggur fyrir þinginu í Flórída, þar sem kveðið er á um bann gegn því að minnast á samkynhneigð í barnaskólum. Ríkisstjórinn Ron DeSantis virðist styðja frumvarpið og þá hefur það nægilegan stuðning í þinginu til að verða að lögum á næstu dögum eða vikum. Andstæðingar þess segja það kynda undir fordóma gegn hinsegin fólki en fylgismenn að það snúist um að tryggja rétt foreldra. Frumvarpið mun meðal annars gera foreldrum kleift að höfða mál á hendur skólastjórnendum ef fjallað er um samkynhneigð í kennslu 5 til 11 ára barna. Forsetinn, eða aðstoðarmaður hans fyrir hann, tísti í fyrradag að hann vildi að allt hinsegin fólk vissi að það væri elskað og samþykkt nákvæmlega eins og það væri. „Ég styð við bakið á ykkur og ríkisstjórn mín mun halda áfram að berjast fyrir þeirri vernd og því öryggi sem þið verðskuldið,“ sagði hann. Kallaði hann umrætt frumvarp „hatursfullt“. I want every member of the LGBTQI+ community — especially the kids who will be impacted by this hateful bill — to know that you are loved and accepted just as you are. I have your back, and my Administration will continue to fight for the protections and safety you deserve. https://t.co/OcAIMeVpHL— President Biden (@POTUS) February 8, 2022 Eins og sakir standa eru lög í gildi í fjórum ríkjum Bandaríkjanna sem banna umræðu um aðrar kynhneigðir en gagnkynhneigð í barnaskólum. Ríkin eru Louisiana, Mississippi, Oklahoma og Texas. Þá samþykkti löggjafinn í Tennessee og Montana lög í fyrra þar sem kveðið var á um að foreldrar hefðu til þess heimild að krefjast þess að börnin þeirra væru ekki látin sitja undir umræðu um kynhneigð eða kynvitund. Bannið í Flórída kveður á um fræðslu í barnaskólum en í frumvarpinu eru skólastjórnendur einnig hvattir til að forðast umræðu um hinsegin málefni almennt, þegar það þykir ekki hæfa aldri eða þroska nemenda. DeSantis sagði á mánudag að skólar ættu að einbeita sér að kennslu vísinda og sögu og forðast umfjöllun um „óviðeigandi viðfangsefni“. Þá snérist málið raunverulega um að leyfa foreldrum að hafa eitthvað um það að segja hvað gerðist í skólastofunni. BBC fjallar um málið. Bandaríkin Mannréttindi Hinsegin Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Ríkisstjórinn Ron DeSantis virðist styðja frumvarpið og þá hefur það nægilegan stuðning í þinginu til að verða að lögum á næstu dögum eða vikum. Andstæðingar þess segja það kynda undir fordóma gegn hinsegin fólki en fylgismenn að það snúist um að tryggja rétt foreldra. Frumvarpið mun meðal annars gera foreldrum kleift að höfða mál á hendur skólastjórnendum ef fjallað er um samkynhneigð í kennslu 5 til 11 ára barna. Forsetinn, eða aðstoðarmaður hans fyrir hann, tísti í fyrradag að hann vildi að allt hinsegin fólk vissi að það væri elskað og samþykkt nákvæmlega eins og það væri. „Ég styð við bakið á ykkur og ríkisstjórn mín mun halda áfram að berjast fyrir þeirri vernd og því öryggi sem þið verðskuldið,“ sagði hann. Kallaði hann umrætt frumvarp „hatursfullt“. I want every member of the LGBTQI+ community — especially the kids who will be impacted by this hateful bill — to know that you are loved and accepted just as you are. I have your back, and my Administration will continue to fight for the protections and safety you deserve. https://t.co/OcAIMeVpHL— President Biden (@POTUS) February 8, 2022 Eins og sakir standa eru lög í gildi í fjórum ríkjum Bandaríkjanna sem banna umræðu um aðrar kynhneigðir en gagnkynhneigð í barnaskólum. Ríkin eru Louisiana, Mississippi, Oklahoma og Texas. Þá samþykkti löggjafinn í Tennessee og Montana lög í fyrra þar sem kveðið var á um að foreldrar hefðu til þess heimild að krefjast þess að börnin þeirra væru ekki látin sitja undir umræðu um kynhneigð eða kynvitund. Bannið í Flórída kveður á um fræðslu í barnaskólum en í frumvarpinu eru skólastjórnendur einnig hvattir til að forðast umræðu um hinsegin málefni almennt, þegar það þykir ekki hæfa aldri eða þroska nemenda. DeSantis sagði á mánudag að skólar ættu að einbeita sér að kennslu vísinda og sögu og forðast umfjöllun um „óviðeigandi viðfangsefni“. Þá snérist málið raunverulega um að leyfa foreldrum að hafa eitthvað um það að segja hvað gerðist í skólastofunni. BBC fjallar um málið.
Bandaríkin Mannréttindi Hinsegin Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira