Mike Dean: Hótuðu að henda bensínsprengju á húsið hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2022 13:30 Tomas Soucek reynir að tala sínu máli en Mike Dean vildi ekki hlusta á hann eða fara í Varsjána. EPA-EFE/Adam Davy Mike Dean hefur gengið í gegnum ýmislegt á 22 ára dómaraferli sínum í ensku úrvalsdeildinni en í viðtali við breska ríkisútvarpið þá sagði hann eina svakalega sögu af eftirmálum leiks sem hann dæmdi. Dean hefur ákveðið að hætta að dæma eftir þetta tímabil og blaðamaður breska ríkisútvarpsins ræddi við kappann af því tilefni. Dean hefur oftar en ekki fengið mikla athygli eftir umdeilda dóma en hann er líka þekktur fyrir skemmtilega svipi og litríka framkomu á vellinum. Það er þó ein saga sem sló menn kannski mest þegar Mike Dean rifjaði upp feril sinn. Working at a chicken factory Intimidating managers Death threatsMike Dean has experienced a lot as a referee!— BBC Sport (@BBCSport) April 4, 2022 Dean sagði þá frá því sem gerðist í febrúar 2021 eftir að hann rak miðjumann West Ham, Tomas Soucek, af velli í lok leiks á móti Fulham. Varsjáin bað Dean um að skoða sjónvarpið á hliðarlínunni eftir að Soucek gaf Aleksandar Mitrovic olnbogaskot í andlitið. Dean gerði það ekki. Ákvörðunin var gagnrýnd harðlega og rauða spjaldið hans Soucek seinna dregið til baka. „Dóttur minni var hótað lífláti,“ sagði Mike Dean. „Þeir voru að segja að þeir vissu hvað við bjuggum og þeir ætluðu að mæta og henda bensínsprengju á húsið. Þetta var ansi slæmt,“ sagði Dean. „Ég lét ensku úrvalsdeildina vita og þeir kölluðu til lögreglu. Ég kærði þetta til lögreglunnar og þeir mættu síðan á svæðið,“ sagði Dean. „Þetta hafði mjög slæm áhrif á fjölskyldu mína í nokkrar vikur á eftir. Ég afbókaði mig af leikjum af því að ég var ekki í réttu hugarástandi til að dæma,“ sagði Dean. „Ég er vanalega nokkuð sterkur einstaklingur en ég get líka verið veikur fyrir. Ég þurfti samt að vera sterkur fyrir fjölskyldu mína þessa viku. Þetta var erfitt,“ sagði Dean. „Ég fékk síðan leik hjá West Ham aðeins fjórum vikum seinna. Það kom mér á óvart að fá leik með þeim svo snemma. Ég bað Soucek afsökunar og hann kom til mín og allt gekk vel,“ sagði Dean. Það má lesa allt viðtalið við hann hér. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Sjá meira
Dean hefur ákveðið að hætta að dæma eftir þetta tímabil og blaðamaður breska ríkisútvarpsins ræddi við kappann af því tilefni. Dean hefur oftar en ekki fengið mikla athygli eftir umdeilda dóma en hann er líka þekktur fyrir skemmtilega svipi og litríka framkomu á vellinum. Það er þó ein saga sem sló menn kannski mest þegar Mike Dean rifjaði upp feril sinn. Working at a chicken factory Intimidating managers Death threatsMike Dean has experienced a lot as a referee!— BBC Sport (@BBCSport) April 4, 2022 Dean sagði þá frá því sem gerðist í febrúar 2021 eftir að hann rak miðjumann West Ham, Tomas Soucek, af velli í lok leiks á móti Fulham. Varsjáin bað Dean um að skoða sjónvarpið á hliðarlínunni eftir að Soucek gaf Aleksandar Mitrovic olnbogaskot í andlitið. Dean gerði það ekki. Ákvörðunin var gagnrýnd harðlega og rauða spjaldið hans Soucek seinna dregið til baka. „Dóttur minni var hótað lífláti,“ sagði Mike Dean. „Þeir voru að segja að þeir vissu hvað við bjuggum og þeir ætluðu að mæta og henda bensínsprengju á húsið. Þetta var ansi slæmt,“ sagði Dean. „Ég lét ensku úrvalsdeildina vita og þeir kölluðu til lögreglu. Ég kærði þetta til lögreglunnar og þeir mættu síðan á svæðið,“ sagði Dean. „Þetta hafði mjög slæm áhrif á fjölskyldu mína í nokkrar vikur á eftir. Ég afbókaði mig af leikjum af því að ég var ekki í réttu hugarástandi til að dæma,“ sagði Dean. „Ég er vanalega nokkuð sterkur einstaklingur en ég get líka verið veikur fyrir. Ég þurfti samt að vera sterkur fyrir fjölskyldu mína þessa viku. Þetta var erfitt,“ sagði Dean. „Ég fékk síðan leik hjá West Ham aðeins fjórum vikum seinna. Það kom mér á óvart að fá leik með þeim svo snemma. Ég bað Soucek afsökunar og hann kom til mín og allt gekk vel,“ sagði Dean. Það má lesa allt viðtalið við hann hér.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Sjá meira