Innlent

270 metra langur prins leggur að bryggju í Reykjavík

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Prinsinn er stærðarinnar skip.
Prinsinn er stærðarinnar skip. Vísir/Vilhelm

Breska flugmóðurskipið HMS Prince of Wales siglir nú inn til hafnar í Skarfabakka. Vera skipsins er alls ótengd varnaræfingunni Norður-Víkingi sem stendur yfir hér á landi. 

Flugmóðurskipið er það nýtt að það telst enn vera í reynslusiglingum, sem hófust í fyrra, en ekki er gert ráð fyrir að það verði komið í fulla þjónustu breska sjóhersins fyrr en á næsta ári.

Hingað kemur það frá Noregsströndum þar sem það tók þátt í sinni fyrstu heræfingu, Cold Response.

Koma skipsins til Íslands tengist þó ekki varnaræfingunni Norður-Víkingi heldur er liður í reynslusiglingum skipsins um Norður-Atlantshaf.

Prinsinn á leið til hafnar í fylgd íslenskra dráttarbáta.Vísir/Vilhelm

Skipið er 280 metrar á lengd og 73 metrar á breidd. Það slagar því upp í þrjá knattspyrnuvelli á lengd og er litlu breiðari en hæð Hallgrímskirkju.

Athugasemd ritstjórnar

Upphaflega stóð í fréttinni að Prinsinn væri hér á landi í tengslum við varnaræfinguna Norður-Víking 2022. Hið rétta er að vera skipsins tengist æfingunni ekki.

Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm
Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir

Tvö þýsk herskip komin til Reykjavíkur

Tvö þýsk herskip komu til hafnar við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. Þau liggja þar við bryggju. Á Marine Traffic má sjá að annað þeirra ber nafnið Schleswig Holstein en hitt Sachsen eftir samnefndum þýskum sambandslöndum.

Um­fangs­mikil varnar­æfing við Ís­lands­strendur í byrjun apríl

Dagana 2. til 14. apríl næstkomandi fer varnaræfingin Norður-Víkingur 2022 fram á Íslandi og á hafinu í kringum landið. Megintilgangur æfingarinnar er að æfa varnir sjóleiða umhverfis Ísland og mikilvægra öryggisinnviða en einnig leit og björgun á sjó og landi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×