Enski boltinn

Everton heldur áfram að tapa á útivelli

Atli Arason skrifar
Michael Oliver sýnir Michael Keane rauða spjaldið í leiknum í dag. 
Michael Oliver sýnir Michael Keane rauða spjaldið í leiknum í dag.  Getty Images

West Ham vann Everton 2-1 á heimavelli í dag. Everton er því áfram án sigurs í útileik undir stjórn Frank Lampard en þetta var 11. leikur Lampard með liðið og sá 5. á útivelli í öllum keppnum.

Aaron Cresswell gerði fyrsta mark leiksins beint úr aukaspyrnu og það var ekki af verri gerðinni en Cresswell var að leika sinn 250. leik í úrvalsdeildinni. Í hálfleik var Everton ekki búið að ná skoti á markramma West Ham, þá voru liðnar 376 mínútur af fótbolta frá því að Everton átti síðan tilraun að marki andstæðinga.

Gestirnir voru þó beittari í upphafi síðari hálfleiks og það leið ekki að löngu áður en fyrsta marktilraun og síðar fyrsta mark Everton kom þegar Mason Holgate skoraði á 53. mínútu. Var mark Holgate það fyrsta sem Everton skorarar á útvelli undir stjórn Lampard, ef sjálfsmark Jamal Lascelles, leikmann Newcastle, er ekki tekið með í reikningin. Gestirnir voru þó ekki lengí í paradís þar sem Jarrod Bowen kemur West Ham aftur yfir fimm mínútum síðar eftir slæm mistök í vörn Everton. Vont var síðan verra þegar Michael Keane, varnarmaður Everton fékk rautt spjald á 65. mínútu og gerði í raun vonir Everton um endurkomu að engu. 2-1 urðu lokatölur.

West Ham fer uppfyrir Manchester United í sjötta sætið með sigrinum. Bæði lið eru með 51 stig en West Ham með betri markatölu. Manchester United á þó einn leik til góða á Lundúnarliðið. Næsti leikur liðsins er gegn Lyon í Evrópudeildinni á fimmtudag. Everton er hins vegar í afar slæmum málum. Liðið er með 25 stig í 17. sæti, þremur stigum frá fallsvæðinu. Næsti leikur Everton er sex stiga fallbaráttuslagur við lið Burnley á miðvikudaginn næsta.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×