Enski boltinn

Einungis í annað skipti í sögu úrvalsdeildar sem Chelsea tapar með þremur mörkum fyrir nýliðum

Atli Arason skrifar
Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea.
Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea. EPA-EFE/Tim Keeton

Chelsea tapaði 1-4 á heimavelli gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í gær. Var þetta fyrsta tap liðsins eftir að viðskiptaþvinganir á Roman Abramovich, eiganda liðsins, voru kynntar. Tölfræðiveitan OptaJoe hefur tekið saman nokkra áhugaverða punkta úr þessu óvænta tapi liðsins.

Þetta er aðeins í annað sinn sem Chelsea tapar gegn nýliðum í úrvalsdeildinni með þremur mörkum eða meira. Hitt tapið kom í apríl á síðasta ári.

Chelsea er fyrsta liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að tapa leik með þriggja marka mun, eftir að hafa skorað fyrsta mark leiksins.

Ósigur Chelsea var einungis í annað sinn sem Chelsea tapar Lundúnaslag með þremur mörkum eða meira í ensku úrvalsdeildinni. Hitt tapið var 0-3 ósigur gegn Arsenal árið 1997.

Sigur Brentford í gær var fyrsti sigur liðsins á Chelsea í öllum keppnum frá árinu 1939.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×