Liver­pool á topp ensku úr­vals­deildarinnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Liverpool er komið á toppinn.
Liverpool er komið á toppinn. EPA-EFE/ANDREW YATES

Liverpool er komið tímabundið á topp ensku úrvalsdeildarinnar. Watford mætti í heimsókn á Anfield í fyrsta leik dagsins og fóru heimamenn með sannfærandi 2-0 sigur af hólmi.

Nokkrir af lykilmönnum Liverpool byrjuðu á bekknum enda margir hverjir nýkomnir heim eftir landsleikjahlé. Joe Gomez byrjaði til að mynda í hægri bakverði og gerði hann sitt besta til að herma eftir Trent Alexander-Arnold sem sat allan tímann á varamannabekk liðsins.

Þegar 22 mínútur voru liðnar átti Gomez nefnilega frábæra sendingu inn á vítateig Watford, Portúgalinn Diogo Jota var fljótastur að átta sig og stangaði boltann í netið. Var þetta 20. mark Jota á leiktíðinni.

Fleiri urðu mörkin ekki og staðan 1-0 í hálfleik. Það leit svo lengi vel út fyrir að það yrði lokatölur leiksins en undir lok leiks fengu heimamenn vítaspyrnu. Fabinho fór á punktinn og þrumaði tuðrunni upp í vinstra hornið, staðan orðin 2-0 og voru það lokatölur á Anfield í dag.

Liverpool er þar með komið á topp deildarinnar með 72 stig en Manchester City getur farið upp í 73 stig með sigri á Burnley síðar í dag.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira