Samið um smíði þjóðargjafar vegna afmælis fullveldisins Kristján Már Unnarsson skrifar 31. mars 2022 22:22 Samningur um smíðina undirritaður í höfuðstöðvum Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði síðdegis. Egill Aðalsteinsson Samningur um smíði nýs hafrannsóknaskips var undirritaður nú síðdegis. Áætlað er smíðin kosti um 4,7 milljarða króna og á skipið að vera tilbúið haustið 2024, eftir 30 mánuði. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá athöfninni í höfuðstöðvum Hafró í Hafnarfirði þegar ráðherrarnir Bjarni Benediktsson og Svandís Svavarsdóttir, ásamt Þorsteini Sigurðssyni, forstjóra Hafrannsóknastofnunar, skrifuðu undir samninginn við skipasmíðastöðina Astilleros Armón í Vigo á Spáni. Spænska stöðin átti lægsta tilboð í smíði skipsins, um 33,5 milljónir evra, og var gengið að því. Nýja skipið á að vera tilbúið haustið 2024 og leysir af Bjarna Sæmundsson.Hafrannsóknastofnun Alþingi samþykkti þingsályktun um smíði skipsins á hátíðarfundi á Lögbergi á Þingvöllum sumarið 2018 í tilefni eitthundrað ára fullveldisafmælisins. Tillagan gerði ráð fyrir að skipið yrði smíðað á árunum 2020 og 2021. „Öflugar hafrannsóknir og vöktun á umhverfi sjávar eru forsenda sjálfbærrar nýtingar sjávarauðlindanna sem auka þekkingu á umhverfinu og þeim breytingum sem þar eru að verða,“ sagði í greinargerð tillögunnar sem formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi stóðu að með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem fyrsta flutningsmann. Að lokinni undirritun. Frá vinstri Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Laudelino Alperi Baragaño, forstjóri Astilleros Armón í Vigo.Egill Aðalsteinsson Nýja skipinu er ætlað að koma í stað rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar, sem smíðað var árið 1970 og verður þannig 52 ára gamalt í ár. Nýrra skip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson, var smíðað árið 2000, og er því 22 ára gamalt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vísindi Sjávarútvegur Umhverfismál Alþingi Þingvellir Spánn Tengdar fréttir Hafró fær loksins langþráð rannsóknarskip Á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í næstu viku verða afgreiddar tvær tillögur formanna allra flokka á þingi um kaup á nýju rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun og stofnun Barnamenningarsjóðs sem fær fimm hundruð milljónir króna á næstu fimm árum. 13. júlí 2018 20:22 Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá athöfninni í höfuðstöðvum Hafró í Hafnarfirði þegar ráðherrarnir Bjarni Benediktsson og Svandís Svavarsdóttir, ásamt Þorsteini Sigurðssyni, forstjóra Hafrannsóknastofnunar, skrifuðu undir samninginn við skipasmíðastöðina Astilleros Armón í Vigo á Spáni. Spænska stöðin átti lægsta tilboð í smíði skipsins, um 33,5 milljónir evra, og var gengið að því. Nýja skipið á að vera tilbúið haustið 2024 og leysir af Bjarna Sæmundsson.Hafrannsóknastofnun Alþingi samþykkti þingsályktun um smíði skipsins á hátíðarfundi á Lögbergi á Þingvöllum sumarið 2018 í tilefni eitthundrað ára fullveldisafmælisins. Tillagan gerði ráð fyrir að skipið yrði smíðað á árunum 2020 og 2021. „Öflugar hafrannsóknir og vöktun á umhverfi sjávar eru forsenda sjálfbærrar nýtingar sjávarauðlindanna sem auka þekkingu á umhverfinu og þeim breytingum sem þar eru að verða,“ sagði í greinargerð tillögunnar sem formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi stóðu að með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem fyrsta flutningsmann. Að lokinni undirritun. Frá vinstri Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra og Laudelino Alperi Baragaño, forstjóri Astilleros Armón í Vigo.Egill Aðalsteinsson Nýja skipinu er ætlað að koma í stað rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar, sem smíðað var árið 1970 og verður þannig 52 ára gamalt í ár. Nýrra skip Hafrannsóknastofnunar, Árni Friðriksson, var smíðað árið 2000, og er því 22 ára gamalt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vísindi Sjávarútvegur Umhverfismál Alþingi Þingvellir Spánn Tengdar fréttir Hafró fær loksins langþráð rannsóknarskip Á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í næstu viku verða afgreiddar tvær tillögur formanna allra flokka á þingi um kaup á nýju rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun og stofnun Barnamenningarsjóðs sem fær fimm hundruð milljónir króna á næstu fimm árum. 13. júlí 2018 20:22 Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Hafró fær loksins langþráð rannsóknarskip Á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í næstu viku verða afgreiddar tvær tillögur formanna allra flokka á þingi um kaup á nýju rannsóknarskipi fyrir Hafrannsóknarstofnun og stofnun Barnamenningarsjóðs sem fær fimm hundruð milljónir króna á næstu fimm árum. 13. júlí 2018 20:22
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent