Erlent

Réðust inn í flótta­manna­búðir á Vestur­bakkanum

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Frá aðgerðum ísraelska hersins í Yabad á Vesturbakkanum í gær.
Frá aðgerðum ísraelska hersins í Yabad á Vesturbakkanum í gær. EPA

Ísraelskir hermenn réðust inn í flóttamannabúðir á Vesturbakkanum í morgun og í kjölfarið hófst skotbardagi á milli hersins og Palestínumanna í búðunum.

AP fréttaveitan hefur eftir heilbrigðisráðuneyti Palestínu að tveir Palestínumenn hafi fallið í átökunum og tugir séu særðir. Hinir látnu eru sagðir hafa verið sautján og 23 ára.

Á sama tíma stakk Palestínumaður ísraelskan mann í strætisvagni á Vesturbakkanum og var árásarmaðurinn skotinn til bana skömmu síðar. Sá sem fyrir stungunni varð var fluttur á sjúkrahús.

Innrás Ísraela í flóttamannabúðirnar kemur í kjölfar tíðra árása síðustu daga á ísraelska borgara þar sem alls ellefu hafa látið lífið. Ekki hafa svo margir látist í árásum sem þessum í Ísrael á einni viku í sextán ár.

Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraels, tilkynnti í gær að ríkisstjórnin hafi fyrirskipað að þúsund hermenn hafi verið kallaðir út til að aðstoða lögregluna í landinu vegna hinna tíðu árása.


Tengdar fréttir

Fimm skotnir til bana í út­hverfi Tel Avív

Fimm voru skotnir til bana af palestínskum byssumanni í úthverfi ísraelsku stórborgarinnar Tel Aviv í nótt. Þetta er þriðja slíka banvæna árásin á einni viku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×