Vaktin: Selenskí segir rússneska herinn hörfa frá norðurhluta Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 31. mars 2022 23:27 Vólódímír Selenskí telur að rússneski herinn muni sækja enn harðar á öðrum vígstöðum. Getty Rússar hafa heitið því að opna „mannúðarhlið“ frá Maríupól í dag. Að sögn varaforsætsiráðherra Úkraínu hefur röð hópferðabifreiða lagt af stað til borgarinnar til að freista þess að koma íbúum burt. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, segir Vladimír Pútin, forseta Rússlands, vera valdaminni mann en hann var fyrir innrásina í Úkraínu. Hann væri fangi í eigin búri. Ráðamenn í Bandaríkjunum telja að aukin áhersla Rússa á að ná tökum á Donbas-héraði gæti dregið stríðið í Úkraínu á langinn. Þar hefur í raun verið stríð samfleytt undanfarin átta ár og Bandaríkjamenn telja að úkraínskar hersveitir í héraðinu hafi veitt Rússum harða mótspyrnu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir að hersveitir Rússa séu ekki að hörfa heldur séu Rússar að endurskipuleggja sig. Á sama tíma og Rússar ætli sér að gefa aukinn kraft í sókn þeirra í Donbass, ætli þeir að halda áfram þrýstingi á Úkraínumenn við Kænugarð. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í dag undir skipun um að 134.500 ungir menn yrðu kvaddir í rússneska herinn. Um árlegan viðburð er að ræða og halda forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands að herkvaðningin komi innrásinni í Úkraínu ekkert við. Rússneska varnarmálaráðuneytið tilkynnti í morgun um tímabundið vopnahlé í Maríupól í dag til að greiða fyrir rýmingu borgarinnar. Friðarviðræður milli Úkraínumanna og Rússa munu halda áfram á morgun. Selenskí sagði Úkraínu þurfa aðstoð og vopn. „Frelsið á ekki að vera verr vopnað en harðræði,“ sagði hann. Viðskiptaþvinganir Vesturlanda eru sagðar hafa komið hart niður á framleiðslu bifreiða og skriðdreka í Rússlandi. Rúblan hefur náð fyrri styrk en olíuverð lækkað. Líklega má rekja þetta til kröfu Rússa um að fá greitt fyrir orku í eigin gjaldmiðli og til fyrirætlana ráðamanna vestanhafs að ganga á olíubirgðir sínar. Átta rússneskir auðmenn sem eru nú á lista yfir þá sem sæta viðskiptaþvingunum fengu svokallað „gullið vegabréf“ í Bretlandi, eftir að hafa lofað að fjárfesta þar fyrir að minnsta kosti 2 milljónir punda. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, segir Vladimír Pútin, forseta Rússlands, vera valdaminni mann en hann var fyrir innrásina í Úkraínu. Hann væri fangi í eigin búri. Ráðamenn í Bandaríkjunum telja að aukin áhersla Rússa á að ná tökum á Donbas-héraði gæti dregið stríðið í Úkraínu á langinn. Þar hefur í raun verið stríð samfleytt undanfarin átta ár og Bandaríkjamenn telja að úkraínskar hersveitir í héraðinu hafi veitt Rússum harða mótspyrnu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir að hersveitir Rússa séu ekki að hörfa heldur séu Rússar að endurskipuleggja sig. Á sama tíma og Rússar ætli sér að gefa aukinn kraft í sókn þeirra í Donbass, ætli þeir að halda áfram þrýstingi á Úkraínumenn við Kænugarð. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í dag undir skipun um að 134.500 ungir menn yrðu kvaddir í rússneska herinn. Um árlegan viðburð er að ræða og halda forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands að herkvaðningin komi innrásinni í Úkraínu ekkert við. Rússneska varnarmálaráðuneytið tilkynnti í morgun um tímabundið vopnahlé í Maríupól í dag til að greiða fyrir rýmingu borgarinnar. Friðarviðræður milli Úkraínumanna og Rússa munu halda áfram á morgun. Selenskí sagði Úkraínu þurfa aðstoð og vopn. „Frelsið á ekki að vera verr vopnað en harðræði,“ sagði hann. Viðskiptaþvinganir Vesturlanda eru sagðar hafa komið hart niður á framleiðslu bifreiða og skriðdreka í Rússlandi. Rúblan hefur náð fyrri styrk en olíuverð lækkað. Líklega má rekja þetta til kröfu Rússa um að fá greitt fyrir orku í eigin gjaldmiðli og til fyrirætlana ráðamanna vestanhafs að ganga á olíubirgðir sínar. Átta rússneskir auðmenn sem eru nú á lista yfir þá sem sæta viðskiptaþvingunum fengu svokallað „gullið vegabréf“ í Bretlandi, eftir að hafa lofað að fjárfesta þar fyrir að minnsta kosti 2 milljónir punda. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent