Bandaríkin vara við að lesa of mikið í tilfæringar rússnesks herliðs frá Kiev Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. mars 2022 23:31 Frá Mikolaiv í Úkraínu, þar sem loftárásir hafa verið gerðar að undanförnu. AP Photo/Petros Giannakouris Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og embættismenn í stjórn hans segja of snemmt að leggja mat á fullyrðingar rússneskra yfirvalda um að verið sé að draga rússneska hermenn frá Kiev, höfuðborg Úkraínu. Rússar hafa gefið til kynna að þeir muni draga til baka herlið í nágrenni höfuðborgarinnar. Biden sagðist á fréttamannafundi í Hvíta húsinu í dag ekki lesa of mikið í slíkar fullyrðingar enn sem komið er. „Við þurfum að sjá til. Ég mun ekki lesa of mikið í þetta fyrr en við sjáum aðgerðir af þeirra hálfu. Við sjáum til hvort að þeir muni láta þetta verða að veruleika,“ sagði Biden. Embættismenn fullir efasemda Breska varnarmálaráðuneytið telur að ef rússneski herinn sé að draga sig frá Kiev sé það frekar merki um að yfirmenn hersins meti það sem svo að Rússum muni ekki takast að umkringja borgina. Frá Maríupol.AP Photo/Alexei Alexandrov Í frétt CNN kemur fram að bandarískir embættismenn treysti ekki fullyrðingum Rússa, þrátt fyrir að gögn bendi til þess að einhver hreyfing sé á rússneskum hermönnum í átt frá Kiev. „Við höfum enga ástæðu til þess að ætla að Rússar hafi breytt áætlunum sínum,“ sagði, Kate Bedingfield, samskiptastjóri Hvíta hússins við blaðamenn í dag. „Við teljum að þeir séu að koma sér fyrir á nýjum stað, fremur en að draga sig í hlé,“ sagði John Kirby, blaðafulltrúi bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Kom fram í máli hans að ráðuneytið teldi að aðeins lítill hluti rússnesks herliðs í grennd við Kiev hafi verið færður. Vara við of mikilli bjartsýni vegna jákvæðra frétta af viðræðum Greint var frá því í dag að nokkur árangur virðist hafa náðst í friðarviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Tyrklandi í dag sem gæti leitt til beinna viðræðna á milli forseta landanna. Samningamenn þjóðanna komu saman augliti til auglitis í fyrsta skipti í um þrjár vikur í Tyrklandi í dag. Ráðgjafi Selenskí Úkraínuforseta segir að Rússum hafi verið afhentar tilögur um hvernig enda megi stríðið meðal annars með yfrlýsingu um hlutleysi Úkraínu og að landið gangi ekki í NATO. Nú væri það Rússa að koma með andsvar við tillögunum. Mykhailo Podolyak ráðgjafi Selenskí forseta Úkraínu tók þátt í viðræðunum í dag. Hann segir tillögur Úkraínumanna skapa grundvöll fyrir fundi forsetans með Pútín Rússlandsforseta. Í frétt CNN kemur fram að bandarískir embættismenn vari við því að fréttir af gangi viðræðanna vekji of mikla bjartsýni, efasemdir séu uppi um að Pútín taki þátt í viðræðunum af heilum hug. Athygli vekur einnig að bandarískir embættismenn séu ekki vissir um hvert lokamarkmið Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, sé með viðræðunum. Bandaríkin Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Joe Biden Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Rússar hafa gefið til kynna að þeir muni draga til baka herlið í nágrenni höfuðborgarinnar. Biden sagðist á fréttamannafundi í Hvíta húsinu í dag ekki lesa of mikið í slíkar fullyrðingar enn sem komið er. „Við þurfum að sjá til. Ég mun ekki lesa of mikið í þetta fyrr en við sjáum aðgerðir af þeirra hálfu. Við sjáum til hvort að þeir muni láta þetta verða að veruleika,“ sagði Biden. Embættismenn fullir efasemda Breska varnarmálaráðuneytið telur að ef rússneski herinn sé að draga sig frá Kiev sé það frekar merki um að yfirmenn hersins meti það sem svo að Rússum muni ekki takast að umkringja borgina. Frá Maríupol.AP Photo/Alexei Alexandrov Í frétt CNN kemur fram að bandarískir embættismenn treysti ekki fullyrðingum Rússa, þrátt fyrir að gögn bendi til þess að einhver hreyfing sé á rússneskum hermönnum í átt frá Kiev. „Við höfum enga ástæðu til þess að ætla að Rússar hafi breytt áætlunum sínum,“ sagði, Kate Bedingfield, samskiptastjóri Hvíta hússins við blaðamenn í dag. „Við teljum að þeir séu að koma sér fyrir á nýjum stað, fremur en að draga sig í hlé,“ sagði John Kirby, blaðafulltrúi bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Kom fram í máli hans að ráðuneytið teldi að aðeins lítill hluti rússnesks herliðs í grennd við Kiev hafi verið færður. Vara við of mikilli bjartsýni vegna jákvæðra frétta af viðræðum Greint var frá því í dag að nokkur árangur virðist hafa náðst í friðarviðræðum Rússa og Úkraínumanna í Tyrklandi í dag sem gæti leitt til beinna viðræðna á milli forseta landanna. Samningamenn þjóðanna komu saman augliti til auglitis í fyrsta skipti í um þrjár vikur í Tyrklandi í dag. Ráðgjafi Selenskí Úkraínuforseta segir að Rússum hafi verið afhentar tilögur um hvernig enda megi stríðið meðal annars með yfrlýsingu um hlutleysi Úkraínu og að landið gangi ekki í NATO. Nú væri það Rússa að koma með andsvar við tillögunum. Mykhailo Podolyak ráðgjafi Selenskí forseta Úkraínu tók þátt í viðræðunum í dag. Hann segir tillögur Úkraínumanna skapa grundvöll fyrir fundi forsetans með Pútín Rússlandsforseta. Í frétt CNN kemur fram að bandarískir embættismenn vari við því að fréttir af gangi viðræðanna vekji of mikla bjartsýni, efasemdir séu uppi um að Pútín taki þátt í viðræðunum af heilum hug. Athygli vekur einnig að bandarískir embættismenn séu ekki vissir um hvert lokamarkmið Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, sé með viðræðunum.
Bandaríkin Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Joe Biden Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira