Leikur Íslands og Belgíu er á meðal fjögurra fyrstu leikjanna á EM sem uppselt varð á í dag þegar opin miðasala hófst en áður höfðu verið seldir miðar í afmörkuð svæði fyrir stuðningsmenn liðanna.
Demand has been extremely high for tickets and the following matches have now sold out of available tickets:
— Ticketing - UEFA Women's EURO 2022 (@WEUROTicketing) March 28, 2022
Match 31 - Final
Match 10 - England Vs Norway
Match 17 - England Vs Northern Ireland
Match 8 - Belgium Vs Iceland
Einnig er uppselt á úrslitaleik mótsins og á tvo leikja enska landsliðsins sem verður á heimavelli. Þar er um að ræða báða leiki enska liðsins á St Mary‘s, heimavelli Southampton, gegn Noregi og Norður-Írlandi.
Leikur Íslands og Belgíu fer fram á minnsta leikvangi mótsins, akademíuleikvangi Manchester City, en gagnrýnt hefur verið að spilað skuli á stórmóti á velli sem aðeins rúmar 4.700 áhorfendur.
Ísland mætir einnig Ítalíu á sama velli í Manchester, 14. júlí, en síðasti leikur liðsins í D-riðlinum er svo við Frakkland á New York-leikvanginum í Rotherham, 18. júlí. Þegar þetta er skrifað eru enn til miðar á báða þá leiki.
Sömuleiðis virðast að svo stöddu enn til miðar á fyrsta leik mótsins sem fram fer á Old Trafford en þá mætast England og Austurríki, 6. júlí.
NOW AVAILABLE!
— Ticketing - UEFA Women's EURO 2022 (@WEUROTicketing) March 28, 2022
Tickets for all #WEURO2022 matches are now on sale
Grab your tickets and tell us which game you re attending
Áður en að EM kemur er íslenska landsliðið núna á leið í tvo mikilvæga leiki í undankeppni HM, gegn Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í byrjun næsta mánaðar.