Íslendingar fylltu litla hólfið sitt í Manchester strax Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2021 10:31 Litríkur stuðningsmaður Íslands á leiknum gegn Austurríki í Rotterdam á EM 2017. Getty/Maja Hitji Stuðningsmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru ekki lengi að tryggja sér þá miða sem Íslendingum voru úthlutaðir vegna fyrstu leikja Íslands á EM næsta sumar. Ísland dróst í D-riðil með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi, og fara leikirnir fram 10., 14. og 18. júlí. Ísland mætir Belgíu og Ítalíu á minnsta leikvangi keppninnar, akademíuleikvangi Manchester City, sem aðeins er með 4.700 sæti. Knattspyrnusamband Íslands fékk 600 miða á hvorn leikjanna í Manchester, í sérstakt Íslendingahólf. Þeir miðar fóru fljótt út og miðað við það að 2-3.000 Íslendingar mættu á hvern af leikjum Íslands á EM í Hollandi 2017 virðist völlurinn fulllítill. Enn er þó hægt að fá miða með öðrum leiðum. Ísland fékk svo 1.000 miða á lokaleikinn í riðlinum, gegn Frökkum, en sá leikur fer fram á New York leikvanginum í Rotherham sem rúmar 12.000 manns. Í gær voru enn miðar lausir í hólf Íslendinga á þeim leik. Leik sem gæti ráðið úrslitum um hvort Ísland kemst í 8-liða úrslit. Þó að Íslendingahólfin séu full eða að fyllast þá geta Íslendingar enn fengið miða á leiki Íslands í gegnum almenna miðasölu UEFA. Hægt er að sækja um miða fram til 16. nóvember og ef eftirspurnin er meiri en framboðið er svo dregið um það hverjir fá miða. Miðaverð er mjög hóflegt en ódýrustu miðarnir kosta tæplega 1.800 krónur fyrir fullorðna og 900 krónur fyrir börn. Íslendingar fjölmenntu til Hollands á EM 2017 en urðu að sætta sig þar við þrjú töp í þremur leikjum.Getty/Maja Hitji UEFA hlífði Frökkum við minnsta leikvanginum Það var í höndum UEFA að ákveða hvaða leikir í D-riðli yrðu í Manchester og hvaða leikir í Rotherham. Landið með stærsta markaðssvæðið, Frakkland, fékk alla sína leiki í Rotherham og hin liðin í riðlinum því einn leik hvert þar. „Það eru auðvitað bara vonbrigði að UEFA sé að nota svona litla velli. Ég held að allir séu sammála um það. En við gætum alveg séð 2.000 Íslendinga á þessum leikjum í Manchester og vonandi að þeir sem vilja sjá leiki Íslands sæki um í almennu miðasölunni,“ segir Óskar Örn Guðbrandsson, samskiptafulltrúi KSÍ. Allar upplýsingar um miðasölu má finna hér. EM 2021 í Englandi Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Í beinni: Tottenham - Bodö/Glimt | Norsararnir mættir til Lundúna Í beinni: Real Betis - Fiorentina | Albert í Andalúsíu Í beinni: Djurgården - Chelsea | Bláir í Stokkhólmi Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Sjá meira
Ísland dróst í D-riðil með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi, og fara leikirnir fram 10., 14. og 18. júlí. Ísland mætir Belgíu og Ítalíu á minnsta leikvangi keppninnar, akademíuleikvangi Manchester City, sem aðeins er með 4.700 sæti. Knattspyrnusamband Íslands fékk 600 miða á hvorn leikjanna í Manchester, í sérstakt Íslendingahólf. Þeir miðar fóru fljótt út og miðað við það að 2-3.000 Íslendingar mættu á hvern af leikjum Íslands á EM í Hollandi 2017 virðist völlurinn fulllítill. Enn er þó hægt að fá miða með öðrum leiðum. Ísland fékk svo 1.000 miða á lokaleikinn í riðlinum, gegn Frökkum, en sá leikur fer fram á New York leikvanginum í Rotherham sem rúmar 12.000 manns. Í gær voru enn miðar lausir í hólf Íslendinga á þeim leik. Leik sem gæti ráðið úrslitum um hvort Ísland kemst í 8-liða úrslit. Þó að Íslendingahólfin séu full eða að fyllast þá geta Íslendingar enn fengið miða á leiki Íslands í gegnum almenna miðasölu UEFA. Hægt er að sækja um miða fram til 16. nóvember og ef eftirspurnin er meiri en framboðið er svo dregið um það hverjir fá miða. Miðaverð er mjög hóflegt en ódýrustu miðarnir kosta tæplega 1.800 krónur fyrir fullorðna og 900 krónur fyrir börn. Íslendingar fjölmenntu til Hollands á EM 2017 en urðu að sætta sig þar við þrjú töp í þremur leikjum.Getty/Maja Hitji UEFA hlífði Frökkum við minnsta leikvanginum Það var í höndum UEFA að ákveða hvaða leikir í D-riðli yrðu í Manchester og hvaða leikir í Rotherham. Landið með stærsta markaðssvæðið, Frakkland, fékk alla sína leiki í Rotherham og hin liðin í riðlinum því einn leik hvert þar. „Það eru auðvitað bara vonbrigði að UEFA sé að nota svona litla velli. Ég held að allir séu sammála um það. En við gætum alveg séð 2.000 Íslendinga á þessum leikjum í Manchester og vonandi að þeir sem vilja sjá leiki Íslands sæki um í almennu miðasölunni,“ segir Óskar Örn Guðbrandsson, samskiptafulltrúi KSÍ. Allar upplýsingar um miðasölu má finna hér.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Í beinni: Tottenham - Bodö/Glimt | Norsararnir mættir til Lundúna Í beinni: Real Betis - Fiorentina | Albert í Andalúsíu Í beinni: Djurgården - Chelsea | Bláir í Stokkhólmi Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Sjá meira