Bjargvættur vegfarenda mætir á dráttarbílnum frá Borðeyri Kristján Már Unnarsson skrifar 27. mars 2022 21:08 Sveinn Karlsson, bifvélavirki á Borðeyri. Einar Árnason Ferðamenn með litla reynslu af akstri í snjó og hálku eru orðnir stór hluti af viðskiptum bílaverkstæðis á Borðeyri, sem rekur sérstakan dráttarbíl til að bjarga þeim sem lenda í vandræðum. Í fréttum Stöðvar 2 var SG-bílaverkstæði á Borðeyri heimsótt. Sveinn Karlsson bifvélavirki og Guðný Þorsteinsdóttir, eiginkona hans, stofnuðu það fyrir 46 árum, aðallega til að sinna viðgerðum fyrir bændur í Hrútafirði og nærsveitum. „Síðan hafa ferðamennirnir bæst hraustlega í og mikið utan vinnutíma,“ segir Sveinn. -Þannig að þú ert bjargvætturinn á þjóðvegunum? „Já, hérna á ákveðnu svæði, Holtavörðuheiðinni og hérna vestur í Húnaþing og eitthvað hérna norður Strandir.“ Sveinn gerir út dráttarbíl frá bílaverkstæðinu á Borðeyri.Einar Árnason Og þar kemur dráttarbíllinn sér vel, en Sveinn segir að þetta séu mest útlendingar, einkum Asíubúar, sem lendi í vandræðum. „Þeir festa sig og fara út af. Það er aðallega þetta.“ -Þannig að þið lifið á klaufskum ferðamönnum? „Meðal annars, já,“ svarar Sveinn og hlær. Og það er ekki alltaf auður vegur á Holtavörðuheiði né skyggnið gott. Þá segir Sveinn að ferðamenn séu furðu oft á ferðinni á nóttinni. „Og margir hafa kannski aldrei séð snjó, hvað þá hálku. Þannig að maður eiginlega dáist að þeim hvað þeir eru harðir að leggja í þetta. Þó að það sé blindbylur, þá bara hverfa þeir út í sortann.“ -Og kannski á litlum „Yarisum“, eins og sagt er? „Meðal annars. Það er allur flotinn í því,“ svarar Sveinn á Borðeyri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sveinn er meðal viðmælenda í þættinum Um land allt um Hrútafjörð, sem frumsýndur verður á Stöð 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 19:10. Hann fjallar um samfélagið við vestanverðan fjörðinn í sveitinni sem áður var Bæjarhreppur. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Húnaþing vestra Samgöngur Umferðaröryggi Bílar Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Löng bílaröð eftir slys á Holtavörðuheiði Umferð um Holtavörðuheiði var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna umferðarslyss. Enn er lokað fyrir umferð nú tveimur klukkustundum síðar en reiknað er með að takist að opna fyrir umferð á allra næstu mínútum. 18. mars 2022 12:16 Unnið að því að ná rútu upp á veginn á Holtavörðuheiði Rúta fór út af veginum á Holtavörðuheiði í gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki en verið er að vinna að því að ná rútunni aftur upp á veginn. 6. mars 2022 17:07 Flutningabílar lentu utanvegar á Holtavörðuheiði Tveir flutningabílar fóru út af veginum á Holtavörðuheiði fyrr í kvöld en mikill vindur og hálka var á svæðinu. Færð hefur versnað víða um land og er vetrarfæri víðast. Heiðarnar á vestanverðu landinu eru erfiðar yfirferðar eða lokaðar. 11. janúar 2022 22:27 Holtavörðuheiði lokað og ekkert lát á hvassviðrinu Holtavörðuheiði var lokað á áttunda tímanum í kvöld eftir að bílar festust þar á veginum. Vegagerðin bendir á hjáleið um Laxárdalsheiði, Skógarströnd og Heydal. Vetrarfærð er á landinu öllu og bálhvasst en ekki er útlit fyrir að lægi svo um munar fyrr en á föstudag. 1. desember 2020 21:04 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var SG-bílaverkstæði á Borðeyri heimsótt. Sveinn Karlsson bifvélavirki og Guðný Þorsteinsdóttir, eiginkona hans, stofnuðu það fyrir 46 árum, aðallega til að sinna viðgerðum fyrir bændur í Hrútafirði og nærsveitum. „Síðan hafa ferðamennirnir bæst hraustlega í og mikið utan vinnutíma,“ segir Sveinn. -Þannig að þú ert bjargvætturinn á þjóðvegunum? „Já, hérna á ákveðnu svæði, Holtavörðuheiðinni og hérna vestur í Húnaþing og eitthvað hérna norður Strandir.“ Sveinn gerir út dráttarbíl frá bílaverkstæðinu á Borðeyri.Einar Árnason Og þar kemur dráttarbíllinn sér vel, en Sveinn segir að þetta séu mest útlendingar, einkum Asíubúar, sem lendi í vandræðum. „Þeir festa sig og fara út af. Það er aðallega þetta.“ -Þannig að þið lifið á klaufskum ferðamönnum? „Meðal annars, já,“ svarar Sveinn og hlær. Og það er ekki alltaf auður vegur á Holtavörðuheiði né skyggnið gott. Þá segir Sveinn að ferðamenn séu furðu oft á ferðinni á nóttinni. „Og margir hafa kannski aldrei séð snjó, hvað þá hálku. Þannig að maður eiginlega dáist að þeim hvað þeir eru harðir að leggja í þetta. Þó að það sé blindbylur, þá bara hverfa þeir út í sortann.“ -Og kannski á litlum „Yarisum“, eins og sagt er? „Meðal annars. Það er allur flotinn í því,“ svarar Sveinn á Borðeyri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sveinn er meðal viðmælenda í þættinum Um land allt um Hrútafjörð, sem frumsýndur verður á Stöð 2 í kvöld, mánudagskvöld, klukkan 19:10. Hann fjallar um samfélagið við vestanverðan fjörðinn í sveitinni sem áður var Bæjarhreppur. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Húnaþing vestra Samgöngur Umferðaröryggi Bílar Bílaleigur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Löng bílaröð eftir slys á Holtavörðuheiði Umferð um Holtavörðuheiði var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna umferðarslyss. Enn er lokað fyrir umferð nú tveimur klukkustundum síðar en reiknað er með að takist að opna fyrir umferð á allra næstu mínútum. 18. mars 2022 12:16 Unnið að því að ná rútu upp á veginn á Holtavörðuheiði Rúta fór út af veginum á Holtavörðuheiði í gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki en verið er að vinna að því að ná rútunni aftur upp á veginn. 6. mars 2022 17:07 Flutningabílar lentu utanvegar á Holtavörðuheiði Tveir flutningabílar fóru út af veginum á Holtavörðuheiði fyrr í kvöld en mikill vindur og hálka var á svæðinu. Færð hefur versnað víða um land og er vetrarfæri víðast. Heiðarnar á vestanverðu landinu eru erfiðar yfirferðar eða lokaðar. 11. janúar 2022 22:27 Holtavörðuheiði lokað og ekkert lát á hvassviðrinu Holtavörðuheiði var lokað á áttunda tímanum í kvöld eftir að bílar festust þar á veginum. Vegagerðin bendir á hjáleið um Laxárdalsheiði, Skógarströnd og Heydal. Vetrarfærð er á landinu öllu og bálhvasst en ekki er útlit fyrir að lægi svo um munar fyrr en á föstudag. 1. desember 2020 21:04 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Löng bílaröð eftir slys á Holtavörðuheiði Umferð um Holtavörðuheiði var lokað á tíunda tímanum í morgun vegna umferðarslyss. Enn er lokað fyrir umferð nú tveimur klukkustundum síðar en reiknað er með að takist að opna fyrir umferð á allra næstu mínútum. 18. mars 2022 12:16
Unnið að því að ná rútu upp á veginn á Holtavörðuheiði Rúta fór út af veginum á Holtavörðuheiði í gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki en verið er að vinna að því að ná rútunni aftur upp á veginn. 6. mars 2022 17:07
Flutningabílar lentu utanvegar á Holtavörðuheiði Tveir flutningabílar fóru út af veginum á Holtavörðuheiði fyrr í kvöld en mikill vindur og hálka var á svæðinu. Færð hefur versnað víða um land og er vetrarfæri víðast. Heiðarnar á vestanverðu landinu eru erfiðar yfirferðar eða lokaðar. 11. janúar 2022 22:27
Holtavörðuheiði lokað og ekkert lát á hvassviðrinu Holtavörðuheiði var lokað á áttunda tímanum í kvöld eftir að bílar festust þar á veginum. Vegagerðin bendir á hjáleið um Laxárdalsheiði, Skógarströnd og Heydal. Vetrarfærð er á landinu öllu og bálhvasst en ekki er útlit fyrir að lægi svo um munar fyrr en á föstudag. 1. desember 2020 21:04