Innlent

Unnið að því að ná rútu upp á veginn á Holta­vörðu­heiði

Smári Jökull Jónsson skrifar
Rúta fór út af veginum á Holtavörðuheiði í dag.
Rúta fór út af veginum á Holtavörðuheiði í dag. Vísir/Kolbeinn Tumi

Rúta fór út af veginum á Holtavörðuheiði í gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki en verið er að vinna að því að ná rútunni aftur upp á veginn.

Að sögn lögreglunnar á Vesturlandi fór rútan útaf veginum í gærkvöldi en hálka og slabb var á slysstað og aðstæður til aksturs krefjandi. Engin slys urðu á fólki og voru farþegar fluttir áfram með öðrum rútum sem fengnar voru á svæðið.

Verið er að vinna að því að ná rútunni upp á veginn og var umferð stýrt á meðan og einhverjar tafir á umferð. Að sögn lögreglu á það þó aðeins vara í skamman tíma.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×