Innlent

Flug­­vél lent í Kefla­­vík vegna reyks um borð

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Flugvélin er frá flugfélaginu Lufthansa.
Flugvélin er frá flugfélaginu Lufthansa. EPA-EFE/FRANCK ROBICHON

Flugvél frá flugfélaginu Lufthansa, á leið frá Þýskalandi til Bandaríkjanna, óskaði eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli um klukkan 12.30 í dag vegna reyks um borð. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að viðbúnaður sé töluverður.

Flugvélin lenti um klukkan hálf eitt í dag án nokkurra vandræða en Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir að samkvæmt litakóða sé útkallið merkt rautt. Slökkvilið var því með töluverðan viðbúnað á Keflavíkurflugvelli.

Vélinni var snarlega snúið af leið.Flightradar 24

Flugvélinni hefur verið lent á Keflavíkurflugvelli og Guðjón segir að henni hafi verið lent án nokkurra vandræða. 

Fréttin var uppfærð klukkan 13:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×